Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir við­horf Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, gagn­vart sjálf­stæðu ríki Palestínu verða að breyt­ast. Það eigi líka við um við­horf leið­toga á Gaza, sem Bjarni seg­ir að hafi haft að sjálf­stæðu stefnumiði sínu að út­rýma Ísra­els­ríki.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast
Eina lausnin Bjarni sagði á þinginu í dag að tveggja ríkja lausn væri haldreipi til varanlegs friðar í Ísrael og Palestínu. Mynd: Golli

„Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag í umræðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Bjarni var meðal annars spurður út í nýleg ummæli forsætisráðherra Ísraels um að Ísrael myndi ekki viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði að þetta viðhorf þyrfti að breytast, og bætti svo við: „Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínumegin“. 

Bjarni sagði að forystumenn Palestínumanna á Gaza, þar sem Hamas-samtökin eru í forystu, „hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki“.

Ekki nýttÞórunn sagði í fyrirspurn sinni að það kæmi ekki á óvart hverjar skoðanir Netanyahu væru. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún.

Bjarni svaraði þar með fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar, sem vildi, meðal annars, vita hvort ráðherrann myndi bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum ísraelska forsætisráðherrans. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún í fyrirspurninni. 

Óslóarsamkomulagið felur í sér að unnið sé að tveggja ríkja lausn, í samræmi við áratugagamlar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um stofnun bæði Ísraelsríkis og Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lagði hins vegar fyrir ísraelska þingið, Knesset, í gær ályktun þess efnis að útilokað væri að stofna til sjálfstæðs ríki Palestínu nema með samkomulagi á milli Palestínumanna og Ísraels. Það yrði heldur aldrei nema án utanaðkomandi skilyrða. 

„Knesset sameinaðist í yfirgnæfandi meirihluta gegn tilrauninni til að þvinga á okkur stofnun palestínsks ríkis, sem myndi ekki aðeins mistakast til að koma á friði heldur myndi stofna Ísraelsríki í hættu,“ sagði Netanyahu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. 99 þingmenn af 120 á ísraelska þinginu greiddu atkvæði með ályktuninni. 

Þingsályktunin var fyrst og fremst tákræn og sýnir andstöðu ísraelskra stjórnvalda við því að ríki heims viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Það hafa íslensk stjórnvöld þó gert; í desember árið 2011.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ósköp er Bjarni vesalingurinn illa upplýstur. Það blasir við á öllum kortum hverjir voru að útrýma hverjum síðustu 75 ár í stolnu landi. Efast um að nokkur opinber starfsmaður hérlendis hafi nokkurntíma verið jafn hræðilega illa undirbúinn fyrir eitthvað embætti.
    2
  • Ásta Jensen skrifaði
    Er hægt að vera sjálfstæð þjóð þegar þjóðin stólar á mannúðaraðstoð?
    -1
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það er rangt hjá Bjarna að Hamas hafi í stefnuskrá eða stefnumiði að útrýma Ísrael. Þetta var í stefnunni en um 2017 tóku þeir þetta út og bættu inn að þeir styddu tveggja ríkja lausn með landamærin sem voru ákveðin 1967 hjá Sameinuðu þjóðunum.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ísrael virðist standa á krossgötum. Annað hvort að samþykkja tveggjaríkjalausnina eða standa í stöðugum ófriði við palestínumenn sem búa á Gasa og á Vesturbakkanum. Ísraelsstjórn virðist enga hugmynd hafa um hvernig sambúðin við palestínumenn verði í framtíðinni nema að sigra Hamas endanlega og sjá svo til. En reynslan sýnir að hryðjuverkasamtök eru eins og gríska slangan Hydra sem hafði níu höfuð. Ef maður heggur af henni eitt höfuð vaxa tvö í staðinn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.
Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
3
Viðtal

Áföll, af­leið­ing­ar og leið­ir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár