Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Deilan um ráðningu Lúðvíks Arnar: „Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins“

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar í Garða­bæ, seg­ir að minni­hlut­inn í sveit­ar­fé­lag­inu sé ekki hætt­ur að gagn­rýna ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar til bæj­ar­ins. Þóra Hjaltested, sem Lúð­vík var ráð­inn fram yf­ir, seg­ist ekki ætla að tjá sig um mál­ið.

Deilan um ráðningu Lúðvíks Arnar: „Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins“
Ekki lokið Sara Dögg Svanhildardóttir segir að málinu um ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar sé ekki lokið.

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, segir að minnihlutinn í bæjarstjórn sveitarfélagsins sé ekki hættur að gagnrýna ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar í starf sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í bænum og hefur lengi Lúðvík Arnar lengi verið starfandi innan flokksins. Hann var valinn fram yfir Þóru Hjaltested, bæjarritara í Mosfellsbæ, en í ráðningarferlinu stóð valið á milli þeirra. Bæjarstjórinn, Almar Guðmundsson, vék sæti í ráðningarferlinu en þeir Lúðvík Örn eru vinir. 

Sara Dögg segir við Heimildina að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðist ekki skilja gagnrýni minnihlutans á ráðninguna.„Við eigum við pólitískan ágreining um mikilvægi gagnsæis í ráðningum sem þessu. Ég batt vonir við að fulltrúar meirihlutans myndu vilja draga einhvern lærdóm af þessu ferli og rýna þær reglur sem sveitarfélagið vinnur eftir. Þær eru ekki gallalausar og eru ekki til þess fallnar að tryggja gagnsæi og traust því miður. En það var ekki hægt að skynja að það væri nokkur áhugi á því.“ 

„Það er líkt og gagnsæi og traust skipti þau engu máli þegar kemur að veigamikill ákvörðum sem þessari.“
Sra Dögg Svanhildardóttir,
bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ

Segir gagnsæi ekki skipta Sjálfstæðisflokkinn máli

Í svörum sínum til Heimildarinnar vísar Sara Dögg til álits embættis umboðsmanns Alþingis um ráðningar í embætti þegar hún er innt eftir stöðu málsins hjá minnihlutanum í Garðabæ. „Við höfum álit umboðsmanns Alþingis sem beinir því til sveitarstjórna að skýra ráðningaferli í æðstu embættisstöður vel. Það var ekki hægt að merkja nokkurn vilja til þess að líta í eigin barm og a.m.k. gangast við því að afhending gagna til bæjarfulltrúa hefði mátt vera með öðrum hætti fyrir bæjarstjórnarfund. Að þar hefði mátt gera betur til þess að mæta þeirri skyldu ber að virða þegar kemur að upplýsingagjöf vegna mála sem eru til afgreiðslu. Að ákvörðun sé byggð á gögnum. Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins. Það er líkt og gagnsæi og traust skipti þau engu máli þegar kemur að veigamikill ákvörðum sem þessari.

Heimildin hefur sent beiðni til Garðabæjar um að fá aðgang að gögnunum um ráðningarferlið og rökstuðning fyrir því af af hverju Lúðvík Örn var ráðinn fram yfir Þóru Hjaltested. Beiðni miðilsins er í vinnslu hjá Garðabæ. 

Eitt af því sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri hefur ekki gert í málinu, þrátt fyrir að Sara Dögg hafi beðið hann um það á bæjarstjórnarfundi, að gera grein fyrir því af hverju hann vék sæti í málinu. Þetta hefur Almar enn ekki gert með beinum hætti. Í svari frá Garðabæ um þetta segir hins vegar; „Þegar starfið hafði verið auglýst upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um það að vegna tengsla við umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hafi hann ákveðið að víkja við undirbúning og meðferð málsins.“

Björg Fenger, formaður bæjarráðs, kom að ráðningunni í stað Almars. 

Hefur ekki útskýrtAlmar Guðmundsson bæjarstjóri hefur ekki útskýrt af hverju hann vék sæti í málinu.

Þóra ætlar ekki að tjá sig

Heimildin hefur haft samband við Þór Hjaltested til að fá sýn hennar á ráðningu Lúðvíks Arnar og eins til að svara því hvort hún hyggist leita réttar síns í málinu. Þór vill hins vegar ekki tjá sig um málið: „Ég er ekki á landinu en ég hyggst ekki tjá mig um þetta mál.

Þóra vill þráspurð ekki svara því hvort hún ætli að leita réttar síns í málinu gagnvart Garðabæ eða ekki. 

Í svari frá Garðbæ kemur fram að samstaða hafi verið um ráðningarferlið hjá meirihlutanum og minnihlutanum. „Í fundargerðum bæjarstjórnar og bæjarráðs kemur fram að samstaða var hjá meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um ráðningarferlið á öllum stigum. Þar á meðal að formaður bæjarráðs tæki stöðu bæjarstjóra.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ráðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðu­neyt­ið tel­ur sig ekki getað at­hug­að ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar í Garða­bæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.
Fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var meðmælandi Lúðvíks
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ var með­mæl­andi Lúð­víks

Gunn­ar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, var með­mæl­andi Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf sviðs­stjóra hjá bæn­um. Lúð­vík Örn hef­ur um ára­bil gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Meiri­hlut­inn í Garða­bæ ákvað að ráða Lúð­vík Örn fram yf­ir konu sem er bæj­ar­rit­ari í Mos­fells­bæ.
Rökstuðningur Garðabæjar fyrir að ráða Lúðvík Örn: „Þetta er bara stórfurðulegt mál“
SkýringRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Rök­stuðn­ing­ur Garða­bæj­ar fyr­ir að ráða Lúð­vík Örn: „Þetta er bara stór­furðu­legt mál“

Ráðn­ing Garða­bæj­ar á Lúð­vík Erni Stein­ars­syni, sem gegnt hef­ur mörg­um trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, í starf sviðs­stjóra fjár­mála- og stjórn­sýslu­sviðs Garða­bæj­ar hef­ur vak­ið hörð við­brögð hjá minni­hlut­an­um í bæn­um. Rök­stuðn­ing­ur Bjarg­ar Fenger, for­manns bæj­ar­ráðs, fyr­ir ráðn­ing­unni bend­ir til að Lúð­vík Örn hafi ekki upp­fyllt öll hæfni­við­mið­in en vís­að er til „heild­stæðs mats“ á hon­um.
Vinur bæjarstjórans í Garðabæ ráðinn fram yfir konu sem metin var jafn hæf
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Vin­ur bæj­ar­stjór­ans í Garða­bæ ráð­inn fram yf­ir konu sem met­in var jafn hæf

Geng­ið var fram­hjá bæj­ar­lög­manni Mos­fells­bæj­ar, Þóru Hjaltested í ráðn­ing­ar­ferl­inu þrátt fyr­ir að hún hafi gegnt sam­bæri­legu starfi. Lúð­vík Örn Stein­ars­son er starf­andi inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ og sit­ur í nefnd­um á veg­um flokks­ins. Bæj­ar­stjór­inn í Garða­bæ, Alm­ar Guð­munds­son, sagði sig frá ráðn­ing­ar­ferl­inu en ekki ligg­ur fyr­ir af hverju.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár