Systkinin Asil og Suleiman Al Masri eru komin til landsins. Flugvél þeirra lenti um þrjúleytið á Keflavíkurflugvelli. Asil segist þreytt eftir ferðalagið í samtali við Heimildina. Spurð um viðbrögð sín við öllum blaðamönnunum sem voru mættir til þess að taka á móti henni, segist Asil vera glöð með að fólk hafi áhuga á og þekki sögu hennar. Komið sé fram við hana eins og manneskju en gjarnan séu íbúar Gasa afmennskaðir í erlendri fréttaumfjöllun.
Þá segist Asil vilja þakka þeim sem vöktu athygli á hennar sögu hér á landi persónulega fyrir. Umfjöllunin hafi gert það að verkum að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt.
Að frátöldum blaðamönnunum sem þarna voru mættir, tóku á móti systkinunum þrír vinir þeirra. Þá voru sömuleiðis tvær íslenskar konur sem mættu með vinahópnum til að aðstoða systkinin með flutninga á farangri þeirra.
En að þessi stúlka hafi unnið fyrir hamas er mikil ásökun og afar persónuleg árás. Hún er hér fyrst og fremst sem fórnarlamb stríðsátakanna (sem vissulega voru kveikt af hamas en hafa langan aðdraganda í yfirgangi og óbilgirni Ísrael).
Svo hef ég heyrt að kóranin viðurkenni Gyðinga og kristna menn fyrir það að trúa á einn guð þó þeir séu aðeins lægra settir því þeir fylgi ekki sömu kennisetningum.
Hins vegar eru það trúleysingjar og heiðnir menn sem eru réttdræpir.