Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Eitthvert helvítis asnastrik suðrá Balkanskaga“

Á þessu ári eru rétt 110 ár frá upp­hafi fyrri heims­styrj­ald­ar. Af því til­efni verð­ur flækj­u­sag­an á ár­inu með óreglu­legu milli­bili helg­uð þeim hroða­lega hild­ar­leik sem Evr­ópu­bú­ar og raun­ar mann­kyn­ið allt sýp­ur enn seyð­ið af.

„Eitthvert helvítis asnastrik suðrá Balkanskaga“

Um árið 1000 ET voru nokkur slavnesk furstadæmi komin til sögunnar á norðvestanverðum Balkanskaga. Þau helstu voru kennd við Króata og Serba. Nágrannarnir voru sýnu öflugri en þessi slavnesku ríki: Býsansríkið í suðri, Ungverjar í norðri og Búlgarar í austri en þeir höfðu að vísu tekið upp slavneska háttu og tungumál þegar þarna var komið sögu. Á 11. öldinni gerðist sá afdrifaríki atburður að full vinslit urðu milli kirkjudeilda í Róm annars vegar og Konstantínópel hins vegar. Króatar ákváðu þá að binda trúss sitt við hina kaþólsku kirkju í Róm, enda höfðu þeir þegar margvísleg tengsl í vestur og höfðu til dæmis tekið upp latínuletur. Serbar treystu hins vegar á rétttrúnaðarkirkjuna í Býsans og héldu áfram að skrifa á hinu svonefnda kýrillíska letri.

Tyrkir birtast á Balkanskaga

Þarna má segja að tvær ólíkar þjóðir hafi farið að þróast fyrir alvöru. Króatar og Serbar töluðu þó áfram (nánast) sama tungumálið og áttu yfirleitt samleið.

Á 14. öld birtist óvænt nýtt og öflugt veldi á Balkanskaga. Þar voru komnir Tyrkir, höfðu tekið íslamstrú þrem öldum fyrr og reyndust nú næsta ósigrandi. Um þær mundir var furstadæmi Serba býsna stöndugt en í orrustu í Kosovo 1389 voru Serbar og bandamenn þeirra gersigraðir af Tyrkjum. Ósigurinn var gríðarlegt áfall fyrir Serba, bæði þá og síðar, og má segja að hafi mótað þjóðarsálina ef slíkt fyrirbæri er þá til. Tyrkir lögðu Serbíu ekki að fullu undir sig fyrr en mörgum áratugum síðar en ósigurinn við Kosovo hefur í vitund Serba orðið að ógróandi holundarsári sem sannar þeim að hættulegur óvinur að utan sitji alltaf og ævinlega um hina prúðu og hjartahreinu þjóð þeirra.

Undir oki Tyrkja í aldir

Í rúm 300 ár var Serbía svo hersetin af Tyrkjum sem þá höfðu náð öllum Balkanskaga og gert sér höfuðborg í hinni fornu Konstantínópel. Um tíma ógnuðu Tyrkir gervallri Mið-Evrópu en þýska hertogadæmið Austurríki varð sá brimbrjótur sem sóknir Tyrkja brotnuðu ævinlega á. Smátt og smátt söfnuðust fleiri héruð undir Habsborgar-ættina sem réði Austurríki, hertogar þar urðu keisarar og nýtt evrópskt stórveldi var risið á 18. öld.

Snemma á 19. öld var ljóst að þróttur Tyrkjaveldis fór mjög minnkandi. Þá gerðu Serbar uppreisn og tókst í nokkrum áföngum að brjótast undan valdi Konstantínópel. Segja má að sjálfstæðið hafi verið tryggt í raun 1830. Um þær mundir höfðu Serbar eignast mjög öflugan bandamann sem var hið ört vaxandi veldi Rússlands. Rússar þráðu að ná Konstantínópel og gerðu margar tilraunir til þess á 19. öld og studdu þá um leið Serba til að veikja Tyrki.

Serbía og nágrenni árið 1914

Serbía endurheimtir sjálfstæði

Serbar voru mjög eðlilegir bandamenn fyrir Rússa, ekki síst vegna þess að þeir deildu sama trúfélagi. Serbar höfðu varðveitt sína rétttrúnaðarkirkju af mikilli hind allan tímann undir stjórn Tyrkja og þar með í reynd sína „austurslavnesku“ menningu. Um það leyti sem Serbía fékk sjálfstæði var Króatía hins vegar komin undir stjórn Austurríkis og síðar á öldinni náðu Austurríkismenn líka eiginlegum yfirráðum í Bosníu, þótt Tyrkir héldu þar áfram um stjórnartaumana að nafninu til.

Árið 1882 lýstu Serbar yfir stofnun konungsríkis með tilstyrk stórveldanna og urðu þá að fullu og formlega sjálfstæðir. Fram undir þetta höfðu samskipti þeirra við nágrannana í ríki Habsborgara (sem nú hét Austurríki-Ungverjaland) verið með ágætum en fóru nú heldur að versna.

Vináttan við Rússa

Margt kom til. Náin og æ nánari vinátta Serba og Rússa fór í taugarnar á Habsborgurum enda litu þeir á Rússland sem helsta keppinaut sinn bæði um yfirráð yfir vestari hluta Úkraínu og áhrifavald yfir Balkanskaga. Austurríkismenn litu á löndin og héruðin á Balkanskaga, sem nú voru óðum að brjótast undan Tyrkjum, sem sinn „bakgarð“, bæði efnahagslega og pólitískt, en Serbar vildu engum háðir vera og þráðu að keppa við Habsborgara á sviði landbúnaðarframleiðslu, tollamála, járnbrautarlagningar og fleira.

Þá fór ekkert á milli mála að Serbar vildu ólmir endurheimta þann stórveldissess á Balkanskaga sem þeir töldu sig hafa misst á 14. öld. Þeir fóru lítið í felur með að þeir vildu safna Króötum, Slóvenum og fleiri frændþjóðum undir sinn verndarvæng og með vaxandi þjóðernishyggju virtist sú hugmynd reyndar næsta eðlileg að „Suðurslavar“ á Balkanskaga mynduðu sameiginlegt ríki.

Vildu aðgang að sjó

Serbar voru þó fyrst og fremst að hugsa þá um að stækka Serbíu og taka að sér stjórn á frændgarði sínum. Þjóðernisofstopi fór mjög að segja til sín með Serbum strax á 19. öld og allt að 150.000 Albanir í Serbíu voru til dæmis reknir með hörku frá heimilum sínum og enduðu flestir slyppir og snauðir í Kosovo. Þrátt fyrir mikilvægi héraðsins í sögu Serba taldist héraðið þá ekki til Serbíu, heldur enn til Tyrkjaveldis  en þar bjuggu næstum eingöngu Albanir.

Auk þjóðernishugmynda höfðu bláberir eiginhagsmunir líka sitt að segja um ásælni Serba í vesturátt – þeir vildu fá aðgang að sjó við Adríahafið og Króatía var vegna náinna tengsla við Vesturlönd komin lengra á braut nútímavæðingar og velsældar en Serbía. 

Í bæði Króatíu og Bosníu stóð Austurríki-Ungverjaland í bili gallhart gegn ásælni Serba í lönd í vestri. Konungar Serbíu tóku því þann kost að friðmælast við Vínarvaldið og ágreiningsefnum var sópað undir teppi í bili. Eftir því sem hrun Tyrkjaveldis færðist í aukana jukust möguleikar Serba að ná þar fleiri svæðum.

Kóngur og drottning drepin!

Árið 1903 breyttist saga Serbíu í einu vetfangi þegar herskáir herforingjar rændu völdum í landinu með því að myrða konungshjónin Alexander og Drögu Mašin. Fyrir því voru ýmsar ástæður en ekki síst sú trú herforingjanna að Alexander væri orðinn of undirgefinn Habsborgurum.

Á því varð nú breyting þegar Pétur 1. varð kóngur í stað Alexanders. Serbar hófu strax að brjótast undan efnahagslegu valdi Habsborgara og leituðust til dæmis við að efla samskipti við bæði Frakka og Þjóðverja, auk þess að styrkja á ný vináttu sína við Rússa. Austurríkismenn brugðust illa við og settu háa tolla á það svínakjöt sem Serbar höfðu flutt út til þeirra í miklu magni en svínakjötið var helsta útflutningsvara Serba. Braust þá út hið svonefnda svínastríð milli Austurríkis-Ungverjalands og Serbíu 1906–1908 en það var að vísu ekki háð á vígvöllum, heldur einungis í stjórnarskrifstofum.

Bosnía innlimuð

Árið 1908 innlimuðu Austurríkismenn svo Bosníu formlega í ríki sitt, meðal annars og ekki síst til að sporna gegn því að Serbar þar í héraði (og raunar Króatíu líka) tækju að líta sameiningu við Serbíu of hýru auga. Þetta fannst Serbum slík svívirða við sig og serbneska Bosníumenn að síðan var fullur og vaxandi fjandskapur með ríkjunum.

Serbía styrkti svo stöðu sína á miðjum Balkanskaga með stríðsátökum við nágranna sína 1912 og 1913. Þá tóku þeir meðal annars Kosovo-hérað og byrjuðu strax að kúga albanska íbúa; mörg þúsund Albanir voru hreinlega drepnir. Því miður er saga Serbíu eitt sorglegt dæmi af svo alltof mörgum um gervalla mannkynssöguna að kúgaðar þjóðir eiga til að hefja sjálfar að kúga aðra, undir eins og þær fá tækifæri til.

Pétur 1. var talinn að flestu leyti afar frjálslyndur, hann vildi nútímavæða hið frumstæða ríki sitt og bæta mannréttindi.

En fyrst og fremst fyrir Serba, því miður.

Kennum Serbum lexíu!

Nú var gremja Habsborgara í garð Serba orðin mikil. Keisaradæmið var samsafn ólíkra þjóða, flestra slavneskra, og í Vín og Búdapest óttuðust menn að stöndug og staffírug Serbía yrði öðrum þjóðum fyrirmynd að slíta sig úr tengslum við ríkið. Þótt Austurríki-Ungverjaland væri víðáttumikið vissu allir sem vildu vita að innviðir ríkisins voru orðnir helstil feysknir og það myndi vart þola mikla ágjöf.

Jafnframt voru nú taldar auknar líkur á átökum stórvelda álfunnar og þá mátti búast við nýrri sókn Rússa inn í vesturhluta Úkraínu, Pólland og suður á Balkanskaga. Habsborgurum fannst óþægileg tilhugsun að vita þá af nánum bandamönnum Rússa í bakgarðinum hjá sér. Það eru ekki nema rúmir 300 kílómetrar af sléttu landi milli Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og Búdapest, og rétt rúmir 500 til Vínar. Fyrir styrjöld stórveldanna fannst Habsborgurum því góð hugmynd að vera þá búnir að knésetja Serba sem duglegast.

Kenna þeim ærlega lexíu, með öðrum orðum.

„Nautið“ kemur til sögunnar

Haft var eftir Bismarck, kanslara Þýskalands, að „næsta stórstyrjöld Evrópu munu kvikna af einhverju helvítis asnastriki suður á Balkanskaga“.

„Í Belgrad voru líka menn sem vildu átök. Þar á meðal var ofurstinn Dragutin Dimitrijevi sem var kallaður Nautið. Ferlegasti maður alveg hreint.“

Og það gekk eftir. Því í Belgrad voru líka menn sem vildu átök. Þeir þráðu að veita Austurríki-Ungverjalandi eitthvert það högg sem dygði til að auka líkur á sameiningu Suðurslava undir serbneskri stjórn. Þar á meðal var ofurstinn Dragutin Dimitrijevi sem var kallaður Nautið. Ferlegasti maður alveg hreint. Hann hafði stofnað leynifélagið Svörtu höndina til að annast morðin á Serbakóngi og drottningu 1903 og vorið 1914 ákvað Nautið að gera morðingja sína út á ný.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Illugi Jökulsson þú átt heiður skilið fyrir að nota FT og ET í staðin fyrir kristlinga tímatalið.
    Hattur ofan fyrir þér Illugi Jökulsson!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár