Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sagði „Jesús Kristur“ og henti sér í sjóinn

Daní­el Sig­urðs­son bjarg­aði eig­in lífi þeg­ar hann synti í land þeg­ar bát­ur hans fórst í Horn­ar­fjarðarósi fyr­ir 35 ár­um. En það hef­ur flest geng­ið hon­um í hag í líf­inu, að eig­in sögn.

Sagði „Jesús Kristur“ og henti sér í sjóinn
Lífsbjörg „Ég bjó að því að hafa synt sem krakki og unglingur í Lagarfljóti,“ segir Daníel Sigurðsson sem bjargaði eigin lífi þegar hann synti í land eftir að bátur hans fórst í Hornarfjarðarósi á dimmu ágústkvöldi árið 1988. Mynd: Golli

„Ég á nú svolítið skrautlegan feril, þannig séð. Það hefur flest gengið mér í hag. Ég var voðalega heppinn með eiginkonu, við studdum hvort annað með ráði og dáð. 

Svo bjargaði ég nú lífi mínu einu sinni, aðfaranótt 28. ágúst 1988. Ég var kennari við Vélskóla Íslands og naut þess að gera eitthvað úr löngu sumarfríi sem tíðkaðist þá. Þá fór ég í smábátaútgerð og missti bát niður í Hornafjarðarósi á mjög hörðu innfalli, þá getur myndast mjög hættuleg röst í ósnum sem maður verður að varast. Ég var með fullfermi og það var brot sem náði inn að bátnum að aftanverðu og sökkti honum. Ég náði ekki að losa björgunarbátinn af þakinu og báturinn stóð alveg upp á endann. Svo sá ég að það var eitthvað bogið við festingarnar og það kom síðar á daginn að þær voru ólöglegar.   

„Mér varð hugsað til minna nánustu. Mér fannst það versta að bregðast þeim“

Ég synti í land, það var ekki undir hálfum kílómetra, í ískulda. Það rigndi. Ég bjó að því að hafa synt sem krakki og unglingur í Lagarfljóti. Sennilega réði það úrslitum að ég var farinn að synda það yfirvegað til að ofþreyta mig ekki, en samt ekki þannig að ég ofkældist. Það var vandi en ég náði þessum ryþma. Mér varð hugsað til minna nánustu. Mér fannst það versta að bregðast þeim. 

Ég náði landi á Austurfjörutanga, örmagna, og varð svo að hlaupa um meira og minna í fimm, sex tíma til að halda á mér hita þangað til að bátur kom til veiða, þá var ég búinn að missa af þremur á undan honum. Þeir sáu mig ekki, það var svo dimmt. En Sigurður nokkur á bátnum Fáfni sá mig. Ég fann stikur í fjörunni með endurskinsmerki og hann sá bjarmann, hélt náttúrlega að þetta væri draugur eða eitthvað, sæskrímsli. Svo áttar hann sig og keyrir 30 tonna bátinn upp í fjöruna, reynir að henda í mig línu en hún náði ekki þannig ég þurfi að synda á móti henni. Þegar ég kom um borð bauð Sigurður mér sígarettu, sem ég þáði, ég var búinn að vera í bindindi í nokkur ár en ég reykti í tvo sólarhringa og hugsaði með mér: Djöfullinn, þetta skal ekki verða til þess að ég fari að reykja aftur. Svo ég hætti. 

Það var miklu stærra sundafrek, Guðlaugur Friðþjófsson frá Vestmannaeyjum. Hann var mér fyrirmynd þarna. Ég sagði við sjálfan mig: Jesús Kristur, og henti mér í sjóinn þegar báturinn seig endanlega undan mér.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár