
Mynd 2: Hver er konan?
- Algengt er að fulltrúar ríkja í Eurovision komi frá öðru landi. Frá hvaða landi verða fulltrúar Svía í ár?
 - Bandaríski leikarinn John Cena vakti heilmikla athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni um daginn þó ekki fengi hann verðlaun. Fyrir hvað?
 - Heimsfræg söngkona heitir að millinafni Giselle þótt hún noti nafnið lítið. Undir hvaða nafni er hún þekkt?
 - Við hvaða listgrein fékkst Federico Fellini?
 - Við hvaða plánetu sólkerfisins eru hin svonefndu Galíleó-tungl?
 - Hver er þekktasti sjúkdómurinn sem evrópskir landvinningamenn eru sagðir hafa komið með frá Ameríku um 1500?
 - „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ var fræg grein í íslensku blaði 1885. Hver skrifaði hana?
 - Heiðursviðurkenning forseta Íslands var veitt á dögunum „manneskju sem þykir með starfi sínu og verkum hafa borið hróður Íslands víða um heim“. Hver varð fyrir valinu?
 - Mynd af Kate Middleton prinsessu og börnum hennar vakti athygli því eitthvað þótti skrýtið við stellingu handa dóttur hennar. Hvað heitir dóttirin?
 - Hver var snemma árs valinn íþróttamaður ársins?
 - Hvaða íþróttagrein stundar hún eða hann?
 - Í hvaða landi eru Dólomítafjöll, stundum kölluð Dólomíta-Alpar?
 - En í hvaða landi er hérað sem kallað er Dalmatía?
 - Dýrategund ein er kennd við Dalmatíu. Hvernig dýr eru það?
 - Hvaða bíómynd fékk á dögunum Óskarsverðlaun sem besta myndin?
 
Svör við myndaspurningum:
Myndin er frá Gullfossi, þótt neðri fossaröðin sjáist hér ekki. Konan er Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Noregi.  —  2.  Hann kom nakinn fram.  —  3.  Beyoncé.  —  4.  Kvikmyndagerð.  —  5.  Júpíter.  —  6.  Sýfilis, sárasótt.  —  7.  Bríet Bjarnhéðinsdóttir.  —  8.  Laufey Lín.  —  9.  Karlotta, Charlotte.  —  10.  Gísli Þorgeir.  11.  Handbolta.  —  12.  Ítalíu.  —  13.  Króatíu.  —  14.  Hundar.  —  15.  Oppenheimer.
        
    
    
            
        
    















































Athugasemdir (1)