Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg kynn­ir ann­an val­kost vegna bygg­ing­ar um­deildr­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Ölfusi. Verk­smiðj­an verð­ur færð vest­an við byggð­ina, til Kefla­vík­ur.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju
Valkosturinn fjær byggð talinn betri Í umhverfismatsskýrslu Mannvits er valkostur 2. undir verksmiðjuna, sem er fjær byggðinni í Þorlákshöfn, talinn vera betri. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, leiðir íbúafundinn í kvöld en hann sést hér á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var um verksmiðjuna árið 2022.

Þýska fyrirtækið Heidelberg heldur íbúafund um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í kvöld.  Heidelberg hefur áður  haldið sambærilega íbúafundi í bænum þar sem framkvæmdir við mölunarkverksmiðjuna eru kynntar. 

Aðaltilefni fundarins er að ræða Umhverfismatsskýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti vegna verksmiðjunnar. Komið fram í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að íbúar Ölfuss muni kjósa um byggingu verksmiðjunnar þegar fyrir liggur hvar og hvernig hún eigi að vera. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi og fyrrverandi ráðherra stýrir fundinum. 

Mölunarverksmiðjan hefur valdið hörðum deilum í bænum og hefur bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir meðal annars gagnrýnt hana. Ása Berglind hefur sagt að verið sé að breyta Þorlákshöfn í námabæ. 

Seinni valkostur fjær byggðinni talinn betri

Í skýrslunni er rætt um tvo valkosti fyrir staðsetningu mölunarverksmiðjunnar. Sá fyrri er í Skötubót, ofan í byggðinni í Þorlákshöfn, á meðan hinn er í Keflavík, vestan þorpsins og nokkuð langt frá byggðinni. Mannvit telur að seinni kosturinn sé betri en sá fyrri.

Um þessa kosti segir Mannvit: „Lóðin við Skötubót er talin vera of lítil fyrir þá starfsemi sem er fyrirhuguð og hún er mun nær íbúabyggð en í tilfelli valkostar 2. Fyrri valkosturinn hefur verið umdeildur meðal íbúa Ölfuss vegna nálægðar við byggðina allt frá því byrjað var að ræða um verksmiðjuna. 

Um seinni valkostinn segir Mannvit: „Stærð og staðsetning lóðar er betri en í tilfelli valkostar 1 og er hún talin henta vel undir fyrirhugaða starfsemi. Svæðið er skilgreint sem iðnaðar/athafnarsvæði í skipulagi og gert er ráð fyrir starfsemi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyrir starfsemina og þar af leiðandi hægt að hafa byggingar lægri með minni ásýndaráhrifum. Mögulegt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem gerir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsilega. Lóðin liggur upp að lóðum þar sem landeldi verður starfrækt.

Frá Skötubót til KeflavíkurMannvit mælir með því að mölunarverksmiðjan verði færð frá Skötubót, nær byggðinni í Þorlákshöfn, og vestan við byggðina, til Keflavíkur. Valkostirnir tveir eru ljósgrænir á myndinni.

Tvöfalt fleiri á móti

Eins og Heimildin greindi frá fyrir rúmu ári síðan þá voru rúmlega tvöfalt fleiri íbúar í Ölfusi á móti byggingu mölunarverksmiðjunnar  á fyrri staðnum, við Skötubót, en voru fylgjandi henni. Þetta var niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal  íbúa í Ölfusi. 382 íbúar Ölfuss svöruðu spurningunum í könnuninni en 66 neituðu að svara. 

Í könnuninni sögðust 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu vera fremur eða mjög andvígir byggingu verksmiðjunnar á meðan einungis 19,3 prósent eru fremur eða mjög hlynntir byggingu hennar. 36 prósent íbúa í sveitarfélaginu vildu hins vegar ekki taka afstöðu með eða á móti verksmiðjunni í ársbyrjun í fyrra. 

Miðað við þessa niðurstöðu þarf ekki að koma á óvart að í skýrslu Mannvits er valkosturinn við Keflavík kynntur sem aðalvalkosturinn við byggingu verksmiðjunnar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Ég hef verið að glugga í þetta umhverfismat og það vöknuðu margar spurningar.

    1. Valkostur 2, sem er hinn nýi valkostur Heidelberg Materials er 3 kílómetra fyrir vestan núverandi byggð í Þorlákshöfn. Miðað við að vaxtarsvæði bæjarins er í vestur þá mun bærinn vaxa í átt að verksmiðjunni og umhverfisáhrif verksmiðjunnar sem talin eru ásættanleg núna vegna fjarlægðar verða það ekki eftir nokkur ár en þá verður of seint að mótmæla staðsetningunni.

    2. Ekki er gerð tilraun til að fara ofan í saumana á magntölum í þessu umhverfismati. Verkefnið hefur aukizt að umfangi um 150%. Í fyrstu kynningu var bara talað um að hún myndi mala 500 þúsund tonn af móbergi sem yrði flutt til verksmiðjunnar ofan úr Þrengslum. Nú er meiningin að vinna 700 þúsund tonn úr fjöllunum og 1 milljón og 300 tonn munu koma með skipum sem munu dæla efninu upp af sjávarbotni í grennd við Ingólfshöfða og flytja til Þorlákshafnar og dæla í manngerð setlón í Keflavík. Þessir efnisflutningar munu valda miklum neikvæðum umhverfisáhrifum.

    3. Í sóknaráætlun Suðurlands, sem Þorlákshöfn er aðili að er lögð mikil áherzla á umhverfisvitund. Lagt er upp með að draga úr losun á CO^2 um 10% fyrir 2025. Með þessu verkefni eru þær áætlanir að engu orðnar og kolefnislosun mun aukast gríðarlega út af efnisflutningum til og frá verksmiðjunni.

    4. Allt frá því þetta verkefni var kynnt og æ síðan hefur verið tönnlast á því, að með því að þetta móbergsefni komi í stað sementsgjalls þá stuðli Þorlákshöfn að minni losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og sé þannig umhverfisvænt í sjálfu sér. Þessi framsetning er eingöngu til að b lekkja fólk. Hvert land er með sitt eigið loftslagsbókhald og það sem gert er í einu landi er ekki hægt að nota til að jafna kolefnisbókhaldið í öðru landi þótt það sé stundað í blekkingarskyni. Þetta verkefni hefur mjög neikvæð umhverfisáhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar til langrar framtíðar.

    * Útblástur v/þungaumferðar hefur mjög neikvæð áhrif á loftgæði
    * Hávaði v/þungaumferðar mun hafa mjög neikvæð áhrif á hljóðvist.
    * Mengun frá losun og lestun efnis á landi verður einhver
    * Mengun vegna skipaflutninga og brennslu olíu verður mjög mikil.

    Vonandi verður Þorsteinn spurður þessara spurninga á fundinum í kvöld. Ef ekki ,þá verður Elliði að svara fyrir þetta áður en af íbúakosningunni verður.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár