Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Freista þess að fella ítalska baróninn í Landsrétti

Landa­merkja­mál í Ár­nes­hreppi, sem áhrif gæti haft á áform­aða Hvalár­virkj­un, eru ekki enn út­kljáð. Fram­kvæmda­að­ili sótti ekki um fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyf­is til Orku­stofn­un­ar vegna virkj­un­ar­inn­ar í tæka tíð en seg­ist hafa „einka­leyfi“ á slík­um rann­sókn­um.

Freista þess að fella ítalska baróninn í Landsrétti
Barón á hestbaki Ítalski baróninn Fel­ix von Lango-Liebenstein a eyðijörðina Engjanes í Eyvindarfirði á Ströndum. Þangað hefur hann örsjaldan komið. Mynd: Suedtirolfoto/Seehauser

Enginn aðili er með gilt leyfi Orkustofnunar til rannsókna á þeim slóðum sem Hvalárvirkjun í Árneshreppi er áformuð. Vesturverk, sem hefur verið með virkjunina á prjónunum árum saman, fékk útgefið rannsóknarleyfi vegna áformanna í lok mars árið 2015 og var það tvívegis framlengt. Hins vegar láðist fyrirtækinu að sækja um þriðju framlengingu þess í tæka tíð áður en það rann út 31. mars 2021. Því er staðan sú að þrátt fyrir að virkjunarkosturinn sé ofarlega á blaði hjá HS Orku, sem á 80 prósent í Vesturverki, er ekkert rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í gildi og hefur ekki verið í tvö og hálft ár.

Hins vegar hefur fyrirtækið samið við landeigendur um rannsóknir og samkvæmt lögum þarf ekki leyfi Orkustofnunar til rannsókna ef þær fara fram á vegum landeiganda.

Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá HS Orku nýverið um hver staða nýrra virkjunarkosta fyrirtækisins væru. Þau svör fengust að auk stækkunarverkefna virkjana sem þegar eru starfræktar er fyrirtækið að einbeita sér að þremur nýjum kostum: Hvalárvirkjun, Eldvörpum og Krýsuvík. Þeir tveir síðarnefndu eru jarðvarmakostir.

Hvalárvirkjun er hins vegar, sagði í svörum Birnu Lárusdóttur upplýsingafulltrúa HS Orku, sá kostur sem er hvað lengst kominn í undirbúningi. Benti hún á að umhverfismati væri lokið sem og helstu skipulagsbreytingum þrátt fyrir að þær þörfnuðust lítils háttar endurskoðunar. Spurð um stöðu rannsóknarleyfa svaraði Birna: „Vesturverk er með einkaleyfi á rannsóknum og nýtingu samkvæmt landeigendasamningum.“

Samningar þessir við landeigendur eru til ársins 2025 og fjalla um rannsóknir og nýtingu á vatnasviði áformaðrar Hvalárvirkjunar.

Hægt að veita öðrum leyfi

Orkustofnun bendir í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu rannsóknarleyfa á að samkvæmt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu þurfi ekki leyfi Orkustofnunar ef rannsóknir fari fram á vegum landeiganda. Stofnunin telur hins vegar rétt að benda á að þrátt fyrir slíka samninga geti stofnunin veitt öðrum rannsóknarleyfi ef eftir er sóst og þá yrðu rannsóknir á vegum landeiganda óheimilar.

„VesturVerk er með einkaleyfi á rannsóknum og nýtingu samkvæmt landeigendasamningum.“
Birna Lárusdóttir,
upplýsingafulltrúi HS Orku.

Vesturverk sendi ósk um framlengingu á gildistíma rannsóknarleyfis til Orkustofnunar í apríl 2021 en þar sem leyfið var þá útrunnið nokkrum dögum áður taldi stofnunin sér ekki fært að framlengja gildistímann. Var framkvæmdaaðila bent á að sækja um leyfi að nýju með því að senda inn fullnægjandi umsókn. Vesturverk sendi umsókn í tölvupósti um haustið en Orkustofnun taldi hana ekki fullnægjandi. Upplýsingar um tilgang rannsókna hefði t.d. skort sem og upplýsingar um afmörkun rannsóknarsvæðis. „Orkustofnun hefur að nýju skoðað afmörkun fyrra rannsóknarleyfis og telur, m.a. í ljósi atvika sem eru tilgreind í umsókn, hugsanlega rétt að umsækjandi taki afmörkun umsótts rannsóknarsvæðis til  endurskoðunar,“ sagði m.a. í bréfi stofnunarinnar til Vesturverks í upphafi árs 2022. Atvikin sem vísað er til fjalla annars vegar um tillögu um friðun fossa í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará fyrir skertu rennsli og hins vegar kröfu óbyggðarnefndar um eignarhald ríkisins á landsvæði sem vatnasvið virkjunar liggur á og landeigendasamningur byggir á.

Orkustofnun óskaði í ljósi þessa á ný eftir heildstæðri umsókn um rannsóknarleyfi vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Vesturverk hefur ekki enn, tæpum tveimur árum síðar, svarað þessu erindi Orkustofnunar.

Hugmyndin á sveimi í áratugi

Hugmyndir um virkjun áa ofan af Ófeigsfjarðarheiði nyrst í Árneshreppi má rekja til fyrstu áratuga síðustu aldar en það var þó ekki fyrr en á áttunda áratug hennar sem vatnamælingar voru fyrst gerðar. Síðan þá hafa hugmyndirnar legið í dvala í lengri og skemmri tíma eða allt þar til Vesturverk, sem síðar komst í meirihlutaeigu HS Orku, blés lífi í þær af krafti og samdi við landeigendur um vatnsréttindi árið 2007.

Áhrifasvæði hinnar áformuðu virkjunar er innan tveggja eyðijarða, Ófeigsfjarðar og Engjaness í Eyvindarfirði. Ófeigsfjörður er að mestu í eigu sömu fjölskyldunnar, fólks sem ólst þar upp og hefur þar djúpar rætur. Engjanes er hins vegar í eigu ítalsks baróns, Fel­ix von Lango-Liebenstein, manns sem hefur örsjaldan komið á þessar slóðir frá því að hann festi kaup á jörðinni.

En áhrifasvæðið kann að liggja um aðra jörð, Drangavík, sem er í eigu fólks sem kærir sig flest ekki um að þar verði reist virkjun. Þannig er nefnilega mál með vexti að meirihluti eigenda Drangavíkur telja að ein þeirra áa sem áformað er að nýta til Hvalárvirkjunar eigi ekki upptök sín í landi ítalska barónsins í Engjanesi heldur á sinni jörð. Þetta megi lesa úr landamerkjabréfum frá árinu 1890.

Eigendahópurinn höfðaði mál á hendur baróninum sem og eigendum Ófeigsfjarðar árið 2020 til að fá það viðurkennt fyrir dómi að landamerki Drangavíkur gagnvart hinum jörðunum væru eins og þeir telja þeim lýst í landamerkjabréfunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði eigendur Engjaness og Ófeigsfjarðar af kröfum eigendahóps Drangavíkur í fyrrasumar.

Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Landsréttar og málið því ekki útkljáð.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Eru það ekki eigendur Dranga sem eru á móti Hvalárvirkjun?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
1
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár