Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Hlut­verka­set­urs og vara­formað­ur Geð­hjálp­ar, seg­ir að of mikl­ar fjár­hæð­ir fari í kerf­ið í stað þess að leysa vanda­mál­in sem fá­tækt veld­ur. El­ín, Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins voru við­mæl­end­ur Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í gær.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“
Fátækt Kristín Heba Gísladóttir, Inga Sæland og Elín Ebba Ásmundsdóttir voru viðmælendur Margrétar Marteinsdóttur í Pressu gærdagsins.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, sagði þau hjá Vörðu aldrei hafa séð niðustöður í líkingu við þær sem sáust í nýlegri skýrslu þeirra um stöðu fatlaðs fólks. „Við höfum aldrei séð svona tölur. Þetta eru ekki tölur sem eru boðlegar í velferðarsamfélagi.“ Hún segir ekki annað hægt en að kalla skýrlsuna kolsvarta.

Samkvæmt nýjum skýrslum frá Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, og Unicef er fátækt barna að aukast á Íslandi. Í þeirri síðarnefndu kemur fram að eitt af hverjum átta börnum býr við fátækt. Skýrsla Vörðu leiðir í ljós að staða einhleypra fatlaðra mæðra er einstaklega slæm. Hjá þeim hópi eru níu af hverjum tíu sem geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Margrét Marteinsdóttir við þær Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Hlutverkaseturs og varaformann Geðhjálpar, Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Umræðuefnið var fátækt á Íslandi, einkum fátækt barna.

Gígantískar upphæðir í kerfið í stað þess að greiða fólki framfærslu

Elín Ebba Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, segist gagnrýnin á geðheilbrigðiskerfið. „Ætlum við að senda manneskju sem líður fátækt til geðlæknis að fá uppáskrifuð lyf til að halda út skort? Eigum við að senda fólk í hugræna atferlismeðferð til að þú breytir hugarfari þínu og sættir þig við að borða núðlur í annað hvert mál. Er þetta leiðin?“

Hún segir að færri heilbrigðisvandamál væru fyrir hendi ef skorti fólks væri betur sinnt. Miklum peningum væri eytt í heilbrigðisþjónustu, lögreglu og barnaeftirlit til að bregðast við bágum aðstæðum fólks. „Það eru gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu.“ 

„Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum“

Þótt hægt væri að stórbæta líðan fólks með því að veita þeim aðeins meiri peninga segir Elín lítinn áhuga á því. „Það hentar ekki þeim sem kannski græða ekkert á því.“ Hún segir að hægt væri að uppskera mikið væri þessi leið farin. Bæði í geðheilbrigðisþjónustu og almennt í heilbrigðisþjónustu. En hún segir fólk sem búi við skort vera líklegra til að þróa með sér heilsufarsvanda s.s. hjártaáföll, sykursýki og krabbamein. Þetta bitni svo á heilbrigðiskerfinu sem sé illa statt.

„Kannski er orsökin falin í því að við erum að fást við fátækt. Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum. En það vill það enginn.“

Hér má sjá nýjasta þátt Pressu í heild sinni:

 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HP
    Hugrún Pétursdóttir skrifaði
    Þennan þátt þurfa allir að sjá og heyra. Sláandi niðurstöður og sorgleg staðreynd 😥
    1
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    " þín áskrift hefur áhrif "
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár