Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir

Árás­ir Houtha í Jemen á Ísra­el og skipa­flutn­ing um Rauða­haf­ið hafa glætt göm­ul átök nýju lífi. Her­skip Banda­ríkj­anna grönd­uðu árás­ar­bát­um Houtha yf­ir helg­ina, en átök­in eru lið­ur í áfram­hald­andi ófriði Ír­ans við ná­granna­lönd sín og Banda­rík­in. Í Jemen hafa allt að 377 þús­und manns lát­ið líf­ið síð­an 2014 og neyð al­mennra borg­ara í land­inu er mik­il.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir
Meðlimir Houtha marsera í hergöngu Þúsundir nýútskrifaðra skæruliða Houtha marseruðu í hergöngu um götur borgarinnar Amran í Jemen, 20. desember síðastliðinn. Mynd: AFP

Eitt af því fjöldamarga sem gerðist þann 7. október í blóðugri árás Hamas-samtakanna á Ísrael var að langdrægri eldflaug Houtha var skotið á Ísraelsríki alla leið frá ríkinu Jemen fyrir botni Arabíuskagans. Jemen er staðsett í yfir 2.200 km fjarlægð frá Ísrael, sem jafngildir fjarlægðinni frá Íslandi til Þýskalands. Síðan þá hefur eldflaugunum áfram verið reglulega skotið á Ísrael og árásir Houtha á öll skip sem sigla um Rauðahafssund gert skipaflutninga nær ómögulega um hafið og bardagar brotist út á milli árásarbáta Houtha og herskipa Bandaríkjanna. Frekari útbreiðsla átaka Ísraela og Hamas, sem og Bandaríkjanna, Sádí-Arabíu og Írans eru í kortunum með þessum árásum Houtha.

„Versnandi öryggisaðstæður“ stöðva skipaflutninga

Fjöldamörg fyrirtæki hafa nú stöðvað flutninga sína um svæðið, til að mynda olíurisinn BP sem stöðvaði allan sinn flutning á olíu og jarðgasi um svæðið um óskilgreindan tíma, þar sem „versnandi öryggisaðstæður“ gerðu frekari umferð skipa háskalega. Hafið er ein helsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár