Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Aukinn þungi í undirbúning Hvalárvirkjunar

Fram­kvæmd­ir við stækk­un orku­vers HS Orku í Svartsengi liggja nú niðri og óljóst er hvenær þær hefjast á ný. Flest­ir virkj­ana­kost­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru á Reykja­nesi og gefa jarð­hrær­ing­ar þar „vissu­lega til­efni“ til að gaum­gæfa enn frek­ar áform­aða Hvalár­virkj­un.

Aukinn þungi í undirbúning Hvalárvirkjunar
Drynjandi Fossinn Drynjandi í Hvalá er um 70 metra hár. Með virkjun myndi rennsli um hann skerðast verulega hluta úr ári. Mynd: b'Golli / Kjartan \xc3\x9eorbj\xc3\xb6rnsson'

„Jarðhræringarnar á Reykjanesi gefa vissulega tilefni til að gaumgæfa frekar virkjun Hvalár enda yrði hún mikilvægur hlekkur í raforkuöryggi alls landsins – staðsett á köldu svæði fjarri jarðhræringum,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, spurð hvort jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft áhrif á áform fyrirtækisins um orkuöflun til framtíðar. Af þeim virkjunarkostum HS Orku sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar eru fimm á Reykjanesi, m.a. á Krýsuvíkursvæðinu og í Eldvörpum. Einn kosturinn, Hvalárvirkjun, sem dótturfyrirtækið Vesturverk stendur að, er hins vegar í Árneshreppi á Vestfjörðum.

Á innan við þremur árum hafa orðið fimm eldgos á Reykjanesi og þykir vísindamönnum ljóst að tímabil eldsumbrota, sem staðið gæti jafnvel í nokkra áratugi, sé hafið. Varnargarður hefur verið reistur umhverfis orkuver HS Orku í Svartsengi en vegna jarðhræringa, m.a. mikils landriss, og varúðar af þeim sökum, hafa framkvæmdir við stækkun og endurbætur virkjunarinnar sem hófust síðasta sumar legið niðri frá 10. nóvember er Grindavík og Svartsengi voru rýmd. Áætlanir gera ráð fyrir að endurbæturnar skili 22 MW aflaukningu orkuversins en óljóst er hvenær framkvæmdir geta hafist á nýjan leik.

Að öðru leyti hafa jarðhræringarnar ekki haft teljandi áhrif á virkjunaráform HS Orku að sögn Birnu og áfram er unnið að undirbúningi þeirra kosta sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Nefnir hún að fyrirtækið sé þegar með rannsóknarleyfi á Krýsuvíkursvæðinu og undirbúi nú rannsóknir á grundvelli viljayfirlýsingar við Hafnarfjarðarbæ og í samstarfi við Veitur ohf. „Virkjun í Krýsuvík er ekki síst ætluð til húshitunar en skortur á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu er fyrirsjáanlegur í náinni framtíð.“

„Gangi allt að óskum gæti Hvalárvirkjun verið gangsett árið 2030.“
Birna Lárusdóttir,
upplýsingafulltrúi HS Orku.

Orkan úr hinni áformuðu Hvalárvirkjun er hins vegar hugsuð til sölu á almennum markaði en myndi, að sögn Birnu, jafnframt auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Hún segir áfram unnið markvisst að undirbúningi hennar samhliða öðrum þróunarverkefnum HS Orku. Umhverfismati sé lokið, virkjunin sé á aðalskipulagi Árneshrepps og Alþingi hafi í tvígang staðfest hana í nýtingarflokki rammaáætlunar.

Hvalárvirkjun hefur verið ein umdeildasta virkjunarhugmynd síðari ára og klauf umræða um hana minnsta sveitarfélag landsins í tvær fylkingar. Hún yrði reist í óbyggðum víðernum á Ófeigsfjarðarheiði og myndi skerða verulega rennsli í fossum og ám.

Tekist á um landamerki

Spurð um núverandi stöðu verkefnisins segir Birna að unnið sé að hönnun virkjunarinnar og að árlegar rannsóknir hafi farið fram á þeim vatnasviðum sem nýtt verða við virkjunina. „Samhliða rannsóknum og öðrum undirbúningi hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að minnka óvissu vegna eignarhaldsmála og þjóðlendukrafna ríkisins á svæðinu.“

Eignarhaldsmálin snúast m.a. um landamerkjadeilur. Árið 2020 höfðuðu eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi mál á hendur eigendum þeirra tveggja jarða, Engjaness og Ófeigsfjarðar, sem samið höfðu um vatnsréttindi við Vesturverk. Drangavíkurfólk vill meina að ein þeirra áa sem áformað er að nýta til virkjunarinnar eigi upptök sín á þeirra jörð. Þetta megi lesa úr landamerkjabréfum frá árinu 1890. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þessi sjónarmið og sýknaði eigendur Ófeigsfjarðar og Engjaness af kröfum eigenda Drangavíkur. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Landsréttar og málið því ekki útkljáð.

Þar sem Hvalárvirkjun yrði fjarri meginflutningskerfi raforku hafa verið uppi áætlanir um að leggja háspennulínu yfir Ófeigsfjarðarheiði og í tengivirki, sem enn á eftir að reisa, í Ísafjarðardjúpi. Þaðan yrði rafmagnið svo flutt með loftlínum um 26 kílómetra leið yfir Kollafjarðarheiði og að hinni svonefndu Vesturlínu. Þetta er mikil framkvæmd og dýr en Landsnet sagði í samtali við mbl.is árið 2019 að verkefnið yrði „sjálfbært“ og myndi ekki leiða til kostnaðarhækkunar hjá öðrum notendum.

Gangsetning árið 2030?

Birna segir að samstarf Vesturverks og Landsnets sé þegar hafið. Framkvæmdir beggja aðila þurfi að fara fram samhliða „og því mikilvægt að samræma allan undirbúning“. Þá séu einnig hafnar viðræður við Vegagerðina enda þurfi að undirbúa vegi inn í Árneshrepp fyrir þá miklu þungaflutninga sem bygging virkjunarinnar myndi kalla á.

„Hvað tímasetningar áhrærir þá munu næstu tvö ár einkennast af skipulagsmálum og umhverfismatsmálum fyrir tengingu Landsnets,“ segir Birna. „Vonir standa til þess að framkvæmdaleyfi geti legið fyrir á árinu 2026 en áætlað er að virkjunarframkvæmdir ásamt framkvæmdum við tengilögn Landsnets taki þrjú og hálft ár. Gangi allt að óskum gæti Hvalárvirkjun verið gangsett árið 2030.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg náttúrueyðilegging.
    0
    • Bergur Torfason skrifaði
      Vistvænasta virkun sem hægt er að gera hér á Íslandi.
      0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Áhugaverð virkjun.
    En hingað til hafa Vestfirðingar, frá EB reglugerðar setningu um aðskilnað framleiðslu og dreifingar (líklega Google þýdd reglugerð, allavega ekki aðlöguð að Íslandi), virkjað afl einungis innan marka um reglunnar kröfu og því getað sparað einhverja aura, á kostnað raforkuöryggis á Vestfjörðum.
    Ekki er að sjá að þessi virkjun muni þó geta aukið afhendingaröryggi raforku fyrir sitt nærumhverfi, nema OV hysji upp um sig buxurnar og fari að hugsa um Vestfirðinga en ekki?
    Því þessi framkvæmd mun og kosta OV, ef hún á að gagnast nærumhverfinu, þegar á reynir.
    Þar sem OV hefur enn fengið að vera báðu megin við borðið, þ.e. í framleiðslu og dreifingu, þá má leiða að því líkum að skammt sé í einkavinavæðingu framleiðsluhluta OV.
    Ekki ólíklegt að XD sjái um það (eða heitir það AFÍ)?
    Verziehen, das var fehler, AfI soll es sein 😊
    Hvað um það, það má ætla að vestfirskar virkjanir fáist fyrir gott verð, þar sem þar eru einungis til þess gerðar að framleiða afl á „traust“ dreifikerfi Landsnets.
    0
    • Eggert Stefánsson skrifaði
      Það er Vesturverk, dótturfyrirtæki HS Orku sem vinnur að Hvalárvirkjun, ekki Orkubú Vestfjarða.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Eins og ráða má af þessari grein, er Hvalárvirkjun tómir hugarórar. Það eru engir innviðir á svæðinu til að taka við rafmagninu og koma því áleiðis til notenda, né séð að það geti verið arðbært. Þessu til viðbótar á að fórna þarna miklum, ósnortnum víðernum fyrir tiltölulega litla orku.
    0
  • S
    skalp skrifaði
    Málefnaleg og upplýsandi grein
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár