Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband sýnir lögreglu bera tvo unglinga í svartan sendiferðabíl

Mynd­band sem sýn­ir lög­reglu hand­taka tvo drengi á ung­lings­aldri á mót­mæl­un­um við Al­þing­is­hús­ið hef­ur far­ið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðl­um. Nem­end­ur frá Haga­skóla í Vest­ur­bæ fjöl­menntu fyr­ir skömmu á Aust­ur­velli þar sem stefnu rík­is­ins gagn­vart fjöl­skyldusam­ein­ingu palestínskra flótta­manna var mót­mælt. Mót­mæl­in voru að mestu leyti frið­sæl en lög­regl­an þurfti þó að hafa af­skipti af nokkr­um ung­menn­um sem höfðu kast­að eggj­um í þing­hús­ið

Upptökur af handtöku tveggja unglingspilta hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndböndin sýna lögreglumenn fara hörðum höndum um tvo pilta sem sóttu mótmælin og færa þa í svartan sendiferðabíl

Tveir unglingar voru handteknir á mótmælunum sem fóru fram á Austurvelli skömmu fyrir hádegi í dag. Myndbönd af handtökunni hafa farið í dreifingu samfélagsmiðlum. Á einu myndbandi, sem tekið var Mohammaed Alhaw, má sjá lögreglumenn halda á tveimur unglingspiltum og ganga með þá í átt að svæðinu á milli Alþingishússins og nýja skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju. 

Samkvæmt sjónarvotti sem Heimildin náði tali af voru einstaklingarnir sem voru handteknir um sextán ára gamlir. Óljóst er hver tildrög handtökunnar voru en að sögn vitnis hafi einstaklingarnir tveir átt í snörpum orðaskiptum við lögreglu og annað ungmennanna hafi síðan ákveðið að ganga í burtu.

Í kjölfarið hafi lögreglan sótt að þeim og fært þá á bak við girðingu sem búið var að stilla upp fyrir framan Alþingishúsið. Þótti sjónarvotti handtakan vera ansi harkaleg og ofbeldisfull, sérstaklega í ljósi þess að um unga drengi var að ræða.  

Drengirnir voru síðan, að sögn vitnis, beðnir um að framvísa skilríkjum og gefa lögreglu nafn og kennitölu. Drengirnir hafi hins vegar neitað og voru því færðir yfir í svartan sendiferðabíl.

Þá tilkynnti lögregla mótmælendum sem höfðu hópast í kringum sendiferðabílinn að til stæði að hafa samband við foreldra drengjanna, sem voru á þeim tímapunkti hættir að streitast á móti. Þá kom fram í samtali við sjónarvott að enginn fullorðinn fylgdarmaður hafi fylgt drengjunum með í sendiferðabílinn.

Ungmenni mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda

Nemendur í 8. bekk í Hagaskóla efndu til mótmæla á Austurvelli skömmu fyrir hádegi í dag. Þau voru líka sótt af ungmennum úr öðrum skólum. Á mótmælafundinum var stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart palestínskum flóttamönnum og stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs mótmælt.

Samkvæmt nýlegri frétt Heimildarinnar fóru mótmælin að mestu leyti friðsamlega fram. Örfá ungmenni tóku þó upp á því að kasta eggjum í þinghúsið sem leiddi til þess að lögregla hóf afskipti af þeim. 

Mótmæli palestínskra flóttmanna fyrir utan Alþingishúsið hafa staðið yfir frá 27. desember. Þar hafa mótmælendur biðlað til stjórnvalda að bjarga fjölskyldumeðlimum þeirra sem enn eru fastir í Gasa á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    LÖGREGLURÍKIÐ ÍSLAND, sorglegt hvernig komið er fyrir okkar ágæta landi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár