Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég hef stafinn alltaf hangandi í anddyrinu heima til þess að minna mig á þakklæti“

Dag­ur B. Eggerts­son, sem hef­ur ver­ið borg­ar­stjóri í ára­tug en hætt­ir 16. janú­ar næst­kom­andi, tjá­ir sig um veik­indi sem hafa hrjáð hann og skotárás sem gerð var á bif­reið við heim­ili hans.

„Ég hef stafinn alltaf hangandi í anddyrinu heima til þess að minna mig á þakklæti“
Djúpstæð áhrif Dagur segir að hann hafi aldrei fundið annað en að lögreglan hafi gert sitt besta við að rannsaka skotárásina. „Það voru takmörkuð gögn sem og dómafordæmi sem leiddu til þess að það var ekki saksótt fyrir þetta. Og það er auðvitað eitthvað sem maður situr uppi með.“ Mynd: Golli

Dagur B. Eggertsson, sem verður borgarstjóri Reykjavíkur í nokkra daga í viðbót, greind­ist með alvar­legan gigt­ar­sjúk­dóm haustið 2017. Áhrifin af þeim sjúkdómi voru öllum sýnileg. Um tíma þurfti borgarstjórinn að styðjast við staf við gang. Dagur segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Maður var alveg sleginn kylliflatur í orðsins fyllstu merkingu. Ég fékk mikið af kveðjum frá fólki með gigt. Þær voru allar settar fram af góðum hug en mér leist ekkert á blikuna þegar fólk var að segja að því sjálfu gengi mjög vel og gæti alveg verið í hálfu starfi. Það þyrfti bara að leggja sig svona eftir tveggja tíma vinnu skorpu. Þannig að ég var um tíma óviss um einhvern veginn hvort ég mundi valda því að sinna starfi borgarstjóra, því að það auðvitað fylgir því mikið álag.

Ég var heppinn að fá mjög góðan lækni sem setti mig á meðferð sem átti eftir að koma á daginn að reyndist mjög árangursrík. En hann bankaði líka létt í öxlina á mér þegar hann var búinn að setja mig á meðferðina og sagðist vera bjartsýnn. Ég þyrfti bara að passa að vera ekki undir álagi. Svo hló hann eins og hross.“

Sú tegund af gigt sem Dagur greindist með gengur niður hjá stórum hópi á 12 til 18 mánuðum. Það gerðist ekki hjá honum. „Ég var á lyfjum í fjögur ár og er núna í lyfjahléi. Það getur alveg brugðið til beggja vona hvort ég þurfi að byrja að taka lyfin aftur. Ég þurfti auðvitað aðeins að breyta um takt, sérstaklega framan af. En á lyfjunum finnst mér samt merkilegt hvað maður hefur getað beitt sér. Nú er ég nánast búinn að gleyma þessu nema ég hef stafinn alltaf hangandi í anddyrinu heima til þess að minna mig á þakklæti.“

Árásin hafði djúpstæð áhrif á fjölskylduna

Í byrjun árs 2021 fundust byssukúlur í hurð á bifreið fjölskyldu Dags. Ljóst var á ummælum hans í fjölmiðlum eftir að málið kom upp að honum var verulega brugðið. Pólitísk orrahríð hafði tekið á sig þessa mynd og hún var komin heim til hans þar sem áhrifin voru ekki bara á hann, heldur fjölskylduna. Fólkið sem er honum kærast.

Dagur segir að skotárásin hafi þó ekki leitt til þess að hann hafi hugsað af neinni alvöru að hætta í stjórnmálum. „Ég hugsa að strax í kjölfarið hafi þetta frekar haft áhrif á það að ég ákvað að láta ekki gott heita. Mér hefði fundist einhvern veginn það gefa röng skilaboð, þó að það hafi sannarlega komið upp í hugann og ég hafi farið í gegnum það. En öll reynsla sem maður verður fyrir tekur maður með og vinnur úr á einhvern hátt.“

Viðbrögð langflestra hafi líka verið þannig að það hafi komið eitthvað jákvætt út úr atvikinu. „Sem betur fer tóku langflestir undir það að við sem samfélag viljum auðvitað vera nákvæmlega það, samfélag, en ekki land eða borg þar sem borgarstjórar eða ráðherrar eða ráðamenn ferðast um í lögreglufylgd eða þurfa að vera í stöðugri gæslu. En þetta er mjög brothætt ef eitthvað gerist.“
Rannsókn á málinu var fellt niður síðla árs 2021 og sá sem var grunaður um verknaðinn því aldrei ákærður. Dagur segir þó að hann hafi aldrei fundið annað en að lögreglan hafi reynt að gera sitt besta. „Það voru takmörkuð gögn sem og dómafordæmi sem leiddu til þess að það var ekki saksótt fyrir þetta. Og það er auðvitað eitthvað sem maður situr uppi með en mér fannst heldur ekki gagnlegt einhvern veginn að láta þetta verða fyrirferðarmikið í okkar daglega lífi. Þó að þetta væri staðreynd sem við fjölskyldan sátum uppi með og hafði djúpstæð áhrif á okkur öll.“



Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Skilur eftir sig áhugaverðari borg og hræðist ekki dóm sögunnar
Viðtal

Skil­ur eft­ir sig áhuga­verð­ari borg og hræð­ist ekki dóm sög­unn­ar

Dag­ur B. Eggerts­son er að hætta sem borg­ar­stjóri. Hann ætl­ar ekki að bjóða sig aft­ur fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, ætl­ar held­ur ekki í for­setafram­boð en úti­lok­ar ekki að færa sig yf­ir í lands­mál­in. Dag­ur er stolt­ur af því sem hann hef­ur áork­að sem borg­ar­stjóri, stolt­ur af þeirri borg sem hann skil­ur eft­ir sig og sann­færð­ur um að dóm­ur sög­unn­ar á þeim ára­tug sem hann stýrði henni eigi eft­ir að vera góð­ur.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Maðurinn er meyr bara ! Búin að halda uppi húsnæðisverði í Reykjavík í meir en áratug með of fáum lóðum til sölu til almennings og Sorpa farin að hirða matarafganga frá almenning EN EKKI FYRIRTÆKJUM OG ÞAR AÐ AUKI MEÐ HITNANDI VEÐRI ER ÞESSI LÆKNIR BÚIN AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ FLUGUM Í REYKJAVÍK HEFUR FJÖLGAÐ UM HELMING (með tilv.smithættum í framtíðinni ) OG ÞÉTTING BYGGÐAR ER ÞANNIG AÐ ÞÚSUND MANNS SJÁ ALDREI TIL SÓLAR !
    -2
  • Axel Axelsson skrifaði
    spurning hvort þessi frétt eigi við kauða: https://www.visir.is/g/20242512111d/saettir-sig-ekki-vid-bann-eftir-slod-gjald-throta . . .
    -2
    • J
      Jón skrifaði
      Kristján? Albert? Friðrik? Matthías? Kristófer? Guðmundur? Nei takk. Nei takk. Ég hef aldrei stundað slíkt.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár