Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

IKEA festir vöruverð til ársloka 2024

IKEA til­kynn­ir vöru­lækk­an­ir á sex þús­und vör­um og seg­ir að vöru­verð myndi hald­ast það sama út ár­ið 2024. Í árs­lok 2023 sendu breið­fylk­ing lands­sam­banda og stærstu stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­mark­aði og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tæki voru hvött til þess að halda aft­ur að verð­hækk­un­um.

IKEA festir vöruverð til ársloka 2024

IKEA lækkar í dag verð á sex þúsund vörum og boðar á sama tíma að engar vörur verði hækkaðar í verði til ársloka 2024. Um er að ræða tæplega 6% lækkun að meðaltali. 

Í tilkynningu frá IKEA segir að nýlegir samningar við birgja þeirra um lægra verð geri þeim kleift að lækka verðið. „Á sama tíma tökum við ákvörðun um að festa verð til ársloka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar,“ segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Hann segir að aðstæður hafi skapast í rekstri IKEA til að lækka verð aftur eftir umtalsverðar áskoranir síðustu ára. „Erfiðleikar í aðfangakeðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hráefnisverð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hagræða í framleiðslu. Það er virkilega ánægjulegt að hafa svigrúm til að leggja okkar af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin klári skynsamlega samninga sem allra fyrst.“

Ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi

Á milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 28. desember, urðu þau tíðindi að breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum, sem er með samningsumboð fyrir 93 prósent alls launafólks innan Alþýðusambands Íslands, og Samtök atvinnulífsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni kom fram að þessir aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa deilt hart og opinberlega á undanförnum árum, ætluðu að taka „höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.“

Var sameiginlegt markmið þeirra í komandi kjaraviðræðum að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Til að það markmið náist yrðu allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Breiðfylkingin sendi frá sér tilkynningu í lok janúar þar sem hún tilkynnti að viðræðum hefði verið slitið og að deilunni hefði verið vísað til ríkissáttasemjara. 

Fleiri fyrirtæki hafa brugðist við kallinu en fyrr í janúar tilkynnti meðal annars Byko að verðlistar myndu ekki hækka næstu sex mánuði hið minsta. Í tilkynningu Byko sagði að „BYKO lítur á það sem sitt hlutverk að axla ábyrgð í baráttunni gegn verðbólgu, í ljósi stærðar sinnar og áhrifa í byggingariðnaði.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár