Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrúnu finnst ekki hafa verið rétt að veita Venesúelabúum viðbótarvernd á sínum tíma

Kristrún Frosta­dótt­ir tel­ur að ekki hafi ver­ið ástæða til þess að taka fólk frá Venesúela sér­stak­lega út fyr­ir sviga þeg­ar ákveð­ið var að veita þeim við­bót­ar­vernd fyr­ir nokkr­um ár­um. Hún seg­ir að öllu sé bland­að sam­an í um­ræðu um út­lend­inga­mál. Í stóru mynd­inni séu fæst­ir inn­flytj­end­ur hæl­is­leit­end­ur.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, segir að kostnaðaraukning í hælisleitendakerfinu síðastliðin ár hafi að miklu leyti verið vegna þess að fólk frá Venesúela var látið bíða á framfærslu hins opinbera meðan ákveðið var hvort þau fengju að vera áfram á Íslandi eða ekki.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd hafi ekki verið rétt ákvörðun á sínum tíma. „Vegna þess að það liggur alveg fyrir að stór hópur af öðrum einstaklingum frá öðrum löndum þar sem líka var neyð var þá settur aftar í röðina. Og það var engin ástæða til þess að taka þennan hóp, að mínu mati, sérstaklega út fyrir sviga,“ segir hún.

Kristrún var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu. Þar ræddu þau meðal annars um útlendingamálin.

Fólk frá Venesúela hefði getað fengið efnislega meðferð

Kristrún segir að þegar sú ákvörðun er tekin að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd sé verið að segja að allir sem komi frá Venesúela, óháð persónulegum aðstæðum, komist inn. „Það þýðir að allir sem eru að koma frá öðrum löndum, sem eru líka óörugg, sem fá ekki viðbótarvernd, þeir fara aftar í röðina.“

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Öllum venúsalabúum var boðið til Íslands í boði Sjálfstæðisflokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár