Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Læra muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum

Vika 6 hefst í næstu viku þar sem starfs­menn grunn­skól­anna og fé­lags­mið­stöðv­anna eru hvatt­ir til að bjóða upp á fjöl­breytta kyn­fræðslu í skól­un­um. Mikl­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust í fyrra vegna vegg­spjalda og kennslu­efn­is grunn­skól­anna sem sum­um þótti full gróft. Þem­að í ár er sam­skipti og sam­bönd.

Læra muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum
Veggspjaldið Í ár er þemað samskipti og sambönd. Veggspjaldið í ár er fremur saklausara en þau hefur verið undanfarin árin. Mynd: Aðsend

„Það verður engin fræðsla eða kennsla um BDSM,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, yfirmaður jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði hana um veggspjaldið fyrir viku 6. Þemað á veggspjaldinu í ár er samskipti og sambönd. 

Kolbrún Hrund SigurgeirsdóttirYfirmaður jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar

Vika 6 er sjötta vika hvers árs og er hún í næstu viku. Starfsmenn grunnskólanna og félagsmiðstöðvanna eru hvattir til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu í skólunum þá vikuna. Fá skólarnir sendar til sín hugmyndir um hvernig má kenna efnið. 

„Það liggur við að maður haldi að unglingarnir hafi verið að gera þetta til þess að halda umræðunni niðri,“ segir Kolbrún um val unglinganna á þema veggspjaldsins í ár. Þemað segir hún vera „fáránlega samfélagslegavænt“ en telur að unglingarnir séu ekkert vera að velta þeirri umræðu sem kom upp í fyrra fyrir sér og því ekki það sem var þeim efst í huga við val á þema.

Kolbrún getur vel ímyndað sér að starfsmenn grunnskólanna og félagsmiðstöðvanna séu fegin með þemað í ár, vegna umræðunnar sem varð til vegna veggspjaldsins í fyrra. Engar teiknaðar myndir af nöktum líkömum eru á veggspjaldinu í ár og er það í fremur saklausari kantinum en það hefur verið seinustu ár. 

Þemað í ár

Við erum að leggja áherslu á muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum,“ segir Kolbrún um fræðsluna í ár. Á vef Reykjavíkurborgar um viku 6 þemað í ár stendur að æfingarnar þjálfi „nemendur í því að koma auga á hvaða samskipti eru jákvæð og heilbrigð, hvaða samskipti þarf að vinna með og hvaða samskipti eru neikvæð, óheilbrigð og jafnvel ofbeldi.“

Kjósa sjálf þemaðBörnin völdu þemað samskipti og sambönd.

Þemað í ár segir Kolbrún vera „rosalega lítið kynferðislegt. Eina sem við erum að tala um er að þegar að þú ert í sambandi þarftu að sýna ábyrgð í kynlífi. Samskiptin verða að vera í lagi, líka þegar kemur að kynlífinu. En veggspjaldið í ár er töluvert mildara en seinustu ár.“

„Þetta er í rauninni í annað skipti sem að þau velja sama þemað, því fyrir tveimur eða þremur árum síðan var þemað tilfinningar og samskipti. Þannig þetta er greinilega eitthvað sem er unglingunum ofarlega í huga.“ 

Foreldrar ósáttir með kennsluefni

Í september í fyrra fór umræða á samfélagsmiðlum af stað þar sem sumum foreldrum þótti kynfræðslan sem var kennd í skólanum full gróf og voru þau ósátt með bókina sem var nýtt í kennslu í kynfræðslu. Í frétt frá Reykjavíkurborg í september segir að „borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt.“ 

Var því haldið fram að Samtökin ‘78 færu með kynfræðslu í grunnskólana en í færslu sem Samtökin ‘78 deildu á Facebook í september í fyrra kemur fram að „Samtökin ‘78 hafa aldrei sinnt kynfræðslu í grunnskólum né gefið út kynfræðsluplaköt, bækur eða annað efni um kynfræðslu ætlað börnum.“ 

BDSM ekki kennt í viku 6

Á veggspjaldi á vegum Samtakanna ‘78 og Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem kom úr árið 2019 stóð setningin „BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.“ Var veggspjaldið harðlega gagnrýnt og mikið deilt um það á samfélagsmiðlum.

Á vef Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kemur fram að „börn læra ekki um BDSM, þau eru ekki hvött til að fara í læknisleiki, til að stunda sjálfsfróun eða að pota fingrum í rassinn á sér, en slíkt eru allt dæmi um fullyrðingar á samfélagsmiðlum.“  Þar stendur einnig að „unglingar spurðu reglulega hvað BDSM væri og var talið að þessi setning væri næg útskýring og gæti komið í veg fyrir að þeir færu ekki að leita svara á netinu. Ungt fólk spyr spurninga og með því að svara á opinskáan en aldursamsvarandi hátt er hægt að koma í veg fyrir verri og gjarnan afbakaðri svör sem leynast á netinu. BDSM kemur ekki fyrir í fyrirlestrum eða öðru námsefni í hinseginfræðum.

„Eina tenging Viku 6 við klám er að kenna börnum muninn á kynlífi og klámi og veita þeim mótvægi við þeim skökku og skaðlegu skilaboðum sem klám veitir þeim um kynheilbrigði, sambönd og samskipti,“ kemur fram á vef Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.  

Umræður sköpuðust á Pabbatips og Mæðratips í fyrra þar sem skjáskot úr bókinni Kyn, kynlíf og hitt voru rædd. Var meðal annars rætt skjáskot af teiknuðu barni í baði snerta sig og höfðu einhverjir foreldrar áhyggjur af slíku kennsluefni. Setningin „þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini“ var einnig rædd líkt og bókin væri að gefa það í skyn að börn gætu stundað kynlíf með fjölskyldumeðlimum. „Fólk var farið að rugla saman kynfræðslubókinni við veggspjöldin, svo þetta fór allt saman í einn graut.“

Veggspjöldin kend samhliða annarri fræðslu

„Við höfum alveg minnt á það að veggspjöldin eru samhliða annarri fræðslu. Margir halda að vika 6 séu bara veggspjöld en við erum alltaf með allskonar kennslu hugmyndir. Þau eru bara partur af því,“ segir Kolbrún. Hún segir markvisst hvernig kennsluefnið er sett upp. Börn eru forvitin og leita að svörum við þeim spurningum sem þau velta upp. „Börnin okkar voru að horfa rosalega mikið á klám og þá kemur upp að þar er engin nánd og engin samskipti eða kossar. Þar er ekkert spurt eða talað, hvað viltu eða hvað viltu ekki? Þannig við vorum alveg markvisst að setja þessa hluti inn í veggspjaldið til að veita mótvægi. Það var engin tilviljun að þetta rataði á veggspjöldin.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár