Skilur eftir sig áhugaverðari borg og hræðist ekki dóm sögunnar
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Skilur eftir sig áhugaverðari borg og hræðist ekki dóm sögunnar

Dag­ur B. Eggerts­son er að hætta sem borg­ar­stjóri. Hann ætl­ar ekki að bjóða sig aft­ur fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, ætl­ar held­ur ekki í for­setafram­boð en úti­lok­ar ekki að færa sig yf­ir í lands­mál­in. Dag­ur er stolt­ur af því sem hann hef­ur áork­að sem borg­ar­stjóri, stolt­ur af þeirri borg sem hann skil­ur eft­ir sig og sann­færð­ur um að dóm­ur sög­unn­ar á þeim ára­tug sem hann stýrði henni eigi eft­ir að vera góð­ur.

Þann 16. janúar næstkomandi mun nýr borgarstjóri taka við í Reykjavík. Í fyrsta sinn í næstum áratug mun borginni verða stýrt af einhverjum öðrum en Degi B. Eggertssyni sem hefur gegnt því embætti sleitulaust frá árinu 2014.

Enginn hefur heldur setið lengur í borgarstjórn en Dagur. Þangað kom hann árið 2002, fyrst fyrir Reykja­vík­­­­­­­ur­list­ann en síðan fyrir Sam­­­­fylk­ing­una. 

Sá sem tekur við borgarstjórastöðunni er Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Um það var samið við myndun meirihluta eftir síðustu kosningar að þeir myndu hafa sætaskipti eftir 18 mánuði. Dagur verður því formaður borgarráðs eftir nokkra daga. 

Það er viðeigandi að byrja á því að spyrja Dag hvað hann ætli að gera næst? „Ég er ekki búinn að ákveða annað en að taka við formennsku í borgarráði. Vonandi fæ ég núna meira færi á að horfa í kringum mig og velta þessu fyrir mér því að ég sé ekki fyrir mér að fara …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÆS
  Ævar Sigdórsson skrifaði
  https://www.dv.is/eyjan/2024/01/17/loksins-gripid-inn-taumlaust-djammid-borgartuni-dropinn-hefur-holad-thennan-stein-svo-mikid-er-vist/?utm_source=dlvr.it&utm_medium=facebook
  0
 • ÆS
  Ævar Sigdórsson skrifaði
  Drotningarviðtal (last words)
  0
 • VGS
  Valgerður Gunnarsdóttir Schram skrifaði
  Húrra fyrir Degi og hans fólki, hann hefur verið frábær borgarsjóri og borgin hefur gjörbreyst á þessum áratug til hins betra.
  -1
 • Bjarni Ólafsson skrifaði
  Rækileg grein, viðtal með umfjöllun. Dagur lætur engan bilbug á sér finna þótt augljóst sé að málflutningur andstæðinga hans sé byggður á skipulagðri klifun vafasamra fullyrðinga.
  3
 • Axel Axelsson skrifaði
  siðlaust fólk óttast enga dóma . . .
  -10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár