Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fólk sem að þarf ekki á þessari vernd að halda heldur er að leita að betri lífsgæðum“

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, seg­ir mark­mið­ið vera að fækka um­sókn­um um vernd á Ís­landi. Guð­rún var við­mæl­andi Helga Selj­an í tí­unda þætti af Pressu. Um­fjöll­un­ar­efn­ið var út­lend­inga­mál og af­leið­ing­ar jarð­hrær­ing­anna í Grinda­vík. Hún seg­ir mála­flokk­inn vera stór­an og knýj­andi.

„Ég tel að við getum ekki verið hér með einhvern útgjaldalið alveg galopinn sem að bara stækkar og stækkar og stækkar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í Pressu. Hún segir markmiðið vera að fækka umsóknum um vernd á Íslandi. 

Guðrún var viðmælandi Helga Seljan í tíunda þætti af Pressu. Umfjöllunarefnið var útlendingamál og afleiðingar jarðhræringanna í Grindavík. Í fyrri hluta þáttarins ræddi Helgi við al­manna­tengl­ana Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son. Ræddu þeir þá sér­kenni­legu stöðu sem nú er uppi í stjórn­mál­um.

Stækkandi útgjaldaliður

„Við erum bara með einn ríkissjóð. Við þurfum að reka þetta samfélag allt og þetta er útgjaldaliður í mörgum. Þannig að það er heldur ekki sanngjarnt að ætla að segja hérna við íslenska skattgreiðendur að einn útgjaldaliður verði bara stærri og stærri.“

Þegar horft sé til nágrannalanda Íslands sé ekki þessi fjöldi ríkisborgara frá Venesúela sem sækja um vernd, segir Guðrún. „Núna hefur orðið breyting á afgreiðslu Útlendingastofnunar sem hefur verið staðfest af kærunefnd útlendingamála. Þannig að við erum með hér núna mörg hundruð manns frá Venesúela sem munu líklega að stærstum hluta fá synjun hér um vernd á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“

„Við erum bara hér með gríðarlegan fjölda umsókna sem er fólk sem að þarf ekki á þessari vernd að halda heldur er að leita að betri lífsgæðum. Við eru sömuleiðis hér með stóran hóp fólks sem kemur hér til Íslands sem er nú þegar með vernd í öðru landi.“

Hún segir málaflokkinn vera stóran, knýjandi og dýran.

Lokuð búseta

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið lagði fram frumvarp í janúar um lok­aða bú­setu fyr­ir út­lend­inga sem ligg­ur fyr­ir að senda eigi úr landi. Kem­ur þetta í stað þess að þeir séu vist­að­ir tíma­bund­ið í fang­elsi líkt og tíðk­ast hef­ur. Nokk­uð strang­ar regl­ur eiga að gilda í lok­aðri bú­setu svo sem að­skiln­að­ur kynja, mögu­leiki á aga­við­ur­lög­um og leit á her­bergj­um.

Spurð hvort að þetta sé ekki bara fangelsi fyrir flóttamenn leggur Guðrún áherslu á að þetta sé það ekki, heldur búsetuúrræði. „Það er munur á því.“ Hún segir þetta vera ákveðna frelsissviptingu en þarna verði heimilt að vista einstaklinga til að tryggja návist þeirra þegar þeir eiga að yfirgefa landið. Guðrún segir Ísland vera eina landið innan Schengen sem uppfyllir ekki skilyrði um að vera með brottvísunarbúðir.

„Við erum að beita því úrræði hér að setja fólk sem á að fara frá landinu í gæsluvarðhaldsvistun á Hólmsheiði sem er harðasta úrræði sem þú eiginlega getur beitt gagnvart fólki sem að hefur ekkert annað til saka unnið en að það fær ekki samþykkta dvöl í þessu landi. Mér finnst það ekki hægt að bjóða því fólki upp á það og það hafa verið gerðar athugasemdir af Schengen um að við séum að vista umsækjendur um vernd í gæsluvarðhaldsfangelsi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár