Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu

„Ís­lenska fyr­ir alla“ er þró­un­ar­verk­efni sem hófst fyr­ir fimm ár­um. Afrakst­ur­inn mun brátt líta dags­ins ljós: Smá­for­rit­ið Lísa á að auð­velda inn­flytj­end­um að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi og efl­ast á vinnu­mark­aði á sama tíma.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu
Lísa Ásdís Helga Bjarnadóttir, Tinna K. Halldórsdóttir og Gabríel Arnarsson eru hluti af teymi hjá Austurbrú sem er að þróa app þar sem sjónum er beint að atvinnumiðuðum orðaforða en með appinu verður hægt er að læra á samfélagið samhliða grunnatriðum íslenskunnar. Mynd: Aðsend

Smáforritið Lísa er ekki aðeins app til að læra íslensku heldur er því ætlað að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eflast á vinnumarkaði. „Við erum með það að leiðarljósi að þetta er lykillinn inn í samfélagið fyrir þennan hóp,“ segir Gabríel Arnarsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem hóf þróunarverkefni í íslensku fyrir útlendinga sem fékk nafnið „Íslenska fyrir alla“. Um sannkallað þróunarverkefni er að ræða, enda heitir það nú „Lís.a – lærum íslensku“, og verður kennslutæki í formi smáforrits fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku. 

Íslenska fyrir allaAppið Lísa mun brátt líta dagsins ljós.

Með Lísu er verið að koma til móts við ákall  innflytjenda og atvinnulífsins um að kenna, samhliða grunnatriðum íslenskunnar, atvinnumiðaðan orðaforða og hagnýta samfélagsfræðslu, óháð búsetu og vinnutíma nemandans. 

Austurbrú er verkefnastofa sem vinnur að hgagsmunum og framþróun stofnana og fyrirtækja á Austurlandi þar sem erlent vinnuafl eykst í takt við þróun annars staðar á landinu. Austurbrú hefur staðið að íslenskukennsku fyrir útlendinga í fjölmörg ár og Gabríel segir að sú reynsla sem skapast hefur á þeim árum muni koma að góðu gagni við vinnslu Lísu. Auk þess koma hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur og máltæknifyrirtækið Miðeind að þróun Lísu. 

Aðstoð við að komast inn í samfélagið

„Við ætlum að samtvinna hæfileika þessara þriggja aðila og búa til vöru sem kemur til með að gagnast innflytjendum við að læra íslensku og við að komast inn í samfélagið. Eins og við vitum þá getur verið ofboðslega erfitt fyrir útlendinga að sækja íslenskunámskeið, vegna vinnu og þess háttar, margir vinna vaktavinnu,“ segir Gabríel. 

Síðastliðin 20 ár hefur innflytjendum fjölgað úr tæplega sex þúsund í rúmlega sjötíu þúsund. Í fyrra voru innflytjendur orðnir 71.500 talsins, eða um 18 prósent íslensku þjóðarinnar. Ef eingöngu er horft til aldursflokksins 26–36 ára er hlutfall erlendra ríkisborgara um þrjátíu prósent og þá hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr rúmlega fimm prósent af öllum starfandi í rúmlega 20 prósent árið 2022. Þessi mikla fjölgun undirstrikar notagildi og mikilvægi Lísu að sögn Gabríels.

Stór hluti innflytjenda talar ekki íslensku, en samkvæmt mati innflytjenda á eigin færni í íslensku, sem Lara Hoffman, Markus Meckl og Kjartan Ólafsson við Háskólann á Akureyri stóðu að, telur einungis fimmtungur innflytjenda færni sína í íslensku frekar eða mjög góða.

Kennslutæki sem virkar

Þróun Lísu hefur nú staðið yfir í um fimm ár og í ferlinu hefur verið leitað til nemenda sem sótt hafa íslenskunámskeið hjá Austurbrú. „Við viljum koma kennslutæki í hendur þessa hóps sem virkar. Þess vegna höfum við lagt upp með það að taka okkur tíma í þetta. Til dæmis fórum við í orðasafnanir og söfnun á hljóðgögnum núna í haust sem nýtast Miðeind við að gera sínar máltæknilausnir sem hjálpa til við að greina framburð og þess háttar,“ segir Gabríel. 

Lísa er hugsuð sem sjálfstætt kennslutæki sem notendur geta nálgast á eigin forsendum á eigin tíma, þeim að kostnaðarlausu. Þar fyrir utan verður boðið upp á þann möguleika að útvíkka notkunina með því að bjóða upp á kennslu. „Þannig geta notendur nálgast íslenskukennara og fengið endurgjöf á sínum lærdómi,“ segir Gabríel. 

En hvernig á Lísa að auðvelda innflytjendum að eflast á vinnumarkaði? 

„Við leggjum upp með að notandinn geti tilgreint upplýsingar eins og við hvað hann vinnur og geti þá fengið orðaforða sem tengist þeirri vinnu,“ segir Gabríel og nefnir fiskvinnslu sem dæmi. Þannig er hægt að velja sérstakan „fiskvinnsluorðaforða“ í Lísu. „Þar lærir þú allt það helsta sem tengist vinnu í fiskiðnaði. Þetta eru orðalistar sem eru unnir í samstarfi við fyrirtæki,“ segir Gabríel. Búlandstindur á Djúpavogi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið Austurbrú innan handar og búið til sérstakan orðalista sem gagnast starfsfólki fiskvinnslunnar. „Við komum til með að þróa atvinnumiðaða orðaforðann í samstarfi við fyrirtæki svo þetta sé sá orðaforði sem þörf er á.“

Orðaforði sem nýtist í starfi„Get ég fengið nýja hanska?“ er dæmi um atvinnumiðaðan orðaforða sem er að finna í appinu.

„Viltu kvittun?“

„Hagnýt samfélagsfræðsla“ er eitt af markmiðum Lísu. „Það eru bara hlutir eins og „kennitala“ sem er nauðsynlegt að kunna. Einnig ætlum við að samtvinna inn í appið kortalausn, hvort sem hún verði raunkort eða ekki, þar sem er hægt að velja að fara í búð eða á heilsugæslu og læra um leið orðaforða. Ef notandinn velur að fara í búð fær hann upp orðalista með orðum eins og „viltu kvittun?“ og öðrum orðum sem koma að gagni í búðarferðinni,“ segir Gabríel. 

Stóra markmiðið er að skapa breiðan grunn fyrir þau sem vilja læra íslensku með Lísu sem kennslutæki. Vonir standa til að hefja notendaprófanir „bara mjög fljótlega“ að sögn Gabríels.       

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár