Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ til 17 ára og sjálfstæðismaður, var meðmælandi Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögfræðings í umsóknarferlinu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í bænum. Lúðvík Örn hefur um árabil gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ og meðal annars setið í nefndum fyrir hönd flokksins og verið formaður fulltrúaráðs hans. Gunnar staðfestir þetta í samtali við blaðið.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ákvað að ráða Lúðvík Örn í starfið í byrjun mánaðarins. Ráðning Lúðvíks Arnar í starfið hefur vakið hörð viðbrögð hjá minnihlutanum í Garðabæ sökum tengsla hans og starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, lét til dæmis bóka eftirfarandi orð um ráðninguna á bæjarstjórnarfundi í byrjun febrúar þar sem gengið var frá ráðningunni: „Stjórnmálaþátttaka fólks á ekki að …
Athugasemdir (1)