Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd hafi ekki verið rétt ákvörðun á sínum tíma. „Vegna þess að það liggur alveg fyrir að stór hópur af öðrum einstaklingum frá öðrum löndum þar sem líka var neyð var þá settur aftar í röðina. Og það var engin ástæða til þess að taka þennan hóp, að mínu mati, sérstaklega út fyrir sviga,“ segir hún.
Kristrún var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu. Þar ræddu þau meðal annars um útlendingamálin.
Fólk frá Venesúela hefði getað fengið efnislega meðferð
Kristrún segir að þegar sú ákvörðun er tekin að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd sé verið að segja að allir sem komi frá Venesúela, óháð persónulegum aðstæðum, komist inn. „Það þýðir að allir sem eru að koma frá öðrum löndum, sem eru líka óörugg, sem fá ekki viðbótarvernd, þeir fara aftar í röðina.“
Hvað mundi gerast ef þessir 70000 " efnahagslegir innflytjendur" færu heim á morgun?