„Það er alls ekki þannig að þegar þú ert sjálfræðissviptur að það megi gera hvað sem er við þig og líkama þinn,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og lögfræðingur.
„Heimildir til þvingaðrar lyfjagjafar í núgildandi lögum takmarkast við ákveðinn neyðarrétt, það er ef fólk er hættulegt sjálfu sér eða öðrum, eða lífi þess eða heilsu er beinlínis ógnað. Þvinguð lyfjameðferð í öðrum tilgangi er ekki heimil, og það er engin tilviljun eða mistök af hálfu löggjafans. Líkamleg friðhelgi er á meðal okkar mikilvægustu réttinda,“ segir hún.
Sviptur mannréttindum sínum
Heimildin hefur fjallað um mál fanga sem var sjálfræðissviptur og sprautaður með geðrofslyfjum sem hann hafði neitað að taka. Maðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í ellefu mánuði þegar hann var sviptur sjálfræði samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. janúar. Landsréttur vísaði málinu frá dómi í janúarlok á grundvelli þess að það hafi verið háð á röngu löggjafarþingi og …
Athugasemdir (1)