Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Er það ekki bara „basic“?“

„Það er erf­ið­ara að finna sterk­ara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð,“ seg­ir séra Hjalti Jón Sverris­son, prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju. Góð­gerð­armat­ar­boð til styrkt­ar Palestínu fer fram í kirkj­unni í kvöld.

„Er það ekki bara „basic“?“
Hvernig samfélag viljum við vera? „Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfélag Ahmadiyya-múslima á Íslandi efnir til matarboðs í Laugarneskirkju í kvöld til að sýna palestínskum flóttamönnum og hælisleitendum sem hafa dvalið í tjaldbúðum á Austurvelli síðustu fjórar vikur stuðning og samhug.  Mótmælendurnir hafa krafist þess að fjölskyldum þeirra verði komið af Gaza. Þeir óttast það sem gæti beðið þeirra, að þær verði drepnar eða týni lífi vegna hungursneyðar eða sjúkdóma sem geisar um svæðið eins og eldur í sinu. 

„Það var aldrei nein spurning um annað en að sýna allan stuðning við það, eins og er alltaf þegar fólk vill láta gott af sér leiða,“ segir séra Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. „Við fögnum því, það er ekkert óvanalegt að það sé samstöðu- og samfélagsviðburður að eiga sér stað í Laugarneskirkju frekar heldur en í öðrum kirkjum. Þetta er hluti af því hvað það þýðir að starfa sem kirkja almennt; að stunda og iðka kærleiksþjónustu. Hingað erum við að fá fólk til okkar sem er að leitast eftir að láta gott af sér leiða og gefa af sér til fólks sem er berskjaldað í sárri stöðu.“

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð“
séra Hjalti Jón Sverrisson

Mahdya Malik er ein skipuleggjenda matarboðsins og segir hún aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum. Uppselt er í matarboðið og undibúningur er hafinn við að elda og framreiða 188 máltíðir, ýmist fyrir fólk til að taka með eða borða á staðnum. Matseðillinn samanstendur af pakistönskum og indónesískum réttum, til að mynda korma-kjúklingi, pilau-hrísgrjónum, pakora og Gule Kambing (lambakjöti í túrmeriksósu). Allur ágóði rennur óskiptur til félagsins Ísland-Palestína og Asil Al Masri, 17 ára stúlku sem slasaðist alvarlega í loftárás Ísraelshers í nóvember en er nú komin til Íslands þar sem bróðir hennar er búsettur. 

Sterkt stef að hjálpa fólki í neyð

Tjaldbúðirnar á Austurvelli voru teknar niður á miðvikudag þegar leyfi borgaryfirvalda rann út. Tjöldin hafa staðið fyrir framan Alþingishúsið frá 27. desember. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í færslu á Facebook í síðustu viku að tjaldbúðir hefðu verið reistar á helgum stað og sagði það „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“. Ráðherrann sagði sömuleiðis að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingishúsið svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Palestínumennirnir, sem bíða fjölskyldusameiningar, ætla ekki að láta staðar numið og hafa dvalið síðustu sólarhringa á Austurvelli án tjaldsins. 

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti. Viðbrögðin við matarboðinu hafa verið sterk og mikil að hans sögn. Og jákvæð. „Mér þætti mjög merkilegt ef það væri einhver titringur í kringum það að það sé verið að halda góðgerðarmáltíð í safnaðarheimili í kirkju. Er það ekki bara „basic“? 

Hann segir mikilvægt að samfélagið starfi saman á kærleiksríkan hátt á tímum sem þessum. „Við lifum í fjölmenningarsamfélagi og samfélagi þar sem við höfum ólíkar trúar- og lífsskoaðnir, hvort sem það er að vera trúuð eða vantrúuð, kristin, múslimi, búddisti, hvernig sem við skilgreinum okkur.“

Hjalti segir að við, sem samfélag, verðum að spyrja okkur að því hvort við ætlum að lifa saman við opið trúfrelsi eða lokað? „Ætlum við að vera forvitin um hvert annað eða ætlum við að vera ólík úti í horni og helst ekkert af hvert öðru vita?“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Eigir þú tvo kyrtla, þá gef annan þeim sem engan á!
    Þetta helsta boð biblíunnar hefur ekki vegið þungt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár