Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hæfi Bjarna við sendiherraskipanir verði skoðað

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hef­ur lagt fram beiðni um frum­kvæðis­at­hug­un á skip­un­um ut­an­rík­is­ráð­herra á Svan­hildi Hólm Vals­dótt­ur og Guð­mundi Árna­syni sem sendi­herra. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd mun skoða hvort að Bjarni Bene­dikts­son hafi fylgt regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins og ver­ið hæf­ur þeg­ar hann skip­aði fyrr­ver­andi sam­starfs­fólk sitt í stöð­ur í ut­an­rík­is­þjón­ust­unni án aug­lýs­ing­ar.

Hæfi Bjarna við sendiherraskipanir verði skoðað
Sendiherraskipanir Bjarni Benediktsson skipaði nýverið tvo sendiherra án auglýsingar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur lagt fram frumkvæðisathugun á skipununum. Mynd: Bára Huld Beck/PRESSPHOTOS.BIZ / GEIRI

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur lagt fram beiðni um frumkvæðisathugun á sendiherraskipunum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ráðherrann skipaði í desember tvo fyrrverandi samstarfsmenn sína í stöður sendiherra með stuttu millibili.

Það eru þau Svanhildur Hólm Valsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna, sem mun verða sendiherra í Washington og Guðmundur Árnason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem mun verða sendiherra í Róm. Hvorug staðan var auglýst en ráðherra nýtti umdeild lög frá 2020 sem heimila tímabundnar skipanir án auglýsingar til fimm ára. 

„Ég óskaði eftir gögnum frá ráðuneytinu. Um aðdraganda þessara skipana, undirbúningsvinnuna á bak við þær og líka um þá ákvörðun að koma á sendiráði í Róm,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. „Ég bað sérstaklega um gögn sem sneru að mati á hæfi ráðherra til þess að taka þessar ákvarðanir gagnvart þessum einstaklingum. Gætti ráðherra að hæfi …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár