Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Nokk­ur hundruð börn voru fyr­ir rúm­um fjór­um mán­uð­um sam­an í ein­um skóla, Grunn­skóla Grinda­vík­ur. Í dag dreifast þau um allt land og hluti hóps­ins hef­ur þeg­ar skipt nokkr­um sinn­um um skóla.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Í nóvemberbyrjun voru grindvísk börn öll í sama skólanum, Grunnskóla Grindavíkur. Í dag dreifast þau á 73 skóla í 27 sveitarfélögum. Ákveðið var, skömmu eftir að hamfarirnar riðu yfir, að setja upp safnskóla á fjórum stöðum í Reykjavík þar sem nemendum bauðst að halda áfram námi með kennurunum sínum úr Grindavík, og gömlu bekkjarfélögunum. Safnskólarnir eru í Hvassaleitisskóla, Laugalækjarskóla, Ármúla og höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrir áramót stunduðu 55 prósent nemenda úr Grindavík nám í þessum skólum. Eftir áramót hefur það hlutfall lækkað umtalsvert, og er nú í kringum 40 prósent. Skólaakstur hefur auk þess verið í boði frá Suðurnesjum, Selfossi og Mosfellsbæ. 

Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að  um 225 nemendur séu nú í þessum safnskólum, 87 eru í skóla í Reykjanesbæ, 59 í öðrum skólum í Reykjavík, 28 í Kópavogi, 25 í Garðabæ, 25 í Sveitarfélaginu Árborg, 22 í Hafnarfirði, ellefu í Sveitarfélaginu Vogum, tíu í Suðurnesjabæ og tíu í Hveragerði. „Hins vegar dreifast nemendur á mun fleiri sveitarfélög og þá eru oft ekki fleiri en 2-4 nemendur í hverjum skóla.“

Framhaldsskólanemendur, sem eiga lögheimili í Grindavík, eru nú í 14 mismunandi skólum sem eru í níu sveitarfélögum og flestir eru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Leikskólabörn eru í 46 skólum sem eru í 16 sveitarfélögum. 

Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að áhrif hamfaranna á líf grindvískra barna séu miklar, ófyrirséðar og koma fram í áskorunum er tengjast m.a. skóla- og frístundastarfi. „Mikil hreyfing er á fólki og stöðugt er unnið að því að kortleggja og meta stöðu barnanna. Allt þetta gerir það að verkum að skipulag skólahalds hefur reynst krefjandi verkefni en það hefur verið á könnu fræðslusviðs Grindavíkurbæjar en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lagt til sérfræðiráðgjöf, m.a. við greiningu og lausnaleit. Í öllum viðbrögðum sem gripið hefur verið til er áhersla á að hlúð sé að börnunum og velferð þeirra tryggð eftir bestu getu. Trygg skólaganga er eitt af lykilatriðum í viðbragðinu.“

Skólaskylda er á grunnskólastigi og heldur fræðslusvið Grindavíkurbæjar utan um skólasókn grindvískra grunnskólabarna. „Grindvíkingar hafa búið við ótrygga búsetu síðustu mánuði og hefur það óhjákvæmilega haft þau áhrif að ákveðinn hópur grindvískra barna hefur verið tilneyddur til þess að skipta nokkrum sinnum um skóla frá 10. nóvember en tölulegar upplýsingar um þetta hafa ekki verið teknar saman enn þá,“ segir í svari ráðuneytisins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár