Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023

Inn­flutn­ing­ur á kjöti jókst um 17 pró­sent ár­ið 2023 og nær sú aukn­ing yf­ir all­ar helstu kjöt teg­und­ir. Lang mest var flutt inn af ali­fugla­kjöti, sem er að­al­lega kjúk­ling­ur. Í ljósi þess að inn­lend fram­leiðsla á því hef­ur auk­ist mik­ið und­an­far­in ár og tek­ið fram úr fram­leiðslu á kinda­kjöti má því með sanni segja að Ís­lend­ing­ar séu sólgn­ir í kjúk­linga­kjöt sem aldrei fyrr.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023
Íslendingar flytja inn og framleiða mest af alifuglakjöti Mynd: Pixabay

Innflutningur á kjöti jókst um 17 prósent milli áranna 2022 og 2023. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar voru flutt inn alls 4.976 tonn af kjöti árið 2023. Lang stærstur hluti innflutts kjöts var alifuglakjöt, en árið 2023 voru flutt inn rúmlega tvö þúsund tonn af kjúklingakjöti. 

Í línuriti Hagstofunnar sem sýnir innflutning á kjöti milli áranna 2011 til 2023 má glöggt sjá að innflutningur á kjöti hefur farið ört vaxandi síðastliðinn fjögur ár. Innflutningur á alifuglakjöti jókst um nálega 740 hundruð tonn milli áranna 2020 til 2023. Innflutningur á svínakjöti jókst um svipað magn.

Þá má einnig sjá á töflunni að innflutningur á nautakjöti tók stökk milli áranna 2022 og 2023 og jókst um 48 prósent. Hefur innflutningur á nautakjöti aldrei verið meiri, en hann var 1.344 tonn árið 2023. 

Lítið flutt inn af kindakjöti

Ein kjötvara sker sig þó úr í talnaefni Hagstofunnar, það er kindakjötið. Milli áranna 2011 og 2023 hefur innflutningur á kindakjöti öllu jafna verið núll til tvö tonn ári. Þegar mest lét voru flutt inn 39 tonn árið 2019, en það sker sig úr í gögnunum.

Milli áranna 2011 til 2018 var nánast ekkert kindakjöt flutt inn til landsins. Frá 2021 til 2023 má þó greina hægfara aukningu í innflutningi. Þá fór innflutt magn úr núll tonnum árið 2020 yfir í 20 tonn árið 2023.    

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að útflutningur á kindakjöti hafi dregist saman um 43 prósent milli áranna 2022 og 2023. Í lok árs námu uppsafnaðar birgðir af kindakjöti um 4.660 tonnum. 

Íslendingar sólgnir í kjúklinga

Í frétt Heimildarinnar sem birtist fyrir tæpum mánuði síðan var greint frá því að framleiðsla á kjúklingakjöti hafi tekið fram úr framleiðslu á lambakjöti annað árið í röð. Árið 2023 var samanlögð framleiðsla á alifuglakjöti rúmlega 8.955 tonn, sem var um 500 tonnum meira en samanlögð ársframleiðsla á kindakjöti.  

Það má því með sanni segja að Íslendingar séu orðnir að kjúklingaþjóð. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur útflutningur á alifuglakjöti verið nánast enginn síðastliðinn fimm ár, fyrir utan árið 2021 þegar eitt tonn var flutt úr landi. Samanlagt nam framboð á kjúklingakjöti á íslenskum markaði árið 2023 því um 11 þúsund tonnum.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að eggjaframleiðsla hafi náð aftur sínu striki eftir mikinn samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Nam framleiðslan 4.790 tonnum árið 2023 og hefur aldrei verið meir.    

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár