Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg kynn­ir ann­an val­kost vegna bygg­ing­ar um­deildr­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Ölfusi. Verk­smiðj­an verð­ur færð vest­an við byggð­ina, til Kefla­vík­ur.

Boðað til íbúafundar um umdeilda mölunarverksmiðju
Valkosturinn fjær byggð talinn betri Í umhverfismatsskýrslu Mannvits er valkostur 2. undir verksmiðjuna, sem er fjær byggðinni í Þorlákshöfn, talinn vera betri. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, leiðir íbúafundinn í kvöld en hann sést hér á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var um verksmiðjuna árið 2022.

Þýska fyrirtækið Heidelberg heldur íbúafund um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í kvöld.  Heidelberg hefur áður  haldið sambærilega íbúafundi í bænum þar sem framkvæmdir við mölunarkverksmiðjuna eru kynntar. 

Aðaltilefni fundarins er að ræða Umhverfismatsskýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti vegna verksmiðjunnar. Komið fram í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að íbúar Ölfuss muni kjósa um byggingu verksmiðjunnar þegar fyrir liggur hvar og hvernig hún eigi að vera. Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi og fyrrverandi ráðherra stýrir fundinum. 

Mölunarverksmiðjan hefur valdið hörðum deilum í bænum og hefur bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir meðal annars gagnrýnt hana. Ása Berglind hefur sagt að verið sé að breyta Þorlákshöfn í námabæ. 

Seinni valkostur fjær byggðinni talinn betri

Í skýrslunni er rætt um tvo valkosti fyrir staðsetningu mölunarverksmiðjunnar. Sá fyrri er í Skötubót, ofan í byggðinni í Þorlákshöfn, á meðan hinn er í Keflavík, vestan þorpsins og nokkuð langt frá byggðinni. Mannvit telur að seinni kosturinn sé betri en sá fyrri.

Um þessa kosti segir Mannvit: „Lóðin við Skötubót er talin vera of lítil fyrir þá starfsemi sem er fyrirhuguð og hún er mun nær íbúabyggð en í tilfelli valkostar 2. Fyrri valkosturinn hefur verið umdeildur meðal íbúa Ölfuss vegna nálægðar við byggðina allt frá því byrjað var að ræða um verksmiðjuna. 

Um seinni valkostinn segir Mannvit: „Stærð og staðsetning lóðar er betri en í tilfelli valkostar 1 og er hún talin henta vel undir fyrirhugaða starfsemi. Svæðið er skilgreint sem iðnaðar/athafnarsvæði í skipulagi og gert er ráð fyrir starfsemi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyrir starfsemina og þar af leiðandi hægt að hafa byggingar lægri með minni ásýndaráhrifum. Mögulegt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem gerir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsilega. Lóðin liggur upp að lóðum þar sem landeldi verður starfrækt.

Frá Skötubót til KeflavíkurMannvit mælir með því að mölunarverksmiðjan verði færð frá Skötubót, nær byggðinni í Þorlákshöfn, og vestan við byggðina, til Keflavíkur. Valkostirnir tveir eru ljósgrænir á myndinni.

Tvöfalt fleiri á móti

Eins og Heimildin greindi frá fyrir rúmu ári síðan þá voru rúmlega tvöfalt fleiri íbúar í Ölfusi á móti byggingu mölunarverksmiðjunnar  á fyrri staðnum, við Skötubót, en voru fylgjandi henni. Þetta var niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal  íbúa í Ölfusi. 382 íbúar Ölfuss svöruðu spurningunum í könnuninni en 66 neituðu að svara. 

Í könnuninni sögðust 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu vera fremur eða mjög andvígir byggingu verksmiðjunnar á meðan einungis 19,3 prósent eru fremur eða mjög hlynntir byggingu hennar. 36 prósent íbúa í sveitarfélaginu vildu hins vegar ekki taka afstöðu með eða á móti verksmiðjunni í ársbyrjun í fyrra. 

Miðað við þessa niðurstöðu þarf ekki að koma á óvart að í skýrslu Mannvits er valkosturinn við Keflavík kynntur sem aðalvalkosturinn við byggingu verksmiðjunnar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Ég hef verið að glugga í þetta umhverfismat og það vöknuðu margar spurningar.

    1. Valkostur 2, sem er hinn nýi valkostur Heidelberg Materials er 3 kílómetra fyrir vestan núverandi byggð í Þorlákshöfn. Miðað við að vaxtarsvæði bæjarins er í vestur þá mun bærinn vaxa í átt að verksmiðjunni og umhverfisáhrif verksmiðjunnar sem talin eru ásættanleg núna vegna fjarlægðar verða það ekki eftir nokkur ár en þá verður of seint að mótmæla staðsetningunni.

    2. Ekki er gerð tilraun til að fara ofan í saumana á magntölum í þessu umhverfismati. Verkefnið hefur aukizt að umfangi um 150%. Í fyrstu kynningu var bara talað um að hún myndi mala 500 þúsund tonn af móbergi sem yrði flutt til verksmiðjunnar ofan úr Þrengslum. Nú er meiningin að vinna 700 þúsund tonn úr fjöllunum og 1 milljón og 300 tonn munu koma með skipum sem munu dæla efninu upp af sjávarbotni í grennd við Ingólfshöfða og flytja til Þorlákshafnar og dæla í manngerð setlón í Keflavík. Þessir efnisflutningar munu valda miklum neikvæðum umhverfisáhrifum.

    3. Í sóknaráætlun Suðurlands, sem Þorlákshöfn er aðili að er lögð mikil áherzla á umhverfisvitund. Lagt er upp með að draga úr losun á CO^2 um 10% fyrir 2025. Með þessu verkefni eru þær áætlanir að engu orðnar og kolefnislosun mun aukast gríðarlega út af efnisflutningum til og frá verksmiðjunni.

    4. Allt frá því þetta verkefni var kynnt og æ síðan hefur verið tönnlast á því, að með því að þetta móbergsefni komi í stað sementsgjalls þá stuðli Þorlákshöfn að minni losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og sé þannig umhverfisvænt í sjálfu sér. Þessi framsetning er eingöngu til að b lekkja fólk. Hvert land er með sitt eigið loftslagsbókhald og það sem gert er í einu landi er ekki hægt að nota til að jafna kolefnisbókhaldið í öðru landi þótt það sé stundað í blekkingarskyni. Þetta verkefni hefur mjög neikvæð umhverfisáhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar til langrar framtíðar.

    * Útblástur v/þungaumferðar hefur mjög neikvæð áhrif á loftgæði
    * Hávaði v/þungaumferðar mun hafa mjög neikvæð áhrif á hljóðvist.
    * Mengun frá losun og lestun efnis á landi verður einhver
    * Mengun vegna skipaflutninga og brennslu olíu verður mjög mikil.

    Vonandi verður Þorsteinn spurður þessara spurninga á fundinum í kvöld. Ef ekki ,þá verður Elliði að svara fyrir þetta áður en af íbúakosningunni verður.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár