Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu

„Ís­lenska fyr­ir alla“ er þró­un­ar­verk­efni sem hófst fyr­ir fimm ár­um. Afrakst­ur­inn mun brátt líta dags­ins ljós: Smá­for­rit­ið Lísa á að auð­velda inn­flytj­end­um að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi og efl­ast á vinnu­mark­aði á sama tíma.

Íslenskan lykillinn að samfélaginu
Lísa Ásdís Helga Bjarnadóttir, Tinna K. Halldórsdóttir og Gabríel Arnarsson eru hluti af teymi hjá Austurbrú sem er að þróa app þar sem sjónum er beint að atvinnumiðuðum orðaforða en með appinu verður hægt er að læra á samfélagið samhliða grunnatriðum íslenskunnar. Mynd: Aðsend

Smáforritið Lísa er ekki aðeins app til að læra íslensku heldur er því ætlað að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eflast á vinnumarkaði. „Við erum með það að leiðarljósi að þetta er lykillinn inn í samfélagið fyrir þennan hóp,“ segir Gabríel Arnarsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem hóf þróunarverkefni í íslensku fyrir útlendinga sem fékk nafnið „Íslenska fyrir alla“. Um sannkallað þróunarverkefni er að ræða, enda heitir það nú „Lís.a – lærum íslensku“, og verður kennslutæki í formi smáforrits fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku. 

Íslenska fyrir allaAppið Lísa mun brátt líta dagsins ljós.

Með Lísu er verið að koma til móts við ákall  innflytjenda og atvinnulífsins um að kenna, samhliða grunnatriðum íslenskunnar, atvinnumiðaðan orðaforða og hagnýta samfélagsfræðslu, óháð búsetu og vinnutíma nemandans. 

Austurbrú er verkefnastofa sem vinnur að hgagsmunum og framþróun stofnana og fyrirtækja á Austurlandi þar sem erlent vinnuafl eykst í takt við þróun annars staðar á landinu. Austurbrú hefur staðið að íslenskukennsku fyrir útlendinga í fjölmörg ár og Gabríel segir að sú reynsla sem skapast hefur á þeim árum muni koma að góðu gagni við vinnslu Lísu. Auk þess koma hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur og máltæknifyrirtækið Miðeind að þróun Lísu. 

Aðstoð við að komast inn í samfélagið

„Við ætlum að samtvinna hæfileika þessara þriggja aðila og búa til vöru sem kemur til með að gagnast innflytjendum við að læra íslensku og við að komast inn í samfélagið. Eins og við vitum þá getur verið ofboðslega erfitt fyrir útlendinga að sækja íslenskunámskeið, vegna vinnu og þess háttar, margir vinna vaktavinnu,“ segir Gabríel. 

Síðastliðin 20 ár hefur innflytjendum fjölgað úr tæplega sex þúsund í rúmlega sjötíu þúsund. Í fyrra voru innflytjendur orðnir 71.500 talsins, eða um 18 prósent íslensku þjóðarinnar. Ef eingöngu er horft til aldursflokksins 26–36 ára er hlutfall erlendra ríkisborgara um þrjátíu prósent og þá hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr rúmlega fimm prósent af öllum starfandi í rúmlega 20 prósent árið 2022. Þessi mikla fjölgun undirstrikar notagildi og mikilvægi Lísu að sögn Gabríels.

Stór hluti innflytjenda talar ekki íslensku, en samkvæmt mati innflytjenda á eigin færni í íslensku, sem Lara Hoffman, Markus Meckl og Kjartan Ólafsson við Háskólann á Akureyri stóðu að, telur einungis fimmtungur innflytjenda færni sína í íslensku frekar eða mjög góða.

Kennslutæki sem virkar

Þróun Lísu hefur nú staðið yfir í um fimm ár og í ferlinu hefur verið leitað til nemenda sem sótt hafa íslenskunámskeið hjá Austurbrú. „Við viljum koma kennslutæki í hendur þessa hóps sem virkar. Þess vegna höfum við lagt upp með það að taka okkur tíma í þetta. Til dæmis fórum við í orðasafnanir og söfnun á hljóðgögnum núna í haust sem nýtast Miðeind við að gera sínar máltæknilausnir sem hjálpa til við að greina framburð og þess háttar,“ segir Gabríel. 

Lísa er hugsuð sem sjálfstætt kennslutæki sem notendur geta nálgast á eigin forsendum á eigin tíma, þeim að kostnaðarlausu. Þar fyrir utan verður boðið upp á þann möguleika að útvíkka notkunina með því að bjóða upp á kennslu. „Þannig geta notendur nálgast íslenskukennara og fengið endurgjöf á sínum lærdómi,“ segir Gabríel. 

En hvernig á Lísa að auðvelda innflytjendum að eflast á vinnumarkaði? 

„Við leggjum upp með að notandinn geti tilgreint upplýsingar eins og við hvað hann vinnur og geti þá fengið orðaforða sem tengist þeirri vinnu,“ segir Gabríel og nefnir fiskvinnslu sem dæmi. Þannig er hægt að velja sérstakan „fiskvinnsluorðaforða“ í Lísu. „Þar lærir þú allt það helsta sem tengist vinnu í fiskiðnaði. Þetta eru orðalistar sem eru unnir í samstarfi við fyrirtæki,“ segir Gabríel. Búlandstindur á Djúpavogi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið Austurbrú innan handar og búið til sérstakan orðalista sem gagnast starfsfólki fiskvinnslunnar. „Við komum til með að þróa atvinnumiðaða orðaforðann í samstarfi við fyrirtæki svo þetta sé sá orðaforði sem þörf er á.“

Orðaforði sem nýtist í starfi„Get ég fengið nýja hanska?“ er dæmi um atvinnumiðaðan orðaforða sem er að finna í appinu.

„Viltu kvittun?“

„Hagnýt samfélagsfræðsla“ er eitt af markmiðum Lísu. „Það eru bara hlutir eins og „kennitala“ sem er nauðsynlegt að kunna. Einnig ætlum við að samtvinna inn í appið kortalausn, hvort sem hún verði raunkort eða ekki, þar sem er hægt að velja að fara í búð eða á heilsugæslu og læra um leið orðaforða. Ef notandinn velur að fara í búð fær hann upp orðalista með orðum eins og „viltu kvittun?“ og öðrum orðum sem koma að gagni í búðarferðinni,“ segir Gabríel. 

Stóra markmiðið er að skapa breiðan grunn fyrir þau sem vilja læra íslensku með Lísu sem kennslutæki. Vonir standa til að hefja notendaprófanir „bara mjög fljótlega“ að sögn Gabríels.       

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
5
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár