Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir

Árás­ir Houtha í Jemen á Ísra­el og skipa­flutn­ing um Rauða­haf­ið hafa glætt göm­ul átök nýju lífi. Her­skip Banda­ríkj­anna grönd­uðu árás­ar­bát­um Houtha yf­ir helg­ina, en átök­in eru lið­ur í áfram­hald­andi ófriði Ír­ans við ná­granna­lönd sín og Banda­rík­in. Í Jemen hafa allt að 377 þús­und manns lát­ið líf­ið síð­an 2014 og neyð al­mennra borg­ara í land­inu er mik­il.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir
Meðlimir Houtha marsera í hergöngu Þúsundir nýútskrifaðra skæruliða Houtha marseruðu í hergöngu um götur borgarinnar Amran í Jemen, 20. desember síðastliðinn. Mynd: AFP

Eitt af því fjöldamarga sem gerðist þann 7. október í blóðugri árás Hamas-samtakanna á Ísrael var að langdrægri eldflaug Houtha var skotið á Ísraelsríki alla leið frá ríkinu Jemen fyrir botni Arabíuskagans. Jemen er staðsett í yfir 2.200 km fjarlægð frá Ísrael, sem jafngildir fjarlægðinni frá Íslandi til Þýskalands. Síðan þá hefur eldflaugunum áfram verið reglulega skotið á Ísrael og árásir Houtha á öll skip sem sigla um Rauðahafssund gert skipaflutninga nær ómögulega um hafið og bardagar brotist út á milli árásarbáta Houtha og herskipa Bandaríkjanna. Frekari útbreiðsla átaka Ísraela og Hamas, sem og Bandaríkjanna, Sádí-Arabíu og Írans eru í kortunum með þessum árásum Houtha.

„Versnandi öryggisaðstæður“ stöðva skipaflutninga

Fjöldamörg fyrirtæki hafa nú stöðvað flutninga sína um svæðið, til að mynda olíurisinn BP sem stöðvaði allan sinn flutning á olíu og jarðgasi um svæðið um óskilgreindan tíma, þar sem „versnandi öryggisaðstæður“ gerðu frekari umferð skipa háskalega. Hafið er ein helsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár