Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn

Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn
Fyrsti fílsunginn sem fannst. Hann var lagður nákvæmlega til í gröf sína með fæturna upp í loft, en þannig snúa fílar aldrei í lifanda lífi — ef þeir mögulega komast hjá því.

Fílar á Indlandi grafa dauða unga sína. Þessi ótrúlega staðreynd hefur komið fram í dagsljósið eftir að indverskir vísindamenn birtu fyrir örfáum dægrum niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á fimm hræjum fílsunga. Vísindamennirnir fylgdust með fílahjörðum draga lík sumra unganna um langan veg — lengsta ferðin tók tvo sólarhringa — þangað til fílarnir fundu nógu mjúkan jarðveg sem þeir grófu síðan ungana í.

Greftrunarstaðirnir voru í öllum tilfellum teakrar, yfirleitt með skurðum til áveitu sem gerðu að verkum að auðvelt var fyrir dýrin að krafsa og grafa í jörðina. Ekki er hægt að útiloka að einhverjir unganna hafi dáið á staðnum þar sem skrokkarnir fundust en það er þó talið mjög ólíklegt.

Sennilega hafa allir ungarnir verið fluttir á staðinn eftir að þeir dóu.

Í þeim tilfellum þar sem vísindamennirnir urðu sjálfir vitni að fílunum flytja lík unganna á greftunarstað sást að það var öll hjörð viðkomandi fíla sem tók þátt í þessu, ekki einungis móðir eða faðir hins dána fílsunga.

Ungarnir voru grafnir liggjandi á bakinu með fæturna upp, sem sé í mjög „óeðlilegri“ stellingu af fílum að vera. Fæturnir stóðu raunar upp úr jörðinni svo lík fílsunganna voru ekki alveg hulin.

Greftruðu fílsungarnir fimm fundust allir á tiltölulega litlu svæðinálægt landamærum Bhútan, eða þar sem rauða stjarnan er.

Vísindamenn hafa áður orðið vitni að því að fílar róti laufum og smágreinum yfir dauða unga en svona viðhafnarmiklar greftranir hafa ekki sést áður.

Hjá nokkurri dýrategund — nema manninum.

Ljóst mun vera að þótt greftrunarstaðirnir hafi verið skurðir grafnir af mönnum, þá voru þeir í öllum tilfellum á mjög fáförnum slóðum og því greinilegt að fílarnir ætluðust til þess að þeir yrðu látnir í friði.

Fílsungarnir fimm voru á aldrinum 3-12 mánaða og dóu af ýmsum náttúrulegum ástæðum, sem kallað er, flestir af næringarskorti en hvort það var beinlínis vegna skorts eða sjúkdóma hefur ekki verið rannsakað til fulls ennþá.

Auk fíla hafa menn hingað til  séð gíraffa, pekkarísvín, simpansa, bavíana og makakíapa og örfáar dýrategundir aðrar sýna látnu ungviði einhvers staðar virðingu eða áhuga en aldrei neitt í líkingu við það sem indversku vísindamennirnir hafa nú uppgötvað í fari indversku fílanna. 

Bæði hér og hér líka má lesa um rannsókn Indverjanna en hana leiddu Parveen Kaswan og Akashdeep Roy.

Vísindamennirnir reyna ekki einu sinni að setja fram kenningar um hvað vaki fyrir dýrunum með þessari umhyggjusemi við lík unganna sinna.

Það má hver sem les hugleiða fyrir sig.

Myndirnar hér að neðan fylgdu rannsókn vísindamenn eins og hún var kynnt í vefritinu Journal of Threatened Taxa.

Fílar draga einn dauða ungann á greftrunarstað.
Annar ungi grafinn.
Fólk yfir gröf þriðja fílsungans.
Fjórði fílsunginn, grafinn með fæturna upp í loft eins og hinir.
Fimmti og síðasti unginn. Hér má vel sá að í þessu tilfelli var hann settur í skurð sem fyrir var.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarni Halldórsson skrifaði
    Væri gaman ef Illugi læsi inn greinarnar sína eins og Sif gerir með sínar greinar.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár