Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dáleiðslan og lögfræðin mótuðu hana

Sandra Grét­ars­dótt­ir lærði bæði lög­fræði og síð­ar dá­leiðslu, svo­kall­aða með­ferð­ar­dá­leiðslu. Hvað dá­leiðsl­una varð­ar hef­ur það mót­að hana bæði að læra hana og beita henni og þannig hjálpa öðr­um.

Dáleiðslan og lögfræðin mótuðu hana

„Ég heiti Sandra Grétarsdóttir og við erum á bókasafninu í Sólheimum. Ég er að ná í bók sem ég pantaði og er mjög spennt að lesa og svo kíki ég í blöðin í leiðinni. Ég er búin að bíða spennt eftir henni, DJ-Bamba, og loksins er hún laus.

Það er svo margt sem hefur verið mér ofarlega í huga, kannski heimsmálin hvað mest. Ég vona það besta á þessu ári, að stríðinu ljúki. Svo reyni ég að hugsa líka um það jákvæða og að vera bjartsýn um að þetta ár verði gott ár, að öllu leyti, fyrir heiminn, mig sjálfa og alla. Þetta verður frábært í alla staði, það er ekkert öðruvísi. 

Líf mitt breyttist þegar ég eignaðist dóttur mína fyrir 35 árum síðan. Allt breyttist, ástin, ábyrgðin, já og vonin. Vonin um að heimurinn yrði góður hennar vegna og fyrir okkur öll. Að henni myndi farnast vel. Það var klárlega stærsta augnablikið í mínu lífi. 

Það hefur svo margt mótað mig, ég veit ekki hvað mótaði mig mest. Það er kannski námið sem maður var í. Ég var í háskólanámi í lögfræði. Samt sem áður, ég hef ekki unnið við það síðustu árin. Svo hef ég líka lært dáleiðslu. Það mótaði mig ansi mikið. Það er það sem ég lærði, það er meðferðardáleiðsla. Sú aðferð sem ég nota er kölluð hugræn endurforritun. Það mótaði mig mjög mikið og heldur áfram að gera. Bæði að læra það og líka að hjálpa öðru fólki með því að dáleiða það. Ég hef séð miklar breytingar á fólki eftir slíka meðferð.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár