Ísraelsher undirbýr innrás sína í borgina Rafah á Gaza-svæðinu, þar sem 1,5 milljón manns hafa leitað skjóls, eða um 65% af íbúafjöldanum á gervöllu Gaza-svæðinu, í borg sem áður bjuggu í 250 þúsund manns. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur nú fyrirskipað hernum að „rýma Rafah“ þar sem innrásin eigi að hefjast bráðlega. Það veit þó enginn hvað slík rýming felur í sér, enda er ástæða þess að svo margt fólk hafi flúið til Rafah að það var eina „örugga“ svæðið sem eftir stóð á Gaza-svæðinu, samkvæmt tilmælum Ísraelshers. Sprengjum hefur þó rignt yfir Rafah undanfarna daga.
Rafah er „lokað fangelsi“ þar sem „saur renni um göturnar“ vegna mannmergðar. Mannfall „tvöfaldist eða þrefaldist“ ef Ísraelar noti sömu vopn þar.
Mannréttindasamtök á svæðinu segja ómögulegt að færa fólkið til, umsátrið hafi þrengt svo að borginni að engin undankomuleið sé eftir. Læknir, doktor Santosh Kumar …
Athugasemdir (5)