Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu

„Ís­lenska fyr­ir alla“ er þró­un­ar­verk­efni sem hófst fyr­ir fimm ár­um. Afrakst­ur­inn mun brátt líta dags­ins ljós: Smá­for­rit­ið Lísa á að auð­velda inn­flytj­end­um að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi og efl­ast á vinnu­mark­aði á sama tíma.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu
Lísa Ásdís Helga Bjarnadóttir, Tinna K. Halldórsdóttir og Gabríel Arnarsson eru hluti af teymi hjá Austurbrú sem er að þróa app þar sem sjónum er beint að atvinnumiðuðum orðaforða en með appinu verður hægt er að læra á samfélagið samhliða grunnatriðum íslenskunnar. Mynd: Aðsend

Smáforritið Lísa er ekki aðeins app til að læra íslensku heldur er því ætlað að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eflast á vinnumarkaði. „Við erum með það að leiðarljósi að þetta er lykillinn inn í samfélagið fyrir þennan hóp,“ segir Gabríel Arnarsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem hóf þróunarverkefni í íslensku fyrir útlendinga sem fékk nafnið „Íslenska fyrir alla“. Um sannkallað þróunarverkefni er að ræða, enda heitir það nú „Lís.a – lærum íslensku“, og verður kennslutæki í formi smáforrits fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku. 

Íslenska fyrir allaAppið Lísa mun brátt líta dagsins ljós.

Með Lísu er verið að koma til móts við ákall  innflytjenda og atvinnulífsins um að kenna, samhliða grunnatriðum íslenskunnar, atvinnumiðaðan orðaforða og hagnýta samfélagsfræðslu, óháð búsetu og vinnutíma nemandans. 

Austurbrú er verkefnastofa sem vinnur að hgagsmunum og framþróun stofnana og fyrirtækja á Austurlandi þar sem erlent vinnuafl eykst í takt við þróun annars staðar á landinu. Austurbrú hefur staðið að íslenskukennsku fyrir útlendinga í fjölmörg ár og Gabríel segir að sú reynsla sem skapast hefur á þeim árum muni koma að góðu gagni við vinnslu Lísu. Auk þess koma hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur og máltæknifyrirtækið Miðeind að þróun Lísu. 

Aðstoð við að komast inn í samfélagið

„Við ætlum að samtvinna hæfileika þessara þriggja aðila og búa til vöru sem kemur til með að gagnast innflytjendum við að læra íslensku og við að komast inn í samfélagið. Eins og við vitum þá getur verið ofboðslega erfitt fyrir útlendinga að sækja íslenskunámskeið, vegna vinnu og þess háttar, margir vinna vaktavinnu,“ segir Gabríel. 

Síðastliðin 20 ár hefur innflytjendum fjölgað úr tæplega sex þúsund í rúmlega sjötíu þúsund. Í fyrra voru innflytjendur orðnir 71.500 talsins, eða um 18 prósent íslensku þjóðarinnar. Ef eingöngu er horft til aldursflokksins 26–36 ára er hlutfall erlendra ríkisborgara um þrjátíu prósent og þá hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr rúmlega fimm prósent af öllum starfandi í rúmlega 20 prósent árið 2022. Þessi mikla fjölgun undirstrikar notagildi og mikilvægi Lísu að sögn Gabríels.

Stór hluti innflytjenda talar ekki íslensku, en samkvæmt mati innflytjenda á eigin færni í íslensku, sem Lara Hoffman, Markus Meckl og Kjartan Ólafsson við Háskólann á Akureyri stóðu að, telur einungis fimmtungur innflytjenda færni sína í íslensku frekar eða mjög góða.

Kennslutæki sem virkar

Þróun Lísu hefur nú staðið yfir í um fimm ár og í ferlinu hefur verið leitað til nemenda sem sótt hafa íslenskunámskeið hjá Austurbrú. „Við viljum koma kennslutæki í hendur þessa hóps sem virkar. Þess vegna höfum við lagt upp með það að taka okkur tíma í þetta. Til dæmis fórum við í orðasafnanir og söfnun á hljóðgögnum núna í haust sem nýtast Miðeind við að gera sínar máltæknilausnir sem hjálpa til við að greina framburð og þess háttar,“ segir Gabríel. 

Lísa er hugsuð sem sjálfstætt kennslutæki sem notendur geta nálgast á eigin forsendum á eigin tíma, þeim að kostnaðarlausu. Þar fyrir utan verður boðið upp á þann möguleika að útvíkka notkunina með því að bjóða upp á kennslu. „Þannig geta notendur nálgast íslenskukennara og fengið endurgjöf á sínum lærdómi,“ segir Gabríel. 

En hvernig á Lísa að auðvelda innflytjendum að eflast á vinnumarkaði? 

„Við leggjum upp með að notandinn geti tilgreint upplýsingar eins og við hvað hann vinnur og geti þá fengið orðaforða sem tengist þeirri vinnu,“ segir Gabríel og nefnir fiskvinnslu sem dæmi. Þannig er hægt að velja sérstakan „fiskvinnsluorðaforða“ í Lísu. „Þar lærir þú allt það helsta sem tengist vinnu í fiskiðnaði. Þetta eru orðalistar sem eru unnir í samstarfi við fyrirtæki,“ segir Gabríel. Búlandstindur á Djúpavogi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið Austurbrú innan handar og búið til sérstakan orðalista sem gagnast starfsfólki fiskvinnslunnar. „Við komum til með að þróa atvinnumiðaða orðaforðann í samstarfi við fyrirtæki svo þetta sé sá orðaforði sem þörf er á.“

Orðaforði sem nýtist í starfi„Get ég fengið nýja hanska?“ er dæmi um atvinnumiðaðan orðaforða sem er að finna í appinu.

„Viltu kvittun?“

„Hagnýt samfélagsfræðsla“ er eitt af markmiðum Lísu. „Það eru bara hlutir eins og „kennitala“ sem er nauðsynlegt að kunna. Einnig ætlum við að samtvinna inn í appið kortalausn, hvort sem hún verði raunkort eða ekki, þar sem er hægt að velja að fara í búð eða á heilsugæslu og læra um leið orðaforða. Ef notandinn velur að fara í búð fær hann upp orðalista með orðum eins og „viltu kvittun?“ og öðrum orðum sem koma að gagni í búðarferðinni,“ segir Gabríel. 

Stóra markmiðið er að skapa breiðan grunn fyrir þau sem vilja læra íslensku með Lísu sem kennslutæki. Vonir standa til að hefja notendaprófanir „bara mjög fljótlega“ að sögn Gabríels.       

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár