Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Gerðu ekki ráð fyrir hvelfingu með beljandi árfarvegi undir húsinu

„Í leit­inni að Lúð­vík kem­ur í ljós þessi gríð­ar­lega hvelf­ing und­ir því húsi og ég held að við höf­um ekki átt von á,“ seg­ir Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra. Hún var við­mæl­andi Helga Selj­an í tí­unda þætti af Pressu. Von er á end­ur­skoð­un á al­manna­varn­ar­lög­um í heild sinni.

„Jörðin gleypir mann. Þá finnum við mjög fyrir því að Grindavík er ekki eins traust og við vorum að vonast eftir að hún væri eftir að kvikugangurinn myndast undir Grindavík,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti af Pressu. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er enn ósvar­að um ákvarð­ana­töku og at­burða­rás í að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu sem lá í gegn­um húsa­garð í Grinda­vík. Veð­ur­stof­an hafði sér­stak­lega var­að við sprungu­hreyf­ing­um en áhættumat lá ekki enn fyr­ir.

Nákvæmlega tveimur mánuðum eftir að íbúar Grindavíkur höfðu allir sem einn yfirgefið bæinn í kjölfar stórra jarðskjálfta, komist heilt á húfi undan hamförum, hvarf Lúðvík Pétursson ofan í sprungu. Hann hafði verið að vinna við að þjappa jarðveg ofan á holu í húsagarði við götuna Vesturhóp.

Tveimur sólarhringum síðar, eftir flókna og fordæmalausa björgunaraðgerð við stórhættulegar aðstæður í hyldjúpri sprungunni, var leit að honum hætt. 

Spurningarnar sem ættingjar Lúðvíks spyrja sig og vilja að verði svarað með rannsókn, annarri en þeirri sem Vinnueftirlitið vinnur nú að, hafa vaknað hjá fleirum. Til að mynda setja þeir spurningarmerki við það hvers vegna verktakar voru sendir inn á lóð íbúðarhúss, til að fylla upp í sprungu. 

Áttu ekki von á hvelfingu undir húsinu

„Í leitinni að Lúðvík kemur í ljós þessi gríðarlega hvelfing undir því húsi og ég held að við höfum ekki átt von á því að hún væri svona mikil með beljandi árfarvegi þar undir.“ Guðrún segir málið vera til rannsóknar. 

„Ég hef heimild, samkvæmt almannavarnalögum, til þess að kalla eftir ytri og innri úttekt. Mér finnst mjög eðlilegt að það verði gert, þannig að vitaskuld þegar að svona hörmulegir atburðir eigi sér stað að þá eigum við að rannsaka þá til hlítar. Hvað gerðist? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir það eða ekki?“

Guðrún ítrekaði að allar aðgerðir sem Almannavarnir hafi ráðist í hafi verið gerðar að vel ígrunduðu máli og fullum heilindum til að tryggja öryggi þeirra sem þar starfa og búa. „Það er algjör forsenda fyrir framtíðarbyggð í Grindavík, að fólk geti snúið til baka.“ Hún segir allt Almannavarnaviðbragð vera miðað að því að tryggja líf, heilsu og verðmætabjörgun.

Guðrún telur mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig ástandi undirstöður byggðarinnar í Grindavík séu til að hægt verði að snúa til baka í bæinn í nokkurn veginn eðlilegt líf. Mun það þýða að einhver svæði verði hugsanlega girt af og hús rifin. Að sama skapi verði ekki gert ráð fyrir áframhaldandi byggð á einhverjum svæðum innan Grindavíkur. 

Almannavarnir rannsaka sjálfar sig

Fyrir tveimur árum var rannsóknarnefnd almannavarna lögð niður og eftirlit með almannavörnum flutt til Almannavarna og ráðuneytis almannavarna. „Nú er ég með í gangi endurskoðun á Almannavarnarlögum í heild sinni,“ segir Guðrún og væntir þess að niðurstöður fáist í vor úr greiningarvinnu á endurskoðuninni. Hún stefnir á að fara með frumvarp á næsta haustþingi fyrir Alþingi um breytingu á almannavaralögum. 

Spurð hvort hún teldi eðlilegt að lögreglustjóri í hverju héraði fari með jafn mikla ábyrgð og lögð hefur verið á lögreglustjóra Suðurnesja, í tengslum við rýmingarnar í Grindavík, sagði Guðrún „það þarf einhver að gera það.“

„Við erum búin að vera í gríðarlega miklu almannavarnaviðbragði. Við erum að endurskoða lögin og það er fullkomlega eðlilegt að það sé allt skoðað, aðkoma allra. Þetta er að verða stærsti atburður núna á lýðveldistímanum og þó við færum lengra aftur, þannig þetta er gríðarlega flókið og þetta varðar margar stofnanir. Þannig að það er mjög mikilvægt að við förum vandlega yfir alla ferla því það er líka kallað eftir því að við séum ekki að bregðast nógu hratt við. Við séum að bregðast of harkalega við. Þannig að þegar að á sér stað svona skerðing, svona mikið inngrip inn í líf borgaranna þá er mjög eðlilegt að það sé vandlega skoðað og ég hef hug á að gera það.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Slá samstarf ekki út af borðinu
Fréttir

Slá sam­starf ekki út af borð­inu

Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti hjá Mið­flokkn­um og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segj­ast ekki reiðu­bún­ir að slá hugs­an­legt sam­starf á milli flokk­anna tveggja af borð­inu. Snorri og Jó­hann Páll mættu í Pressu ásamt Lenyu Rún Taha Karim, odd­vita Pírata í Reykja­vík, til þess að ræða áhersl­ur sín­ar og stefn­ur í að­drag­anda kosn­inga. Lenya Rún taldi ólík­legt að Pírat­ar gætu mynd­að stjórn með Mið­flokkn­um.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár