Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SKE), segir að stofnunin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum sem snúa að því að hafa yfirsýn yfir stjórnunar- og eignartengsl fyrirtækja á landinu. Það eigi sérstaklega við fyrirtæki í sjávarútvegi.
Páll Gunnar segir að skortur á yfirsýn tefji rannsókn eftirlitsins á samrunum sjávarútvegsfyrirtækja og rannsóknir dagi gjarnan uppi.
Í nýjasta þætti Pressu skýrði Páll Gunnar frá því að Samkeppniseftirlitið hafi frá stofnun þess bent á ýmsar hindranir sem komi í veg fyrir að hægt sé að safna upplýsingum og ná yfirsýn yfir helstu atvinnuvegi landsins.
„Þetta er svo gríðarlegur grundvöllur fyrir, ekki bara Samkeppniseftirlitið, heldur líka bara samfélagið í heild sinni, að búa yfir yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl í svona litlu samþættu samfélagi eins og við búum í.“
Ef við gefum okkur að þessari upphæð yrði deilt niður á 1000 strandveiðibáta þá yrði það 71 milljón á bát - og þætti flestum gott.