Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir við­horf Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, gagn­vart sjálf­stæðu ríki Palestínu verða að breyt­ast. Það eigi líka við um við­horf leið­toga á Gaza, sem Bjarni seg­ir að hafi haft að sjálf­stæðu stefnumiði sínu að út­rýma Ísra­els­ríki.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast
Eina lausnin Bjarni sagði á þinginu í dag að tveggja ríkja lausn væri haldreipi til varanlegs friðar í Ísrael og Palestínu. Mynd: Golli

„Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag í umræðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Bjarni var meðal annars spurður út í nýleg ummæli forsætisráðherra Ísraels um að Ísrael myndi ekki viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði að þetta viðhorf þyrfti að breytast, og bætti svo við: „Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínumegin“. 

Bjarni sagði að forystumenn Palestínumanna á Gaza, þar sem Hamas-samtökin eru í forystu, „hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki“.

Ekki nýttÞórunn sagði í fyrirspurn sinni að það kæmi ekki á óvart hverjar skoðanir Netanyahu væru. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún.

Bjarni svaraði þar með fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar, sem vildi, meðal annars, vita hvort ráðherrann myndi bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum ísraelska forsætisráðherrans. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún í fyrirspurninni. 

Óslóarsamkomulagið felur í sér að unnið sé að tveggja ríkja lausn, í samræmi við áratugagamlar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um stofnun bæði Ísraelsríkis og Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lagði hins vegar fyrir ísraelska þingið, Knesset, í gær ályktun þess efnis að útilokað væri að stofna til sjálfstæðs ríki Palestínu nema með samkomulagi á milli Palestínumanna og Ísraels. Það yrði heldur aldrei nema án utanaðkomandi skilyrða. 

„Knesset sameinaðist í yfirgnæfandi meirihluta gegn tilrauninni til að þvinga á okkur stofnun palestínsks ríkis, sem myndi ekki aðeins mistakast til að koma á friði heldur myndi stofna Ísraelsríki í hættu,“ sagði Netanyahu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. 99 þingmenn af 120 á ísraelska þinginu greiddu atkvæði með ályktuninni. 

Þingsályktunin var fyrst og fremst tákræn og sýnir andstöðu ísraelskra stjórnvalda við því að ríki heims viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Það hafa íslensk stjórnvöld þó gert; í desember árið 2011.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ósköp er Bjarni vesalingurinn illa upplýstur. Það blasir við á öllum kortum hverjir voru að útrýma hverjum síðustu 75 ár í stolnu landi. Efast um að nokkur opinber starfsmaður hérlendis hafi nokkurntíma verið jafn hræðilega illa undirbúinn fyrir eitthvað embætti.
    2
  • Ásta Jensen skrifaði
    Er hægt að vera sjálfstæð þjóð þegar þjóðin stólar á mannúðaraðstoð?
    -1
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það er rangt hjá Bjarna að Hamas hafi í stefnuskrá eða stefnumiði að útrýma Ísrael. Þetta var í stefnunni en um 2017 tóku þeir þetta út og bættu inn að þeir styddu tveggja ríkja lausn með landamærin sem voru ákveðin 1967 hjá Sameinuðu þjóðunum.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ísrael virðist standa á krossgötum. Annað hvort að samþykkja tveggjaríkjalausnina eða standa í stöðugum ófriði við palestínumenn sem búa á Gasa og á Vesturbakkanum. Ísraelsstjórn virðist enga hugmynd hafa um hvernig sambúðin við palestínumenn verði í framtíðinni nema að sigra Hamas endanlega og sjá svo til. En reynslan sýnir að hryðjuverkasamtök eru eins og gríska slangan Hydra sem hafði níu höfuð. Ef maður heggur af henni eitt höfuð vaxa tvö í staðinn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér
FréttirÁrásir á Gaza

Katrín seg­ir all­ar lík­ur til þess að fram­lag­ið til UN­RWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
5
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár