„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður að falla frá öllum áætlunum um frekari sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafði aldrei traust né stuðning almennings til þess. Þeir stórkostlegu annmarkar, sem verið hafa á sölu banka í eigu almennings á Íslandi, hafa augljóslega verið afleiðing af alvarlegri spillingu, þ.m.t. pólitískri spillingu.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Íslandsdeildar Transparency International um drög að frumvarpi um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Frumvarpinu er ætlað að koma á nýju fyrirkomulagi við sölu á eftirstandandi 42,5 prósent hlut ríkisins í bankanum þar sem Bankasýsla ríkisins er ekki lengur með hlutverk við söluna og sérstaklega tekið fram að Íslandsbanki megi ekki koma að sölu í sjálfum sér. Þess í stað verður það Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra sem fær heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Við ráðstöfunina ber henni að …
Athugasemdir (2)