Ólöglegt samráð skipafélaganna Eimskips og Samskipa kostaði íslenskt samfélag 62 milljarða króna, samkvæmt greiningu sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Stærstur hluti kostnaðarins lenti á neytendum sem þurftu að greiða hærra verða fyrir innfluttar vörur en þeir hefðu ella þurft. Áhrif samráðsins á verðtryggð lán landsmanna voru líka veruleg, samkvæmt greiningunni, og kostaði samfélagið 17,4 milljarða króna.
„Þetta er dýrkeypt og hrikaleg aðför að neytendum, sem ekki má endurtaka,“ er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, í fréttatilkynningu. Í sömu tilkynningu er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, að niðurstöðurnar séu mikilvægt innlegg í kjaraviðræður „[Ö]flugt samkeppniseftirlit er ein forsenda þess að við semjum til réttlátrar framtíðar.“
Eimskip hefur undirgengist sátt vegna samráðsins og greitt 1,5 milljarð króna í sáttargreiðslu. Í sáttinni felst viðurkenning að hið ólöglega samráð hafi raunverulega átt sér stað. Stjórnendur Samskipa hafa hins vegar þvert á móti hafnað öllu samráði og mótmælt …
Athugasemdir (2)