Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Nýlenduveldið Rússland: Herferðin til Síberíu

Þeir sem halda fram sjón­ar­mið­um Rúss­lands í heim­in­um segja stund­um sem svo að Rúss­land eigi í stöð­ugri hug­mynda­fræði­legri bar­áttu við „ný­lendu­veld­in“ á Vest­ur­lönd­um. En hvað er Rúss­land ann­að en stærsta ný­lendu­veldi í heimi?

Nýlenduveldið Rússland: Herferðin til Síberíu
„Érmak leggur undir sig Síberíu“ — verk eftir rússneska málarann Vasilí Súrikov.

Eiginleg ríki fóru að myndast á sléttunni sem nú kallast Úkraína og Rússland á 9. öld. Þar höfðu um aldir búið ýmsir slavneskir þjóðflokkar en ríkjamyndun má segja að hafi verið viðbrögð við Býsansveldinu við Svartahaf og ágangi norrænna víkinga frá Eystrasalti.

Öflugt ríki varð til kringum Kyiv er undirgekkst kristindóm árið 988 og framan af 11. öld var ríkið eitt þeirra víðáttumestu í Evrópu. Svo fór að halla undan fæti fyrir því ríki; austrænar þjóðir á borð við Kipsjaka sóttu að úr austri en ríkið Rús (eins og það var yfirleitt kallað) klofnaði upp í ótal smáríki á sléttunni vestan- og norðanverðri.

Stundum hverfðust þau um sérstaka „rússneska“ ættbálka, stundum um valdafjölskyldur sem flestar röktu ættir sínar til hinna fyrstu fursta í Kyiv.

Mongólar koma!

Eitt stærsta og öflugasta ríkið var Novgorod í norðri þar sem ekki ríktu prinsar eða furstar heldur taldist það vera lýðveldi.

Í raun var Novgorod samt kaupmannaveldi, ekki ósvipað og mörg ítölsku ríkjanna um þær mundir.

Laust fyrir miðja 13. öld urðu örlagaríkir atburðir á sléttunni sem enn móta sögu svæðisins. Þá komu Mongólar askvaðandi langt úr austri og lögðu undir sig allan austurhelming sléttunnar miklu en skildu eftir sig sviðna jörð í vesturhlutanum. Kyiv var lögð nánast í eyði 1240 og næstu aldirnar voru ættbálkarnir í vestanverðri Úkraínu, sem nú heitir, leiksoppar ríkja í vestri, Póllands og Litáens.

Skattheimtumenn Mongóla

Rússnesku ríkin norður af urðu á hinn bóginn að sitja og standa eins og Mongólum og arftökum þeirra þóknaðist. Valdaættirnar í sumum þeirra voru framan af lítið annað en skattheimtumenn Mongóla þótt með tímanum færu þær að sýna meiri sjálfstæðisþrótt.

Svo var til dæmis um ríkið Moskvu sem tók að vaxa á 14. öld og styrktist verulega þegar yfirmaður rétttrúnaðarkirkjunnar, sem fyrrum hafði haldið til í Kyiv, flutti aðsetur sitt til Moskvu.

Um miðja 16. öld má segja að Moskvuríkið hafi verið búið að sameina undir sinni stjórn öll þau svæði og ættbálka sem bjuggu á meirihluta þess svæðis sem nú heitir Evrópuhluti Rússlands.

Novgorod hafði til dæmis fallið Moskvu í skaut 1478 og þá gripu Moskvumenn til bragðs sem síðan hefur orðið ansi kunnuglegt í sögunni þar eystra: Mestöll valda- og miðstétt lýðveldisins var flutt í útlegð langar leiðir í burtu.

Krýndur keisari

1547 krýndi stórprinsinn í Moskvu, Ívan 4., sig keisara eða tsar til merkis um hve stöndugt ríki hans var orðið. Um sama leyti fóru Moskvumenn að kalla ríki sitt einfaldlega Rússland eftir hinu gamla ríki í Kyiv sem þeir litu á sem fyrirrennara sinn.

Um þessar mundir voru hin núverandi Belarús og Úkraína (sér í lagi vestari hlutinn) hins vegar undir stjórn sambandsríkis Pólverja og Litáa en austurhluti Úkraínu og Krímskagi voru undir stjórn Tatara, arftaka Mongóla.

Mongólska veldið í austurhluta hins núverandi Rússlands („Gullna hjörðin“) var hins vegar mjög á fallanda fæti er þarna var komið sögu. 1552 lagði Ívan 4. undir sig Kazan, sem hafði lengi verið höfuðborg Mongólaveldis þar um slóðir og sex árum síðar ruddi Ívan sér leið til Kaspíhafs með því að sigra Mongólafurstann í Astrakhan.

Skil milli tungumála og samfélaga

Ívan náði hins vegar ekki að sigra Krímtatara og heldur ekki vinna Eystrasaltslöndin. Útþensla hinna nýju Rússa í suður og vestur var nú meira og minna stöðvuð næstu 200 árin eða tæplega það.

Á þessum tíma segja margir fræðimenn að orðið hafi þau skil í menningu, tungumáli og samfélagi slavnesku ættbálkanna og/eða þjóðanna á sléttunni að þaðan í frá megi óhikað tala um þjóð Rússa annars vegar en þjóðir Belarússa og Úkraínumanna hins vegar. Aðrir segja hins vegar óhætt að telja þau skil 300 árum eldri. eða síðan á 13. öld þegar Rús-ríkin í Kyiv og nágrenni komust undir ægishjálm ríkjanna í vestri en furstadæmin í norðri voru undirokuð af Mongólum.

Þar á meðal Moskvuríkið eftir að það varð til.

Eins og Cortés í ríki Azteka

Hvað sem því líður: Eftir að Ívan 4. hafði knésett mongólsku ríkin í Kazan og Astrakan fór athygli Rússa að beinast að löndunum handan Úralfjalla, ekki síst vegna arðvænlegra loðdýraveiða sem ættbálkar þar stunduðu, einkum í hinum miklu skógum í norðri.

Eina eiginlega ríkið á svæðinu handan fjallanna var furstadæmið (khan-veldið) Síbír. Stjórnarherrar þar voru af Mongólaættum, höfðu undirgengist íslam og litu á sig sem arftaka Gullnu hjarðarinnar en þegnarnir voru hins vegar af fjölmörgu ætterni og trúðu á „stokka og steina“ eins og það var orðað á sínum tíma.

Það er að segja, trúðu á náttúruöflin í ýmsum myndum og sjamanar („töframenn“) voru þeirra prestar.

Athyglisvert er hve hin fyrsta nýlendusókn Rússa inn í Síberíu var svipuð nýlendusókn vestrænna ríkja víða um veröldina, sem var þá tiltölulega nýhafin. Oftar en ekki voru það ævintýramenn og lukkuriddarar í leit að skjótfengnum gróða sem stýrðu hinum fyrstu herferðum á framandi slóðir en ríkisvaldið fylgdi svo á eftir.

Fyrsti leiðangur Rússa á hendur Síbír minnir til dæmis ekki lítið á herferð spænska herstjórans Cortés gegn ríki Azteka en átti sér þó stað 60 árum síðar.

„Leiðangur Rússa á hendur Síbír minnir mest á herferð spænska herstjórans Cortés gegn Aztekum“

Samið við Stroganov

Ívan 4. hafði samið við Stroganov-ættina í Rússlandi um að hún þreifaði fyrir sér handan Úralfjalla í umboði hans. Ættin réði svo sjóræningjaforingja af Volgu til að annast málið.

Érmak hét sá og er fátt um hann vitað, nema yfirleitt flokkast hann sem Kósakki en hvað það þýddi um þær mundir getur farið milli mála. Altént var Érmak djarfur og dugandi herforingi og lagði upp 1582, að talið er, með um 800 manna herflokk og fór með menn sína á bátum eftir stórfljótum langt inn í hjarta Síbírríkis.

Rétt eins og Cortés í Mexíkó lét Érmak sem hann væri kominn til að kristna og siðvæða voðalega villimenn og heiðingja en það var þó gróðavonin ein sem rak hann og félaga áfram.

Og þar sem Tjúbasjhöfði stendur út í Irtisjfljót kom her khansins í Síbír á móti Rússum en var gersigraður — byssurnar sem Rússar höfðu réðu þar baggamun móti frumstæðum vopnum Síbírkhans.

Á bökkum árinnar á bardagasvæðinu er nú borgin Tobolsk.

Brynja frá Ívani grimma

Khaninn lagði á flótta og þegar Ívan keisari frétti af þessum atburði reiddist hann Érmak í fyrstu fyrir að koma öllu í bál og brand. Hann áttaði sig þó fljótlega á tækifærinu sem þarna gafst til að hrifsa gróðann af loðdýraveiðunum undir Moskvuvaldið.

Þá lét Ívan (kallaður hinn „grimmi“) að sögn útbúa Érmak eina glæsilega brynju til merkis um að nú væri hann foringi á vegum Rússakeisara.  

Áfram hélt svo sóknin í austur og verður greint frá því á þessum vettvangi öðru hvoru á næstunni. Þá kemur og í ljós hvað varð um brynju Érmas.

Á sautjándu öldinni stöðvuðust sóknartilraunir Rússa í vesturátt nær alveg, eins og áður var drepið á, sem og í suður inn í Úkraínu, en sóknin í austur varð óaflátanleg. Rússnesk bændaþorp skutu upp kollinum hvarvetna á svæðinu að Úralfjöllum og þjóðinni fjölgaði.

Og Rússar fóru líka í vaxandi mæli yfir Úralfjall og námu land í Síberíu í stórum stíl þrátt fyrir oft harða mótspyrnu heimamanna.

Fyrir slysni í öðru húsi

Athyglisvert er hvernig hinn víðfrægi rússneski sagnfræðingur Vasilí Kljutévskí (1841–1911) lýsti afleiðingum þessarar útþenslu. Hann var sannarlega enginn andófsmaður gegn hefðbundnum rússneskum viðhorfum 19. aldar (og síðar) um að Rússar ættu rétt á að ráða öllum slavneskum löndum.

Kljutévsí talaði til dæmis óhikað um Úkraínu sem „Litla Rússland“ eins og gjarnan var gert á hans dögum.

En Kljutévskí sagði líka að landvinningarnir á 17. öldinni hefðu blásið Rússum í brjóst þeirri óþægilegu tilfinningu að þeir hefðu álpast til að setjast til bráðabirgða að í húsi sem aðrir ættu.

„Gestur í eigin húsi“

Kljutévskí notaði svipuð orð um þann mann sem öllum öðrum fremur staðfesti og blés út heimsveldishugmyndir Rússa, Pétur mikla keisara.

Honum hefði þótt hann vera „gestur í eigin húsi“, skrifaði Kljutévskí.

Og eins og Alexander Etkind hefur bent á var sagnfræðingurinn Sergei Solovjov (1820–1879) líka á því að samband hins óbreytta Rússa við „hina heilögu rússnesku jörð“, sem oft var og er kölluð svo, væri ekki öll þar sem hún væri séð. Solovjov átti meiri þátt en margir í að móta hina nú svo hefðbundnu mynd af hinni rússnesku þjóðarsál en hann talaði samt um að Rússland sjálft, náttúran, væri ekki „móðir Rússa, heldur stjúpmóðir“.

„Ókunnugir í sjálfum sér“

Etkind bendir á að stundum sé Rússum lýst eins og þeir séu „ókunnugir í sjálfum sér“ eins og Julia Kristeva orðaði það. Og af lýsingum hans og fleiri mætti jafnvel ætla að þeir kunni að vera haldnir „imposter syndrome“ sem nú er kallað: þegar fólki finnst innst inni að það sé komið á einhvern stað í lífinu án þess að eiga það skilið og án þess í rauninni að hafa hæfileika til.

Og hvenær sem er gæti komist upp um mann!

Loddaralíðan hefur þetta verið kallað á íslensku.

En að sálgreina heilar þjóðir er þó vissulega mjög varasamt sport, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ég hætti mér því ekki lengra út á þá braut.

Hins vegar er vert að skoða fleiri áfanga í nýlendusögu Rússa, enda verður það gert.

Seinna, seinna ...

Og þá mun víkja sögunni að því sem Rússar sjálfir kalla gjarnan að „nýlenduvæða sjálfa sig“ eða „innri nýlenduvæðingu“.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Áhugaverð grein um einkar flókna sögu þar sem líklega verður eitthvað verður um flest deilt.
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    þetta er ótrúlegur hrærigrautur sem gerist einmitt þegar menn blanda saman áróðursbulli við söguna . . .
    -3
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Og hver er nú áróðurinn Axel ?
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár