Ég heiti Tony og við erum stödd inni í byggingu Háskóla Íslands. Ég er ferðamaður á Íslandi og kom hingað til að skoða háskólastarfið og háskólasvæðið. Sjálfur er ég kennari heima í Kína. Mig langaði að sjá hvernig háskóli á Íslandi virkar, til þess er ég kominn.
Mér finnst Háskóli Íslands frekar kúl. Nemendurnir hafa tekið vel á móti mér og eru vingjarnlegir. Einn kenndi mér að bera fram setninguna: Þetta reddast. Það er mjög erfitt fyrir mig að bera það fram. Ég bað hann um þann greiða og hann sagði já, sem gerir mig mjög hamingjusaman.
Hvað er ég gamall? Hversu gamall heldur þú að ég sé? Nei, ég er 38 ára. Langaði mig að verða kennari þegar ég var barn? Til að vera alveg hreinskilinn þá man ég það ekki. Þetta er frábær spurning því ég er að átta mig á því núna að ég raunverulega get ekki munað hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór sem barn.
Það sem mótaði mig mest og breytti lífi mínu var að læra ensku. Enska er alþjóðlegt tungumál og ég get notað það til að eiga í samskiptum við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Í Kína talar almenningur ekki sérlega góða ensku. Enska tungumálið opnaði margar dyr fyrir mér. Við erum að tala saman einmitt núna fyrir tilstilli tungumálsins. Ég nota ensku til að ferðast um heiminn.
Uppáhaldsstaður? Það býr fegurð í hverjum stað fyrir sig. Þú þarft bara að sjá það með eigin augum. Ekkert land er fullkomið en við þurfum að geta séð fegurðina út frá mismunandi sjónarhornum og samhengi. Í Kína gerist allt mjög hratt en á Íslandi er meiri hægagangur til dæmis. En þið nefnduð landið vitlaust. Það er allt á kafi í snjó en ég hef ekki séð neinn ís. Það ætti að heita Snjóland en ekki Ísland.
Athugasemdir