Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjölskyldan frá Gaza er á leið til landsins

Móð­ir og þrír dreng­ir henn­ar sem set­ið hafa föst á Gaza, þrátt fyr­ir að vera með dval­ar­leyfi á Ís­landi, eru nú á leið til lands­ins. Með í för eru rit­höf­und­arn­ir Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir auk Maríu Lilju Þrast­ar­dótt­ur fjöl­miðla­konu. Ís­lensku kon­urn­ar þrjár hafa und­an­farna viku unn­ið að því að hjálpa mæðg­in­un­um kom­ast frá átaka­svæð­inu og til fjöl­skyldu­föð­ur­ins sem býr á Ís­landi.

Fjölskyldan frá Gaza er á leið til landsins
Fyrsta fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur hjálpuðu að komast frá Gaza er nú leið til landsins

Fyrsta fjölskyldan, sem þrjár íslenskar konur hafa undanfarið aðstoðað við að komast frá Gaza, er nú á leið til landsins. Gert er ráð fyrir að flugvél þeirra lendi í Keflavík um tvöleytið í dag. Um er að ræða konu og þrjá syni hennar sem hafa verið innlyksa í Gazaborg þar sem blóðug átök hafa geisað síðastliðna fimm mánuði. 

Fjölskyldan fékk dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en eiginmaður konunnar og faðir drengjanna þriggja er búsettur hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki beitt sér fyrir því að aðstoða fólk með samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar við að komast frá átakasvæðinu og til landsins.

Viðbragðsleysi stjórnvalda í þessum efnum hefur valdið miklu fjaðrafoki og mótmæli hafa staðið yfir á Austurvelli frá því í desember í fyrra. Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir ákváðu í stað þess að bíða álengdar að hefja vinnuna við að safna nöfnum þeirra sem sitja fastir á Gaza með samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

Í síðustu viku flugu konurnar þrjár út með listann með það fyrir augum að koma sem flestum frá Gaza og flytja þá til ástvina þeirra á Íslandi. Konunum hefur nú tekist að koma tveimur fjölskyldum í skjól. Önnur er á leiðinni til landsins og hin er enn sem komið er stödd í Kaíró.

Í samtali við Heimildina sögðust Bergþóra, Kristín og María Lilja myndu halda björgunarstarfinu áfram þangað til að utanríkisráðuneytið brygðist við og tæki við af þeim. „Við munum svo halda áfram að selflytja fólk heim til Íslands þar til ráðuneytið sendir fólk hingað. Þá getum við farið heim,“ sagði Kristín á dögunum.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár