Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.

Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
Magnús Andri var að bíða eftir að komast í meðferð þegar hann lést fyrir ári síðan Guðrún Katrín Sandholt, móðir Magnúsar Andra Sæmundssonar sem lést 12. febrúar í fyrra segist allsstaðar hafa komið að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Hún segir að ef hann hefði verið með annan sjúkdóm en fíknisjúkdóm hefði hann fengið þjónustu. „Um það leikur enginn vafi,,“ segir Guðrún Katrín. Mynd: úr einkasafni

Heimildin hefur síðustu daga rætt við aðstandendur nokkurra fíknisjúklinga sem allir kalla eftir því að hér verði opnuð bráðamóttaka fyrir fíknisjúklinga. Þeirra á meðal eru móðir 19 ára drengs og systir konu sem bæði létust vegna lyfjaeitrunar í fyrra.

Konan var á biðlista eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog að sögn systur hennar. Hún segir að systir sín, sem hafi nýlega verið orðin veik aftur eftir nokkurra ára bataferli, hafi reynt að fá innlögn á fíknideild geðsviðs Landspítala sama dag og hún lést. Einungis hafi liðið nokkrir klukkutímar frá því að henni var synjað um innlögn á spítalann og þar til hún dó. Hún segir að systir sín hafi verið orðin mjög veik, að þrotum komin og ekki treyst sér til að vera úti meðal fólks meðan hún beið eftir að vera kölluð inn á Vog. Hún hafi verið ákveðin í að ná bata að nýju. Konan sem Heimildin ræddi við …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Heimildin ætti að skoða meðferðastarf á Íslandi síðustu 30 ár en þar má sjá hverning óeðlileg kerfisinngrip hafa smán saman skellt öllu í lás og ekkert komið í staðin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár