Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Hlut­verka­set­urs og vara­formað­ur Geð­hjálp­ar, seg­ir að of mikl­ar fjár­hæð­ir fari í kerf­ið í stað þess að leysa vanda­mál­in sem fá­tækt veld­ur. El­ín, Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins voru við­mæl­end­ur Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í gær.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“
Fátækt Kristín Heba Gísladóttir, Inga Sæland og Elín Ebba Ásmundsdóttir voru viðmælendur Margrétar Marteinsdóttur í Pressu gærdagsins.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, sagði þau hjá Vörðu aldrei hafa séð niðustöður í líkingu við þær sem sáust í nýlegri skýrslu þeirra um stöðu fatlaðs fólks. „Við höfum aldrei séð svona tölur. Þetta eru ekki tölur sem eru boðlegar í velferðarsamfélagi.“ Hún segir ekki annað hægt en að kalla skýrlsuna kolsvarta.

Samkvæmt nýjum skýrslum frá Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, og Unicef er fátækt barna að aukast á Íslandi. Í þeirri síðarnefndu kemur fram að eitt af hverjum átta börnum býr við fátækt. Skýrsla Vörðu leiðir í ljós að staða einhleypra fatlaðra mæðra er einstaklega slæm. Hjá þeim hópi eru níu af hverjum tíu sem geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Margrét Marteinsdóttir við þær Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Hlutverkaseturs og varaformann Geðhjálpar, Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Umræðuefnið var fátækt á Íslandi, einkum fátækt barna.

Gígantískar upphæðir í kerfið í stað þess að greiða fólki framfærslu

Elín Ebba Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, segist gagnrýnin á geðheilbrigðiskerfið. „Ætlum við að senda manneskju sem líður fátækt til geðlæknis að fá uppáskrifuð lyf til að halda út skort? Eigum við að senda fólk í hugræna atferlismeðferð til að þú breytir hugarfari þínu og sættir þig við að borða núðlur í annað hvert mál. Er þetta leiðin?“

Hún segir að færri heilbrigðisvandamál væru fyrir hendi ef skorti fólks væri betur sinnt. Miklum peningum væri eytt í heilbrigðisþjónustu, lögreglu og barnaeftirlit til að bregðast við bágum aðstæðum fólks. „Það eru gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu.“ 

„Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum“

Þótt hægt væri að stórbæta líðan fólks með því að veita þeim aðeins meiri peninga segir Elín lítinn áhuga á því. „Það hentar ekki þeim sem kannski græða ekkert á því.“ Hún segir að hægt væri að uppskera mikið væri þessi leið farin. Bæði í geðheilbrigðisþjónustu og almennt í heilbrigðisþjónustu. En hún segir fólk sem búi við skort vera líklegra til að þróa með sér heilsufarsvanda s.s. hjártaáföll, sykursýki og krabbamein. Þetta bitni svo á heilbrigðiskerfinu sem sé illa statt.

„Kannski er orsökin falin í því að við erum að fást við fátækt. Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum. En það vill það enginn.“

Hér má sjá nýjasta þátt Pressu í heild sinni:

 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HP
    Hugrún Pétursdóttir skrifaði
    Þennan þátt þurfa allir að sjá og heyra. Sláandi niðurstöður og sorgleg staðreynd 😥
    1
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    " þín áskrift hefur áhrif "
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu