Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023

Inn­flutn­ing­ur á kjöti jókst um 17 pró­sent ár­ið 2023 og nær sú aukn­ing yf­ir all­ar helstu kjöt teg­und­ir. Lang mest var flutt inn af ali­fugla­kjöti, sem er að­al­lega kjúk­ling­ur. Í ljósi þess að inn­lend fram­leiðsla á því hef­ur auk­ist mik­ið und­an­far­in ár og tek­ið fram úr fram­leiðslu á kinda­kjöti má því með sanni segja að Ís­lend­ing­ar séu sólgn­ir í kjúk­linga­kjöt sem aldrei fyrr.

Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023
Íslendingar flytja inn og framleiða mest af alifuglakjöti Mynd: Pixabay

Innflutningur á kjöti jókst um 17 prósent milli áranna 2022 og 2023. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar voru flutt inn alls 4.976 tonn af kjöti árið 2023. Lang stærstur hluti innflutts kjöts var alifuglakjöt, en árið 2023 voru flutt inn rúmlega tvö þúsund tonn af kjúklingakjöti. 

Í línuriti Hagstofunnar sem sýnir innflutning á kjöti milli áranna 2011 til 2023 má glöggt sjá að innflutningur á kjöti hefur farið ört vaxandi síðastliðinn fjögur ár. Innflutningur á alifuglakjöti jókst um nálega 740 hundruð tonn milli áranna 2020 til 2023. Innflutningur á svínakjöti jókst um svipað magn.

Þá má einnig sjá á töflunni að innflutningur á nautakjöti tók stökk milli áranna 2022 og 2023 og jókst um 48 prósent. Hefur innflutningur á nautakjöti aldrei verið meiri, en hann var 1.344 tonn árið 2023. 

Lítið flutt inn af kindakjöti

Ein kjötvara sker sig þó úr í talnaefni Hagstofunnar, það er kindakjötið. Milli áranna 2011 og 2023 hefur innflutningur á kindakjöti öllu jafna verið núll til tvö tonn ári. Þegar mest lét voru flutt inn 39 tonn árið 2019, en það sker sig úr í gögnunum.

Milli áranna 2011 til 2018 var nánast ekkert kindakjöt flutt inn til landsins. Frá 2021 til 2023 má þó greina hægfara aukningu í innflutningi. Þá fór innflutt magn úr núll tonnum árið 2020 yfir í 20 tonn árið 2023.    

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að útflutningur á kindakjöti hafi dregist saman um 43 prósent milli áranna 2022 og 2023. Í lok árs námu uppsafnaðar birgðir af kindakjöti um 4.660 tonnum. 

Íslendingar sólgnir í kjúklinga

Í frétt Heimildarinnar sem birtist fyrir tæpum mánuði síðan var greint frá því að framleiðsla á kjúklingakjöti hafi tekið fram úr framleiðslu á lambakjöti annað árið í röð. Árið 2023 var samanlögð framleiðsla á alifuglakjöti rúmlega 8.955 tonn, sem var um 500 tonnum meira en samanlögð ársframleiðsla á kindakjöti.  

Það má því með sanni segja að Íslendingar séu orðnir að kjúklingaþjóð. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur útflutningur á alifuglakjöti verið nánast enginn síðastliðinn fimm ár, fyrir utan árið 2021 þegar eitt tonn var flutt úr landi. Samanlagt nam framboð á kjúklingakjöti á íslenskum markaði árið 2023 því um 11 þúsund tonnum.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Hagstofunnar að eggjaframleiðsla hafi náð aftur sínu striki eftir mikinn samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Nam framleiðslan 4.790 tonnum árið 2023 og hefur aldrei verið meir.    

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár