Öll nútímasamfélög ganga fyrir orku. Nýting hinna hreinu orkulinda landsins er gríðarmikilvæg en hún takmarkast af vilja til að breyta og raska umhverfi okkar. Þar eiga hliðstæðar reglur að gilda um beislun vindorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Gera á kröfu um að við framkvæmdir, sem þurfa að fara í umhverfismat, skuli aflað sérstakrar tryggingar fyrir því að mannvirki verði fjarlægð og náttúrunni komið í fyrra horf, þegar notuð eru efni sem ekki grotna niður.
Hingað til höfum við ekki þurft að hafa áhyggjur af því að mannvirki sem gjaldþrota fyrirtæki skilja eftir sig, öðlist „eilíft líf“.
Flest byggingarefni, þ.m.t. ste
Nú eru uppi hugmyndir um að risavaxin mannvirki, gerð úr „tveggja þátta“ plastefni, trefjaplasti, verði reist víða um land. Þetta eru vindmyllur.
Trefjaplastið úr föllnum vindmyllum er alls staðar urðað, því ekki finnast leiðir til að endurvinna það. Að vísu má leysa það upp með ediksýru, sem myndar þá enn verra spilliefni. Allt okkar líf byggist með einhverjum hætti á hagnýtingu náttúrunnar. Ef við umgöngumst hana af virðingu er líklegra að samstaða verði um nýtinguna. Meðal þess sem þarf að vera tryggt er að náttúrunni verði skilað og komið í fyrra horf, að nýtingu lokinni. Þetta þarf þó að vera háð vilja fólks í nærumhverfinu.
„Allt okkar líf byggist með einhverjum hætti á hagnýtingu náttúrunnar.“
Vindmyllur falla í fárviðri og ísingu og sumar brenna. Í slíkum tilvikum hafa spilliefni dreifst um náttúruna.
Miðað við þau gríðarlegu áform sem nú eru uppi um stofnun og rekstur vindorkuvera er knýjandi að þessum málum verði komið í það horf að fjárfestarnir reikni með kostnaði af þessu tagi í arðsemisútreikningum sínum.
Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
https://www.youtube.com/watch?v=fFxxh6uJB8o