Þvinguð lyfjagjöf „ekki úrræði heldur úrræðaleysi“

Þing­mað­ur Pírata gagn­rýn­ir að fólk sem hef­ur ver­ið sjálfræð­is­svipt sé spraut­að með lyfj­um gegn vilja sín­um. Það sé hrein­lega ólög­legt nema í neyð­ar­til­vik­um en fái engu að síð­ur að við­gang­ast hér á landi. Þeir sem upp­lifa þessa frels­is­skerð­ingu fari hins veg­ar sjaldn­ast í mál því þeir séu bún­ir á því and­lega og hafi misst alla trú á kerf­inu.

Þvinguð lyfjagjöf „ekki úrræði heldur úrræðaleysi“
Hefur enn mannréttindi Arndís Anna bendir á að fólk haldi enn réttindum sínum þó það hafi verið sjálfræðissvipt.

„Það er alls ekki þannig að þegar þú ert sjálfræðissviptur að það megi gera hvað sem er við þig og líkama þinn,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og lögfræðingur. 

„Heimildir til þvingaðrar lyfjagjafar í núgildandi lögum takmarkast við ákveðinn neyðarrétt, það er ef fólk er hættulegt sjálfu sér eða öðrum, eða lífi þess eða heilsu er beinlínis ógnað. Þvinguð lyfjameðferð í öðrum tilgangi er ekki heimil, og það er engin tilviljun eða mistök af hálfu löggjafans. Líkamleg friðhelgi er á meðal okkar mikilvægustu réttinda,“ segir hún. 

Sviptur mannréttindum sínum

Heimildin hefur fjallað um mál fanga sem var sjálfræðissviptur og sprautaður með geðrofslyfjum sem hann hafði neitað að taka. Maðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í ellefu mánuði þegar hann var sviptur sjálfræði samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. janúar. Landsréttur vísaði málinu frá dómi í janúarlok á grundvelli þess að það hafi verið háð á röngu löggjafarþingi og …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Aftur í fornöld í mannréttindum og fleiri málum í þessu glæparíki sem virðir engin lög og brýtur í leiguverkefnum fyrir einkaaðila á almennum borgurum stjórnarskránna og hegningar og lögreglulögin t.d er algjör firra að hér sé þrískipt ríkisvald
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár