Forstjóri stærsta eiganda laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði, Ivan Vindheim, segir að skynsemin muni sigra í umræðunni um sjókvíaeldi í heiminum, einnig á Íslandi. Hann hefur ekki áhyggjur af því að sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað og að fyrirtækið muni þurfa að yfirgefa landið. Þetta sagði Vindheim á blaðamannafundi í gær þar sem ársuppgjör fyrirtækisins sem hann styrir, Mowi, fyrir árið 2023 var kynnt. Sjávarútvegsblaðið Intrafish greinir frá orðum hans. „Ég tel að skynsemin muni sigra alls staðar, einnig á Íslandi,“ sagði hann orðrétt,
Forstjórinn lét þessi orð falla í tengslum við sýningu heimildarþáttar bandaríska útivistarfyrirtækisins Patagonia um laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Myndin var frumsýnd fyrir skömmu og er aðgengileg á Youtube. Í frétt norska miðilsins um málið er því stillt þannig upp að forstjóri Mowi „hræðist ekki árás Patagonia“ á laxeldi á Íslandi.
„Persónulega er ég ekki hræddur um það.“
https://heimildin.is/grein/10658/stjornarformadur-staersta-hluthafa-arnarlax-lysir-af-hverju-sjokviaeldi-vid-strendur-landa-er-ekki-framtidin/