Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Saga tveggja magnaðra kvenna

Ásta Sól Kristjáns­dótt­ir fylgdi móð­ur sinni eft­ir síð­ustu spor lífs­ins við tök­ur á heim­ild­ar­mynd um sorg og sigra tveggja blindra kvenna. „Þetta var síð­asta tæki­fær­ið til að segja henn­ar sögu því henn­ar lífi var að ljúka.“

Saga tveggja magnaðra kvenna
Með opin augun Ásrún fagnaði síðasta afmælisdegi sínum ásamt dóttur sinni, Ástu Sól, og barnabörnunum tveimur, sólargeislunum í lífi hennar. Ásta Sól vinnur nú að heimildarmynd um líf móður hennar.

Vinna við heimildarmyndina Með opin augun hófst fyrir 20 árum þegar Elín Lilja Jónasdóttir skyggndist inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. 

Í byrjun myndarinnar er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri. Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli. 

Ásrún er með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RP) sem uppgötvaðist þegar hún var tvítug en smátt og smátt missti hún sjónina alveg. Ásrún er menntaður hjúkrunarfræðingur og nuddari og rak um árabil sína eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins í Reykjavík. Brynja veiktist af gigtarsjúkdómi um tvítugt sem meðal annars hafði þau áhrif að hún missti sjónina 29 ára gömul. Hún heyrir aðeins með öðru eyra og þjáist af liðagigt. Brynja er ógift, barnlaus og býr einsömul. Hún elskar að ferðast og er mikill listunnandi. 

Af ýmsum ástæðum var heimildamyndin aldrei kláruð, en að því er stefnt nú, 20 árum síðar. „Þetta kemur til mín á þann hátt að önnur konan er móðir mín,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona. Áhuginn á kvikmyndagerð kviknaði þegar Elín Lilja fylgdi Ásrúnu móður hennar eftir um aldamótin. Hún hafði ekki leitt hugann að því að klára myndina um móður hennar og Brynju fyrr en hún rakst á Elínu Lilju í Sundhöllinni fyrir nokkrum árum. Úr varð að Ásta Sól tók við verkefninu og ætlar að klára myndina. „Við ákváðum að ég myndi taka við keflinu.“ 

Ásta Sól byrjaði að taka upp efni fyrir tveimur árum og tók upp móður sína og Brynju við dagleg störf, rétt eins og var gert fyrir rúmum 20 árum. Skömmu eftir að tökur hófust á ný greindist Ásrún með ólæknandi krabbamein. „Ég setti bara allt í gang, að taka upp hennar hluta,“ segir Ásta Sól og viðurkennir að það hafi verið krefjandi að fylgja móður sinni síðustu sporin í lífinu með myndavél en segir að annað hafi ekki komið til greina. „Fókusinn var ekki á veikindin en vissulega vissi ég að þetta var síðasta tækifærið til að segja hennar sögu því hennar lífi var að ljúka.“ 

Ásrún lést á meðan tökum stóð en Ásta Sól er þakklát fyrir að geta sagt sögu móður sinnar og Brynju. „Þetta er svo mikilvæg saga og þetta eru svo magnaðar konur. Þær eru svo miklar fyrirmyndir, ekki bara fyrir fatlaðar konur heldur fyrir alla.“ Tökum lauk í fyrra þegar Ásta Sól fylgdi Brynju eftir til Portúgal en hennar aðaláhugamál er ferðalög. Ferðin til Portúgal var hennar 83. utanlandsferð. „Hún er mögnuð,“ segir Ásta Sól um Brynju. 

SjávaranganHér horfir Brynja til hafs í Cascais í Portúgal. Það er henni mikilvægt að hafa herbergi með sjávarútsýni svo hún geti fundið lyktina af sjónum og heyrt í öldunum.

Markmið myndarinnar er að veita innsýn inn í veröld blindra, í þessu tilfelli veröld tveggja sjálfstæðra kvenna, auka skilning á málefnum og aðstæðum blindra og kanna hvort önnur skynfæri hafa eflst og sýna hvernig daglegt líf er frábrugðið daglegu lífi annarra. 

„Þetta er rosalega mikilvægt samfélagslegt verkefni. Þetta er þeirra líf en þetta er líka samfélagið okkar og við verðum að sýna fjölbreytileikann,“ segir Ásta Sól. Elín Lilja er meðframleiðandi myndarinnar og Ísak Jónsson sér um klippingu en hann hefur víðtæka reynslu af klippingu sjónvarpsefnis, kvikmynda og annars myndefnis. Blindrafélagið hefur samþykkt að styðja verkið með rausnarlegu framlagi en það er enn langt í land að sögn Ástu Sólar. Til að ljúka verkefninu óska Ásta Sól og þau sem að heimildarmyndinni standa eftir stuðningi almennings og hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund sem lýkur eftir viku. Stefnt er að því að frumsýna myndina í vor.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár