Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Öll Vísis-systkinin hafa minnkað við sig í Síldarvinnslunni

Tvö systkin­anna sem seldu Vísi til Síld­ar­vinnsl­unn­ar í des­em­ber 2022 seldu hluta­bréf í út­gerð­arris­an­um fyr­ir sam­an­lagt hálf­an millj­arð króna í janú­ar síð­ast­liðn­um. Öll systkin­in sex eiga nú minni hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en þau fengu sem af­gjald við söl­una fyr­ir rúmu ári.

Öll Vísis-systkinin hafa minnkað við sig í Síldarvinnslunni
Systkinin Faðir þeirra, Páll Hreinn Pálsson, keypti sjávarútvegsfyrirtækið Sævík í Grindavík og vélbátinn Vísi KE 70 með tveimur öðrum rétt fyrir jól árið 1965. Úr þessu varð Vísir sem fjölskyldan seldi til Síldarvinnslunnar fyrir rúmu ári. Mynd: Gunnar Svanberg

Systkinin sem seldu Síldarvinnslunni Vísi í lok árs 2022 hafa öll selt hlut af þeim hlutabréfum sem þau fengu við söluna. Systkinin, sem eru sex talsins, fengu sex milljarða króna greidda í reiðufé við kaupin auk þess sem Síldarvinnslan tók yfir skuldir upp á ellefu milljarða króna. Auk þess fengu þau átta prósent hlut í Síldarvinnslunni sem var um 18 milljarða króna virði í byrjun árs 2023 miðað við gengi bréfa í félaginu þá. 

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, fékk mest í sinn hlut, um 1,6 prósent. Hin systkinin fimm; Páll, Svanhvít Daðey, Margrét, Kristín og Sólný Pálsbörn, fengu tæplega 1,3 prósent hvert. 

Heimildin greindi frá því í apríl í fyrra að Pétur hefði selt fyrir bréf fyrir um einn milljarð króna og að hlutur hans væri þá kominn niður í 1,13 prósent. Samkvæmt hluthafalista Síldarvinnslunnar í lok janúar síðastliðins …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár