Mikið bar á umræðum á Alþingi í dag um ástandið á Gaza og málefnum dvalarleyfishafanna sem þar eru fastir í dag. Í störfum þingsins sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að utanríkisráðuneytið stæði fyrir einhvers konar sýndarviðbragði í málefnum dvalarleyfishafanna með því að senda fólk til að reyna að koma þeim til aðstoðar.
„Almennir borgarar hafa stigið þar inn og sinnt verkefninu af miklum sóma án þess í raun að hafa nokkra stöðu til þess. Ég ætla að fullyrða það hér, frú forseti, að viðbrögð utanríkisráðherra – hæstvirts, verð ég víst að segja – verða okkur sem landi og þjóð til ævarandi skammar,“ sagði Þórunn.
Orðspor Íslands sem marktækt ríki undir
Magnús Árni Skjöld Magnússon, flokksbróðir Þórunnar, sagði í ræðu sinni að ríki væru dæmd af því sem þau gerðu. Það væri lágmarksviðbragð að veita þeim börnum skjól sem fengið hefðu dvalarleyfi á Íslandi.
„Sjálfboðaliðar hafa sýnt að það er hægt …
Athugasemdir (1)