Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi

Iv­an Vind­heim, for­stjóri norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Mowi, sem er eig­andi Arctic Fish á Ís­landi, hef­ur ekki áhyggj­ur af því að lax­eldi í sjókví­um muni líða und­ir lok á Ís­landi. Þetta sagði for­stjór­inn á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi með­al ann­ars nýja mynd út­vistar­fyr­ir­tæk­is­ins Patagonia um lax­eldi á Ís­landi.

Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi
Óttast ekki að þurfa að fara frá Íslandi Forstjóri Mowi, eiganda Arctic Fish, segist ekki hafa áhyggjur af því að laxeldi í sjókvíum á Íslandi líði undir lok. Þetta sagði forstjórinn, Ivan Vindheim, í tengslum við umræðu um heimildarmynd Patagonia um laxeldi á Íslandi.

Forstjóri stærsta eiganda laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði, Ivan Vindheim, segir að skynsemin muni sigra í umræðunni um sjókvíaeldi í heiminum, einnig á Íslandi. Hann hefur ekki áhyggjur af því að sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað og að fyrirtækið muni þurfa að yfirgefa landið. Þetta sagði Vindheim á blaðamannafundi í gær þar sem ársuppgjör fyrirtækisins sem hann styrir, Mowi, fyrir árið 2023 var kynnt. Sjávarútvegsblaðið Intrafish greinir frá orðum hans.  „Ég tel að skynsemin muni sigra alls staðar, einnig á Íslandi,“ sagði hann orðrétt,

Forstjórinn lét þessi orð falla í tengslum við sýningu heimildarþáttar bandaríska útivistarfyrirtækisins Patagonia um laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Myndin var frumsýnd fyrir skömmu og er aðgengileg á Youtube. Í frétt norska miðilsins um málið er því stillt þannig upp að forstjóri Mowi „hræðist ekki árás Patagonia“ á laxeldi á Íslandi. 

„Persónulega er ég ekki hræddur um það.“
Ivan Vindheim,
forstjóri Mowi sem er stærsti …
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Forstjóri SALMAR er á annari skoðun, telur eldi í opnum kvíum muni líða undir lok við enda áratugarins. Laxeldið er fyrst og fremst dýraníð en hingað til hefur sá þáttur ekki fengið mikið vægi. Dýragarðar þóttu áður fyrr sjálfsagðir en eru það ekki í dag.
    https://heimildin.is/grein/10658/stjornarformadur-staersta-hluthafa-arnarlax-lysir-af-hverju-sjokviaeldi-vid-strendur-landa-er-ekki-framtidin/
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár