Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Er það ekki bara „basic“?“

„Það er erf­ið­ara að finna sterk­ara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð,“ seg­ir séra Hjalti Jón Sverris­son, prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju. Góð­gerð­armat­ar­boð til styrkt­ar Palestínu fer fram í kirkj­unni í kvöld.

„Er það ekki bara „basic“?“
Hvernig samfélag viljum við vera? „Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfélag Ahmadiyya-múslima á Íslandi efnir til matarboðs í Laugarneskirkju í kvöld til að sýna palestínskum flóttamönnum og hælisleitendum sem hafa dvalið í tjaldbúðum á Austurvelli síðustu fjórar vikur stuðning og samhug.  Mótmælendurnir hafa krafist þess að fjölskyldum þeirra verði komið af Gaza. Þeir óttast það sem gæti beðið þeirra, að þær verði drepnar eða týni lífi vegna hungursneyðar eða sjúkdóma sem geisar um svæðið eins og eldur í sinu. 

„Það var aldrei nein spurning um annað en að sýna allan stuðning við það, eins og er alltaf þegar fólk vill láta gott af sér leiða,“ segir séra Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. „Við fögnum því, það er ekkert óvanalegt að það sé samstöðu- og samfélagsviðburður að eiga sér stað í Laugarneskirkju frekar heldur en í öðrum kirkjum. Þetta er hluti af því hvað það þýðir að starfa sem kirkja almennt; að stunda og iðka kærleiksþjónustu. Hingað erum við að fá fólk til okkar sem er að leitast eftir að láta gott af sér leiða og gefa af sér til fólks sem er berskjaldað í sárri stöðu.“

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð“
séra Hjalti Jón Sverrisson

Mahdya Malik er ein skipuleggjenda matarboðsins og segir hún aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum. Uppselt er í matarboðið og undibúningur er hafinn við að elda og framreiða 188 máltíðir, ýmist fyrir fólk til að taka með eða borða á staðnum. Matseðillinn samanstendur af pakistönskum og indónesískum réttum, til að mynda korma-kjúklingi, pilau-hrísgrjónum, pakora og Gule Kambing (lambakjöti í túrmeriksósu). Allur ágóði rennur óskiptur til félagsins Ísland-Palestína og Asil Al Masri, 17 ára stúlku sem slasaðist alvarlega í loftárás Ísraelshers í nóvember en er nú komin til Íslands þar sem bróðir hennar er búsettur. 

Sterkt stef að hjálpa fólki í neyð

Tjaldbúðirnar á Austurvelli voru teknar niður á miðvikudag þegar leyfi borgaryfirvalda rann út. Tjöldin hafa staðið fyrir framan Alþingishúsið frá 27. desember. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í færslu á Facebook í síðustu viku að tjaldbúðir hefðu verið reistar á helgum stað og sagði það „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“. Ráðherrann sagði sömuleiðis að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingishúsið svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Palestínumennirnir, sem bíða fjölskyldusameiningar, ætla ekki að láta staðar numið og hafa dvalið síðustu sólarhringa á Austurvelli án tjaldsins. 

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti. Viðbrögðin við matarboðinu hafa verið sterk og mikil að hans sögn. Og jákvæð. „Mér þætti mjög merkilegt ef það væri einhver titringur í kringum það að það sé verið að halda góðgerðarmáltíð í safnaðarheimili í kirkju. Er það ekki bara „basic“? 

Hann segir mikilvægt að samfélagið starfi saman á kærleiksríkan hátt á tímum sem þessum. „Við lifum í fjölmenningarsamfélagi og samfélagi þar sem við höfum ólíkar trúar- og lífsskoaðnir, hvort sem það er að vera trúuð eða vantrúuð, kristin, múslimi, búddisti, hvernig sem við skilgreinum okkur.“

Hjalti segir að við, sem samfélag, verðum að spyrja okkur að því hvort við ætlum að lifa saman við opið trúfrelsi eða lokað? „Ætlum við að vera forvitin um hvert annað eða ætlum við að vera ólík úti í horni og helst ekkert af hvert öðru vita?“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Eigir þú tvo kyrtla, þá gef annan þeim sem engan á!
    Þetta helsta boð biblíunnar hefur ekki vegið þungt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu