Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023

Inn­flutn­ing­ur á kjöti jókst um 17 pró­sent ár­ið 2023 og nær sú aukn­ing yf­ir all­ar helstu kjöt teg­und­ir. Lang mest var flutt inn af ali­fugla­kjöti, sem er að­al­lega kjúk­ling­ur. Í ljósi þess að inn­lend fram­leiðsla á því hef­ur auk­ist mik­ið und­an­far­in ár og tek­ið fram úr fram­leiðslu á kinda­kjöti má því með sanni segja að Ís­lend­ing­ar séu sólgn­ir í kjúk­linga­kjöt sem aldrei fyrr.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023
Íslendingar flytja inn og framleiða mest af alifuglakjöti Mynd: Pixabay

Innflutningur á kjöti jókst um 17 prósent milli áranna 2022 og 2023. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar voru flutt inn alls 4.976 tonn af kjöti árið 2023. Lang stærstur hluti innflutts kjöts var alifuglakjöt, en árið 2023 voru flutt inn rúmlega tvö þúsund tonn af kjúklingakjöti. 

Í línuriti Hagstofunnar sem sýnir innflutning á kjöti milli áranna 2011 til 2023 má glöggt sjá að innflutningur á kjöti hefur farið ört vaxandi síðastliðinn fjögur ár. Innflutningur á alifuglakjöti jókst um nálega 740 hundruð tonn milli áranna 2020 til 2023. Innflutningur á svínakjöti jókst um svipað magn.

Þá má einnig sjá á töflunni að innflutningur á nautakjöti tók stökk milli áranna 2022 og 2023 og jókst um 48 prósent. Hefur innflutningur á nautakjöti aldrei verið meiri, en hann var 1.344 tonn árið 2023. 

Lítið flutt inn af kindakjöti

Ein kjötvara sker sig þó úr í talnaefni Hagstofunnar, það er kindakjötið. Milli áranna 2011 og 2023 hefur innflutningur á kindakjöti öllu jafna verið núll til tvö tonn ári. Þegar mest lét voru flutt inn 39 tonn árið 2019, en það sker sig úr í gögnunum.

Milli áranna 2011 til 2018 var nánast ekkert kindakjöt flutt inn til landsins. Frá 2021 til 2023 má þó greina hægfara aukningu í innflutningi. Þá fór innflutt magn úr núll tonnum árið 2020 yfir í 20 tonn árið 2023.    

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að útflutningur á kindakjöti hafi dregist saman um 43 prósent milli áranna 2022 og 2023. Í lok árs námu uppsafnaðar birgðir af kindakjöti um 4.660 tonnum. 

Íslendingar sólgnir í kjúklinga

Í frétt Heimildarinnar sem birtist fyrir tæpum mánuði síðan var greint frá því að framleiðsla á kjúklingakjöti hafi tekið fram úr framleiðslu á lambakjöti annað árið í röð. Árið 2023 var samanlögð framleiðsla á alifuglakjöti rúmlega 8.955 tonn, sem var um 500 tonnum meira en samanlögð ársframleiðsla á kindakjöti.  

Það má því með sanni segja að Íslendingar séu orðnir að kjúklingaþjóð. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur útflutningur á alifuglakjöti verið nánast enginn síðastliðinn fimm ár, fyrir utan árið 2021 þegar eitt tonn var flutt úr landi. Samanlagt nam framboð á kjúklingakjöti á íslenskum markaði árið 2023 því um 11 þúsund tonnum.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að eggjaframleiðsla hafi náð aftur sínu striki eftir mikinn samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Nam framleiðslan 4.790 tonnum árið 2023 og hefur aldrei verið meir.    

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu