Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dáleiðslan og lögfræðin mótuðu hana

Sandra Grét­ars­dótt­ir lærði bæði lög­fræði og síð­ar dá­leiðslu, svo­kall­aða með­ferð­ar­dá­leiðslu. Hvað dá­leiðsl­una varð­ar hef­ur það mót­að hana bæði að læra hana og beita henni og þannig hjálpa öðr­um.

Dáleiðslan og lögfræðin mótuðu hana

„Ég heiti Sandra Grétarsdóttir og við erum á bókasafninu í Sólheimum. Ég er að ná í bók sem ég pantaði og er mjög spennt að lesa og svo kíki ég í blöðin í leiðinni. Ég er búin að bíða spennt eftir henni, DJ-Bamba, og loksins er hún laus.

Það er svo margt sem hefur verið mér ofarlega í huga, kannski heimsmálin hvað mest. Ég vona það besta á þessu ári, að stríðinu ljúki. Svo reyni ég að hugsa líka um það jákvæða og að vera bjartsýn um að þetta ár verði gott ár, að öllu leyti, fyrir heiminn, mig sjálfa og alla. Þetta verður frábært í alla staði, það er ekkert öðruvísi. 

Líf mitt breyttist þegar ég eignaðist dóttur mína fyrir 35 árum síðan. Allt breyttist, ástin, ábyrgðin, já og vonin. Vonin um að heimurinn yrði góður hennar vegna og fyrir okkur öll. Að henni myndi farnast vel. Það var klárlega stærsta augnablikið í mínu lífi. 

Það hefur svo margt mótað mig, ég veit ekki hvað mótaði mig mest. Það er kannski námið sem maður var í. Ég var í háskólanámi í lögfræði. Samt sem áður, ég hef ekki unnið við það síðustu árin. Svo hef ég líka lært dáleiðslu. Það mótaði mig ansi mikið. Það er það sem ég lærði, það er meðferðardáleiðsla. Sú aðferð sem ég nota er kölluð hugræn endurforritun. Það mótaði mig mjög mikið og heldur áfram að gera. Bæði að læra það og líka að hjálpa öðru fólki með því að dáleiða það. Ég hef séð miklar breytingar á fólki eftir slíka meðferð.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár