Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorvaldur segir gosinu líklega að ljúka en Veðurstofan varar við

Veð­ur­stof­an var­ar við því að nýj­ar sprung­ur og gosop mynd­ist í eða við Grinda­vík. Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að mið­að við þró­un goss­ins sé ólík­legt að fleiri gosop opn­ist á næst­unni. Hann tel­ur senni­legra að gos­inu muni brátt ljúka, í bili.

Þorvaldur segir gosinu líklega að ljúka en Veðurstofan varar við
Dregið hefur úr krafti eldgossins sem valdið hefur miklu tjóni í Grindavík. Út frá nýlegum mælingum Veðurstofunnar hefur bærinn gliðnað um allt 1,4 metra á síðasta sólarhring. Mynd: Golli

Jafnt og þétt hefur dregið í krafti eldgossins við Grindavík og flæðið úr syðri sprungunni, skammt frá bæjarmörkunum, lítur út fyrir að hafa stöðvast. Þrátt fyrir vísbendingar um að gosinu fari senn að ljúka hafa náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands lagt áherslu á að svæðið er enn skilgreint sem hættusvæði og óvissan um hvað gerist næst er enn mikil. Varað er við mögulegri opnun nýrra gossprungna á svæðinu.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Heimildina að hann telji meiri líkur á því að gosinu fari senn að ljúka. „Eins og staðan er núna, það hefur dregið mjög úr gosinu, manni finnst það svona stefna meira í það að bara deyi út og þessu sé þá bara lokið, í bili,“ segir Þorvaldur. 

Þá telur Þorvaldur líklegt að kvikan sem streymir nú úr gosopinu rétt sunnan Hagafells komi úr kvikuhólfi sem er við það að tæmast. Ef kvikan „er eingöngu úr þessu grunna geymsluhólfi sem er á 4-5 kílómetra dýpi undir Svartsengi þá ef þú horfir bara á stærðina á hrauninu þarna þá passar það vel við að það er búið að taka það sem þú getur tekið úr því hólfi í einu gosi. Það þarf að hlaða í aftur, það er, það færi í næsta atburð,“ segir Þorvaldur. 

Þorvaldur telur að í umræddu kvikuhólfi hafi safnast fyrir um 10 milljón rúmmetrar af kviku. Helmingur þess hafi flætt út í síðasta eldgosi, þann 18. Desember og hinn helmingurinn hafi flæði út í þessu gosi. „Ef þetta er það sem er raun og veru að gerast að þá er þetta gos að verða búið.

Tvær sviðsmyndir

Spurður hvort hann telji að fleiri gossprungur geti myndast á svæðinu segir Þorvaldur ekki geta útilokað það, þó svo honum finnist það vera ólíkleg sviðsmynd.

Nýlegar mælingar gefa til kynna að landris hafi haldið áfram við Svartsengi. Þorvaldur segir að tvær útskýringar hafa komið fram, sem skýra þessa þróun. Kenningarnar endurspegla gjörólíkar sviðsmyndir. 

„Önnur er að landrisið sé bara afleiðing af þessu gangainnskoti sem var þarna austan við Hagafell og Svartsengisstöðvarnar, þar sem verður upplyfting á því svæði í tengslum við myndun á ganginum.“ 

Hin kenningin gerir ráð fyrir að áframhaldandi landris í Svartsengi komi til vegna aukins innflæði af kviku sem komi dýpra úr jörðinni. „Sem sagt úr dýpra geymsluhólfinu og væri þá viðbót við það sem var komið í geymsluhólfið. Ef það rétt gæti það viðhaldið gosi af ákveðnu afli,“ segir Þorvaldur. 

Hann telur þó að miðað við það sem hefur verið er að gerast núna, bendi það til þess að fyrri sviðsmyndin sé líklegri en sú seinni. Þá tekur Þorvaldur fram að þær jarðhreyfingar sem hafa verið að mælast nýlega eru ekki allar endilega vegna kvikuhreyfinga. Þarna séu líka hreyfingar að mælast sem koma til vegna flekaskila.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár