Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Árni Oddur fékk 322 milljónir króna frá Marel í fyrra

Fyrr­ver­andi for­stjóri Mar­el, sem hætti skyndi­lega störf­um í fyrra­haust eft­ir ára­tug í stöð­unni, var með 14,9 millj­ón­ir króna á mán­uði í laun í fyrra. Hann fékk auk þess ein­skipt­is­greiðslu upp á 158 millj­ón­ir króna.

Árni Oddur fékk 322 milljónir króna frá Marel í fyrra
Hættur eftir áratug Árni Oddur Þórðarson steig til hliðar sem forstjóri Marel í fyrrahaust eftir að Arion banki hafði gert veðkall hjá honum. Mynd: Aðsend

Árni Oddur Þórðarson, sem hætti sem forstjóri Marel snemma í nóvember í fyrra eftir áratug í því starfi, fékk alls greiddar 2.159 þúsund evrur, tæplega 322 milljónir króna, í laun og aðrar greiðslur frá félaginu í fyrra. Hann fékk um 1,1 milljón evra, um 163,5 milljónir króna, í laun, liífeyrissjóðsgreiðslur og bónus, sem var 210 þúsund evrur eða 31,3 milljónir króna. Það þýðir að laun Árna Odds, að bónusnum meðtöldum, voru 14,9 milljónir króna að meðaltali á síðasta ári, miðað við að hann starfaði hjá Marel í ellefu mánuði. 

Til viðbótar við þetta fékk Árni Oddur greidda rúma milljón evra, 1.062 þúsund slíkar, í það sem kallast „Extraordinary items“, um 158,3 milljónir króna. Þar er um að ræða einskiptisgreiðslur sem tengjast því að hann hætti störfum. Árni Sigurðsson tók við af Árna Oddi sem forstjóri Marel.

Marel, sem er næst verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni, er metið á um 375 milljarða króna. Félagið skilaði 31 milljón evra, um 4,6 milljarða króna, hagnaði á árinu 2023. Það er næstum helmingi minni hagnaður en Marel skilaði ári áður. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að „ó ljósi áskorana í ytra efnahagsumhverfi og starfsumhverfi viðskiptavina, sem og óvissu um hvenær vænta má viðsnúnings á mörkuðum, hafa stjórnendur Marel endurskoðað áætlanir félagsins bæði fyrir árið 2024 og til meðallangs tíma.“

Þar segir að félagið geri ráð fyrir tekjusamdrætti og lægri afkomu á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs sem skýrist af lágri stöðu pantanabókar, sem samsvarar 34 prósent af tekjum síðustu tólf mánaða, og lágu hlutfalli pantana fyrir stærri verkefni á síðustu ársfjórðungum.

Barátta um yfirráð í Marel

Mikil dramatík hefur verið í kringum Marel síðustu mánuði. Stærsti eigandi Marel er Eyrir Invest sem á tæplega fjórðungshlut í Marel. Þangað til fyrir skemmstu áttu feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson 38,5 prósent í Eyri Invest. Arion banki framkvæmdi hins vegar veðkall á lánum til Árna Odds í lok október í fyrra og leysti til sín hluta af eignum feðganna. Það veðkall leiddi til afsagnar Árna Odds sem forstjóra Marels. Feðgarnir eru þó áfram sem áður langstærstu eigendur Eyris Invest.

Heimildin greindi frá því í ítarlegri umfjöllun í haust að hörð átök væru um yfirráð í félaginu á bakvið tjöldin. Hópur í kringum feðgana taldi að Arion banki hefði með athæfi sínu verið að reyna að tryggja Sam­herja og fjárfestingafélaginu Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el á miklu undirverði.

Árni Oddur, var um tíma í greiðslustöðvun á meðan að unnið var úr hans málum þessu tengd. 

Í millitíðinni hafði hann beina aðkomu að því að fá John Bean Technologies Corporation (JBT), bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Chicago, að því að leggja fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um taka yfir Marel. Hann kom að málinu sem ólaunaður ráðgjafi og Eyrir Invest hefur gert samkomulag við JBT um stuðning við yfirtökuna. 

Mun verða tvískráð

Eftir að hafa hafnað fyrstu tilboðum JBT samþykkti stjórn Marel að ganga til frekari viðræðna við fyrirtækið í síðasta mánuði eftir að það hækkaði tilboð sitt í annað sinn. Það var gert á grundvelli tilboðs um að greiða 538 krónur á hlut, sem er 14,3 prósent hærra en það sem JBT bauð upphaflega og 9,5 prósent hærri en núverandi markaðsvirði Marels. 

Í skil­mál­um og fyr­ir­vör­um vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­ JBT kom meðal ann­ars fram að fyrirtækið myndi greiða fyr­ir hluti í Mar­el geti verið með reiðufé, með hlut­um í JBT, eða með blöndu af reiðufé og hlut­um í JBT. Gert er ráð fyr­ir að hlut­haf­ar í Mar­el muni eign­ast um 38 prósent hluta­fjár hins sam­einaða fé­lags, en það er skráð á markað í New York í Banda­ríkj­un­um.

Verði að komi að sam­ein­ingu mun fé­lagið bera nafnið JBT Mar­el Corporation og vera bæði skráð í Banda­ríkj­un­um og í ís­lensku Kaup­höll­inni. Sam­einað fé­lag muni starf­rækja evr­ópsk­ar höfuðstöðvar og tækniþró­un­ar­set­ur í Garðabæ, en höfuðstöðvar fé­lags­ins verða í Chicago í Banda­ríkj­un­um.

Árni Oddur stofnaði fjárfestingafélag utan um eftirstandandi 14 prósent hlut sinn í Eyri Invest fyrr á þessu ári. Það félag heitir Sex Álnir ehf., og stofnhlutafé þess er fjórir milljarðar króna. Sjálfur er Árni Oddur stærsti hluthafi félagsins með 38,5 prósent hlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir í gegnum Bóksal ehf., Kristján Loftsson í gegnum Hval hf., Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti eigandi Ísfélagsins og félag í eigu Jakobs Valgeirs útgerðarmanns.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár