„Á Íslandi, líkt og annars staðar, byggir hagkerfið á náttúrunni en ekki öfugt. Ef við eyðileggjum náttúruna þá munum við líka eyðileggja hagkerfið okkar,“ segir bandaríski athafnamaðurinn Yvon Chouinard, stofnandi útivistarmerkisisins Patagonia, í athugasemd sem hann sendi inn við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi sem nú liggur fyrir Alþingi.
Með lagareldi er meðal annars átt við eldi á laxi í opnum kvíum í sjó en Chouinard og Patagonia berjast gegn sjókvíaeldi þar sem hann telur umhverfisáhrifin af þessari iðngrein vera of mikil, meðal annars fyrir íslenska laxastofna.
Hann er ástríðufullur fluguveiðimaður og hefur komið til Íslands til að veiða í meira en hálfa öld. Hann er orðinn 85 ára gamall.
„Ég féll gjörsamlega fyrir henni þarna“
Kattamatur, svefnpoki og fangelsi
Fyrir átta árum síðan birtist löng nærmynd af Ivon Chouinard í bandaríska tímaritinu The New Yorker þar sem dregin var upp mynd af sérvitrum …
Hann hefur ánafnað sérstökum sjóði mest af auðæfum sínum.
Er ekki lengur milljarðamæringur sem slíkur.