Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Asil og Suleiman komin til landsins

Asil Al Masri og bróð­ir henn­ar Su­leim­an eru kom­in til lands­ins. Su­leim­an flaug til Belg­íu fyr­ir rúmri viku til þess að sækja syst­ur sína og flytja hana heim til Ís­lands. Asil fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir skömmu. Líf systkin­anna um­turn­að­ist eft­ir loft­árás Ísra­els­hers í októ­ber þar sem for­eldr­ar þeirra, syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi lét­ust. Asil slas­að­ist mjög al­var­lega í árás­inni.

Systkinin Asil og Suleiman Al Masri eru komin til landsins. Flugvél þeirra lenti um þrjúleytið á Keflavíkurflugvelli. Asil segist þreytt eftir ferðalagið í samtali við Heimildina. Spurð um viðbrögð sín við öllum blaðamönnunum sem voru mættir til þess að taka á móti henni, segist Asil vera glöð með að fólk hafi áhuga á og þekki sögu hennar. Komið sé fram við hana eins og manneskju en gjarnan séu íbúar Gasa afmennskaðir í erlendri fréttaumfjöllun. 

Þá segist Asil vilja þakka þeim sem vöktu athygli á hennar sögu hér á landi persónulega fyrir. Umfjöllunin hafi gert það að verkum að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. 

Að frátöldum blaðamönnunum sem þarna voru mættir, tóku á móti systkinunum þrír vinir þeirra. Þá voru sömuleiðis tvær íslenskar konur sem mættu með vinahópnum til að aðstoða systkinin með flutninga á farangri þeirra.

Komin heimNokkrir vinir þeirra tóku á móti þeim á flugstöðinni til þess að aðstoða …
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Íbúar Gasa afmennska gyðinga í allri umfjöllun innan sinna veggja. Í skólastofum barnanna og heima. Þeir fá brettin af evrum inn á svæðið frá ESB og trukka með árásarvopn frá Íran inn líka. . Það er Mein Kampf á náttborðinu og svo Kóraninn. Þetta er ljóst. Ekki ýkjur. Konur sem unnu í Ísrael nálægt landamærunum við kibbutz komu ekki til vinnu þennan morgun 7 okt. Fjöldi Gasa íbúa tók eigur myrtra gyðinga eftir slátrunar blóðbað Hamas liða. Afmennskun gyðinga er grundvallar hugmyndafræði íslam. Apar og Svín segir Kóraninn um gyðinga. Þessi stúlka vann liklega með Hamas upplýsinga og njósna deildinni fyrir öryggi og fé. Kallar stjórna stúlkum og senda þær yfir til Ísrael að safna upplýsingum um venjur hermanna og öryggis tækni. Þetta er vitað eftir árásir Hamas og upptökur myndavéla og talningu gsm síma Gaza íbúanna eftir árásina. Rakning rányrkju þeirra á heimila látinna gyðinga fjölskyldna er staðfest. Fjölskyldna sem réðu þau í vinnu inná heimili sín.
    -12
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Vissulega eru hamas hryðjuverkasamtök og þeirra markmið eru frekar uppræting Ísrael en velferð Palestínu og palestínumanna. Og ætti að nefna það líka hvert skipti sem yfirgangur og grimmd israelsmanna er fordæmd.
      En að þessi stúlka hafi unnið fyrir hamas er mikil ásökun og afar persónuleg árás. Hún er hér fyrst og fremst sem fórnarlamb stríðsátakanna (sem vissulega voru kveikt af hamas en hafa langan aðdraganda í yfirgangi og óbilgirni Ísrael).
      Svo hef ég heyrt að kóranin viðurkenni Gyðinga og kristna menn fyrir það að trúa á einn guð þó þeir séu aðeins lægra settir því þeir fylgi ekki sömu kennisetningum.
      Hins vegar eru það trúleysingjar og heiðnir menn sem eru réttdræpir.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár