Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir

Árás­ir Houtha í Jemen á Ísra­el og skipa­flutn­ing um Rauða­haf­ið hafa glætt göm­ul átök nýju lífi. Her­skip Banda­ríkj­anna grönd­uðu árás­ar­bát­um Houtha yf­ir helg­ina, en átök­in eru lið­ur í áfram­hald­andi ófriði Ír­ans við ná­granna­lönd sín og Banda­rík­in. Í Jemen hafa allt að 377 þús­und manns lát­ið líf­ið síð­an 2014 og neyð al­mennra borg­ara í land­inu er mik­il.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir
Meðlimir Houtha marsera í hergöngu Þúsundir nýútskrifaðra skæruliða Houtha marseruðu í hergöngu um götur borgarinnar Amran í Jemen, 20. desember síðastliðinn. Mynd: AFP

Eitt af því fjöldamarga sem gerðist þann 7. október í blóðugri árás Hamas-samtakanna á Ísrael var að langdrægri eldflaug Houtha var skotið á Ísraelsríki alla leið frá ríkinu Jemen fyrir botni Arabíuskagans. Jemen er staðsett í yfir 2.200 km fjarlægð frá Ísrael, sem jafngildir fjarlægðinni frá Íslandi til Þýskalands. Síðan þá hefur eldflaugunum áfram verið reglulega skotið á Ísrael og árásir Houtha á öll skip sem sigla um Rauðahafssund gert skipaflutninga nær ómögulega um hafið og bardagar brotist út á milli árásarbáta Houtha og herskipa Bandaríkjanna. Frekari útbreiðsla átaka Ísraela og Hamas, sem og Bandaríkjanna, Sádí-Arabíu og Írans eru í kortunum með þessum árásum Houtha.

„Versnandi öryggisaðstæður“ stöðva skipaflutninga

Fjöldamörg fyrirtæki hafa nú stöðvað flutninga sína um svæðið, til að mynda olíurisinn BP sem stöðvaði allan sinn flutning á olíu og jarðgasi um svæðið um óskilgreindan tíma, þar sem „versnandi öryggisaðstæður“ gerðu frekari umferð skipa háskalega. Hafið er ein helsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár