„Ég hef horft upp á og verið með foreldra í foreldrahópum sem hafa misst börnin sín. Fleiri en eitt, og fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Það vantar þennan djúpa skilning á að það er enginn sem velur að fara þangað. Það er enginn sem velur að eiga börn sem eru veik af þessu.“ Þetta segir Rúna Ágústsóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi í nýjasta þætti Pressu.
Auk Rúnu voru þær Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, móðir langveiks fíknisjúklings og formaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra viðmælendur Margrétar Marteinsdóttur. Úrræði fyrir fíknisjúka og aðstandendur þeirra voru til umræðu í þættinum.
Ætlar að senda frávísanir sonarins á umboðsmann Alþingis
Dagbjört Ósk Steindórsdóttir segir að fíknisjúklingar fái oft ekki inn á fíknigeðdeild og að hennar mati séu slíkar ákvarðanir oft ekki nægilega vel rökstuddar. Hún hafi sjálf farið með son sinn niður á spítala þar sem þau svör fást að …
Athugasemdir