Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum

Hér­að­dóm­ur Reykja­ness dæmdi nú fyr­ir skömmu konu til þess að greiða þrota­búi Magnús­ar Ól­afs Garð­ars­son­ar, fyrr­um for­stjóra United Silicon, von­goldna leigu á hús­næði og hús­gögn­um. Nam upp­hæð­in rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna ásamt drátta­vöxt­um. Þá var fyrr­um leigu­tak­an­um gert að greiða 500.000 krón­ur í máls­kostn­að

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrum forstjóri United Silicon, gerði forvitnilega leigusamning við konu árið 2020 sem í kjölfarið leiddi til málaferla

Fyrrum leigjandi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sem gjarnan er kenndur við fyrirtækið United Silicon, hefur verið dæmdur til þess að greiða þrotabúi Magnúsar rúmar þrjár milljónir ásamt dráttarvöxtum fyrir vanefndir á húsaleigusamningi.

Í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær, segir að leigutakanum hafi verið stefnt fyrir vanefndir í greiðslu húsaleigu í fjóra mánuði samfleytt og fyrir að hafa ekki greitt leigu á húsgögnum í 13 mánuði.

Mánaðarleg leiga var samtals 550.000 krónur á mánuði. Sú upphæð skiptist í tvennt, fyrir annars vegar leigu á húsnæðinu, sem nam 400.000 krónum og svo hins vegar leigu á húsgögnum. Nam leigan fyrir húsgögnin 150.000 krónur á mánuði.

Í niðurstöðu dómsins var konunni gert að greiða rúma 1,8 milljónir fyrir vangoldna leigu á húsnæðinu og 1.950.000 krónur fyrir leigu á húsgögnunum. Dómurinn féllst þó á að draga 850.000 krónur sem konan greiddi í tryggingu frá heildarupphæðinni. 

Glæsihýsi í Kópavogi

Húsið sem um ræðir er einbýlishús við Huldubraut 28 í Kópavogi sem var áður í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Húsið er um 360 fermetrar að stærð.

GlæsihýsiSjá má hluta af þeim húsgögnum sem talið er að hafi verið leigð fyrir 150.000 krónur á mánuði.

Þá voru fyrri eigendur hússins hjónin Ólafur Ólafsson, fyrrum forstjóri Samskipa, og Ingibjörg Kristjánsdóttir arkitekt. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Magnús Ólafur ratar í fréttirnar fyrir fyrirkomulag við útleigu á húsinu. Í frétt Viðskiptablaðsins frá 2017 var greint frá því að Magnús hafi leigt húsið út á Airbnb á tilskilinna leyfa.

Grunur um að engin húsgögn hafi verið leigð

Í kærunni hélt þrotabúið því fram að leigusamningurinn hefði verið gerður í slæmri trú. Þau hafi samið um leigu upp á 550.000 krónur á mánuði en ákveðið að skipta leigunni niður í tvo mismunandi leigusamninga. 400.000 krónur fyrir húsið en 150.000 krónur fyrir húsgögnin, sem hafi þó ekki verið leigð í raun.

Fyrri leigusamningnum, fyrir húsið, var þinglýst en hinum seinni, fyrir húsgögnin, ekki. Því hafi ekki uppgötvast hvernig í pottinn var búið. Dóttir leigjandans framleigði síðan neðri hæð hússins fyrir 150.000 krónur, sömu upphæð og leigan á meintu húsgögnunum, og sér leigusamningur gerður á milli mæðgnanna. Þær fengu svo báðar húsaleigubætur fyrir hvorn sinn leigusamninginn.

Eftir að þrotabúið tók við leigusamningnum þá leyndi leigjandinn óþinglýsta húsgagnaleigusamningnum fyrir því og hætti að greiða fyrir húsgögnin. Krafðist þrotabúið því 13 mánaða leigu. Stefnda reyndi þó að bera fyrir sig að samningnum hafi ekki verið þinglýst. Dómurinn tók þessi rök ekki gild. 

Kaupsýslumaðurinn Magnús Ólafur Garðarsson

Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi, fyrrverandi forsvarsmaður og áður stærsti hluthafi hins umdeilda United Silicon sem rak kísilver í Helguvík. Hann hefur áður komist í kast fyrir lögin. Hann hefur til dæmis verið ásakaður um ítrekuð efnahagsbrot og misferli í starfi.

Árið 2009 var Magnús sagður hafa brotið á réttindum pólskra verkamanna í Danmörku. Var fyrirtæki hans sektað fyrir brot þessi sem sögð voru jaðra við mansal. Magnúsi var í kjölfarið gert að segja upp. 

Árið 2017 kærði stjórn United Silicon Magnús, þá fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir refsiverða háttsemi. Var Magnús grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014. Í september í fyrra hafði héraðssaksóknari ekki enn komist að niðurstöðu í málinu. 

Árið 2021 var Magnús úrskurðaður gjaldþrota. Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið er þrotabú Sameinaðs sílikons sem er rekstrarfélag kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kröfur fyrirtækisins í þrotabú Magnúsar námu 1,8 milljörðum í október 2021.

Hafði þrotabú Sameinaðs sílikons þá einnig höfðað tvö önnur mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, samtals upp á 4,5 milljónir evra. Tengdust málin bæði samskiptum Magnúsar við suður-afríksa félagið Tenova Minerals sem keypti bræðsluofn verksmiðjunnar.

Í september síðastliðnum greindi mbl.is frá því að Magnúsi hefði verið gefið að sök að hafa stofnað erlend gervitökufélög, gefið út falsaða og tilhæfulausa reikninga frá þeim til að dylja brot sín og látið bókhaldsgögn hverfa í sama tilgangi þegar hann stjórnaði United Silicon.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þetta eru hinir svokölluðu virðulegu athafnamennn á Íslandi, gæfulegt eða hitt þó, ætli þeim fari ekki sífellt fjölgandi.....
    2
  • TAE
    T.ark Arkitektar ehf skrifaði
    Þyrfti að laga málfræðina. Illa skrifuð. Sæmir ekki Heimildinni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár