Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu

„Ís­lenska fyr­ir alla“ er þró­un­ar­verk­efni sem hófst fyr­ir fimm ár­um. Afrakst­ur­inn mun brátt líta dags­ins ljós: Smá­for­rit­ið Lísa á að auð­velda inn­flytj­end­um að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi og efl­ast á vinnu­mark­aði á sama tíma.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu
Lísa Ásdís Helga Bjarnadóttir, Tinna K. Halldórsdóttir og Gabríel Arnarsson eru hluti af teymi hjá Austurbrú sem er að þróa app þar sem sjónum er beint að atvinnumiðuðum orðaforða en með appinu verður hægt er að læra á samfélagið samhliða grunnatriðum íslenskunnar. Mynd: Aðsend

Smáforritið Lísa er ekki aðeins app til að læra íslensku heldur er því ætlað að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eflast á vinnumarkaði. „Við erum með það að leiðarljósi að þetta er lykillinn inn í samfélagið fyrir þennan hóp,“ segir Gabríel Arnarsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem hóf þróunarverkefni í íslensku fyrir útlendinga sem fékk nafnið „Íslenska fyrir alla“. Um sannkallað þróunarverkefni er að ræða, enda heitir það nú „Lís.a – lærum íslensku“, og verður kennslutæki í formi smáforrits fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku. 

Íslenska fyrir allaAppið Lísa mun brátt líta dagsins ljós.

Með Lísu er verið að koma til móts við ákall  innflytjenda og atvinnulífsins um að kenna, samhliða grunnatriðum íslenskunnar, atvinnumiðaðan orðaforða og hagnýta samfélagsfræðslu, óháð búsetu og vinnutíma nemandans. 

Austurbrú er verkefnastofa sem vinnur að hgagsmunum og framþróun stofnana og fyrirtækja á Austurlandi þar sem erlent vinnuafl eykst í takt við þróun annars staðar á landinu. Austurbrú hefur staðið að íslenskukennsku fyrir útlendinga í fjölmörg ár og Gabríel segir að sú reynsla sem skapast hefur á þeim árum muni koma að góðu gagni við vinnslu Lísu. Auk þess koma hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur og máltæknifyrirtækið Miðeind að þróun Lísu. 

Aðstoð við að komast inn í samfélagið

„Við ætlum að samtvinna hæfileika þessara þriggja aðila og búa til vöru sem kemur til með að gagnast innflytjendum við að læra íslensku og við að komast inn í samfélagið. Eins og við vitum þá getur verið ofboðslega erfitt fyrir útlendinga að sækja íslenskunámskeið, vegna vinnu og þess háttar, margir vinna vaktavinnu,“ segir Gabríel. 

Síðastliðin 20 ár hefur innflytjendum fjölgað úr tæplega sex þúsund í rúmlega sjötíu þúsund. Í fyrra voru innflytjendur orðnir 71.500 talsins, eða um 18 prósent íslensku þjóðarinnar. Ef eingöngu er horft til aldursflokksins 26–36 ára er hlutfall erlendra ríkisborgara um þrjátíu prósent og þá hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr rúmlega fimm prósent af öllum starfandi í rúmlega 20 prósent árið 2022. Þessi mikla fjölgun undirstrikar notagildi og mikilvægi Lísu að sögn Gabríels.

Stór hluti innflytjenda talar ekki íslensku, en samkvæmt mati innflytjenda á eigin færni í íslensku, sem Lara Hoffman, Markus Meckl og Kjartan Ólafsson við Háskólann á Akureyri stóðu að, telur einungis fimmtungur innflytjenda færni sína í íslensku frekar eða mjög góða.

Kennslutæki sem virkar

Þróun Lísu hefur nú staðið yfir í um fimm ár og í ferlinu hefur verið leitað til nemenda sem sótt hafa íslenskunámskeið hjá Austurbrú. „Við viljum koma kennslutæki í hendur þessa hóps sem virkar. Þess vegna höfum við lagt upp með það að taka okkur tíma í þetta. Til dæmis fórum við í orðasafnanir og söfnun á hljóðgögnum núna í haust sem nýtast Miðeind við að gera sínar máltæknilausnir sem hjálpa til við að greina framburð og þess háttar,“ segir Gabríel. 

Lísa er hugsuð sem sjálfstætt kennslutæki sem notendur geta nálgast á eigin forsendum á eigin tíma, þeim að kostnaðarlausu. Þar fyrir utan verður boðið upp á þann möguleika að útvíkka notkunina með því að bjóða upp á kennslu. „Þannig geta notendur nálgast íslenskukennara og fengið endurgjöf á sínum lærdómi,“ segir Gabríel. 

En hvernig á Lísa að auðvelda innflytjendum að eflast á vinnumarkaði? 

„Við leggjum upp með að notandinn geti tilgreint upplýsingar eins og við hvað hann vinnur og geti þá fengið orðaforða sem tengist þeirri vinnu,“ segir Gabríel og nefnir fiskvinnslu sem dæmi. Þannig er hægt að velja sérstakan „fiskvinnsluorðaforða“ í Lísu. „Þar lærir þú allt það helsta sem tengist vinnu í fiskiðnaði. Þetta eru orðalistar sem eru unnir í samstarfi við fyrirtæki,“ segir Gabríel. Búlandstindur á Djúpavogi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið Austurbrú innan handar og búið til sérstakan orðalista sem gagnast starfsfólki fiskvinnslunnar. „Við komum til með að þróa atvinnumiðaða orðaforðann í samstarfi við fyrirtæki svo þetta sé sá orðaforði sem þörf er á.“

Orðaforði sem nýtist í starfi„Get ég fengið nýja hanska?“ er dæmi um atvinnumiðaðan orðaforða sem er að finna í appinu.

„Viltu kvittun?“

„Hagnýt samfélagsfræðsla“ er eitt af markmiðum Lísu. „Það eru bara hlutir eins og „kennitala“ sem er nauðsynlegt að kunna. Einnig ætlum við að samtvinna inn í appið kortalausn, hvort sem hún verði raunkort eða ekki, þar sem er hægt að velja að fara í búð eða á heilsugæslu og læra um leið orðaforða. Ef notandinn velur að fara í búð fær hann upp orðalista með orðum eins og „viltu kvittun?“ og öðrum orðum sem koma að gagni í búðarferðinni,“ segir Gabríel. 

Stóra markmiðið er að skapa breiðan grunn fyrir þau sem vilja læra íslensku með Lísu sem kennslutæki. Vonir standa til að hefja notendaprófanir „bara mjög fljótlega“ að sögn Gabríels.       

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár