Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrúnu finnst ekki hafa verið rétt að veita Venesúelabúum viðbótarvernd á sínum tíma

Kristrún Frosta­dótt­ir tel­ur að ekki hafi ver­ið ástæða til þess að taka fólk frá Venesúela sér­stak­lega út fyr­ir sviga þeg­ar ákveð­ið var að veita þeim við­bót­ar­vernd fyr­ir nokkr­um ár­um. Hún seg­ir að öllu sé bland­að sam­an í um­ræðu um út­lend­inga­mál. Í stóru mynd­inni séu fæst­ir inn­flytj­end­ur hæl­is­leit­end­ur.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, segir að kostnaðaraukning í hælisleitendakerfinu síðastliðin ár hafi að miklu leyti verið vegna þess að fólk frá Venesúela var látið bíða á framfærslu hins opinbera meðan ákveðið var hvort þau fengju að vera áfram á Íslandi eða ekki.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd hafi ekki verið rétt ákvörðun á sínum tíma. „Vegna þess að það liggur alveg fyrir að stór hópur af öðrum einstaklingum frá öðrum löndum þar sem líka var neyð var þá settur aftar í röðina. Og það var engin ástæða til þess að taka þennan hóp, að mínu mati, sérstaklega út fyrir sviga,“ segir hún.

Kristrún var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu. Þar ræddu þau meðal annars um útlendingamálin.

Fólk frá Venesúela hefði getað fengið efnislega meðferð

Kristrún segir að þegar sú ákvörðun er tekin að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd sé verið að segja að allir sem komi frá Venesúela, óháð persónulegum aðstæðum, komist inn. „Það þýðir að allir sem eru að koma frá öðrum löndum, sem eru líka óörugg, sem fá ekki viðbótarvernd, þeir fara aftar í röðina.“

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Öllum venúsalabúum var boðið til Íslands í boði Sjálfstæðisflokksins.
    1
  • skrifaði
    " ..einstaklingum af erlendum uppruna upp í 70 þúsund. Þetta eru fyrst og fremst efnahagslegir innflytjendur,“ segir" Kristrún. Ha!? Hópurinn innflytjenda á Íslandi er nú frekar blanðaður hópur...er Kristrún nokkuð búin að skoðað gögnin Hagstofunnar? ...sem kemur að þeim niðurstöðum " that the economical expansion of Iceland is mainly driven of working people from foreign countries". Ss af fólki sem er " kallað" til landsins frá Schengen svæðinu því það vantar starfsfólk í vissum atvinnugreinum á Íslandi? Eða er hún búin að skoða Grænbók-ina sem stýrihópur á vegum ríkisstjórnarinnar skilaði í október 2023? ...en þar er gert ráð fyrir 12.000 starfsmönnum til viðbótar á næstu 4 árum til að " byggja landið upp".
    Hvað mundi gerast ef þessir 70000 " efnahagslegir innflytjendur" færu heim á morgun?
    -2
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Hvar segir hún að þessir 70.000 manns eigi að fara? Hún setur bara fjölda hælisleitenda (3 - 4.000 sem margir verða vitlausir yfir) í samhengi við fjölda efnahagslegra innflytjanda.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár