Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alveg sannfærður um að það verður gos á þessu svæði aftur“

Þor­vald­ur Þórð­ar­son seg­ir að elds­um­brota tíma­bil­inu á Reykja­nesskag­an­um sé hvergi nær lok­ið og tel­ur lík­ur á að gosórói muni halda áfram næstu ár­in. Heim­ild­in hafði sam­band við eld­fjalla­fræð­ing­ana Þor­vald og Ár­mann Hösk­ulds­son og spurði þá hvaða þýð­ingu nýhaf­ið eld­gos norð­an við Grinda­vík hef­ur á fram­tíð­ar­horf­urn­ar Reykja­nessvæð­inu.

„Alveg sannfærður um að það verður gos á þessu svæði aftur“
Gos norðan við Grindavík Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að gostímabilinu sé ekki lokið. Hann lítur á atburði síðustu daga sem hlut af lengri atburðarás. Mynd: VIKEN KANTARCIAFP

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir eldgosið, sem hófst í byrjun viku, vera atburð sem er hluti af stærri heild. Hugsanlega munu íbúar á Reykjanessvæðinu og víðar búa við endurtekin gos næstu árin.

„Og ég verð bara að segja því miður að þá held ég að þessar hrinur sem við erum búin að fá, þær eiga eftir að verða fleiri,“ segir Þorvaldur. Hann tekur þó fram að erfitt sé að segja til hversu margar hrinur verða í náinni framtíð eða hversu lengi þær munu vara. Hann segir nýjan veruleika blasa við, sem einkennist af óvissu sem sé óþægileg en staðreynd sem við þurfum að lifa með. 

Í samtali við Heimildina, þar sem Þorvaldur var spurður um framtíðarhorfur á Reykjanesskaganum og möguleika þess að gos gæti ógnað Grindavíkurbæ á nýjan leik, segir Þorvaldur að hann telji það ekki líklegt.

Hins vegar segist hann vera „alveg sannfærður um það að það verður gos á þessu svæði aftur. Þá gætu Sundhnúkar gosið aftur, það gæti náttúrulega líka fært sig vestur í Eldvörpin eða Illahraunið eða jafnvel aftur upp í Fagradalsfjall.

Við sjáum ekki neitt sem segir okkur að þetta sé búið og gengið yfir með þessum atburðum sem hafa verið í gangi núna. Það er kannski frekar að þetta sé fimmti atburðurinn í frekar löngu ferli.“

Langtímahorfur eldsumbrota

Ármann Höskuldsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, tekur undir þessar spár, en telur atburðarásina munu taka lengri tíma. „Svæðið verður með svona læti í einhver tíu til fimmtán ár og svo færir það sig,“ segir Ármann. Þá spáir Ármann því að goshrinurnar muni færast út í Eldvörp. „Svo þegar það er búið þar þá færir það sig yfir á Krísuvíkur eða Bláfjallakerfið,“ segir Ármann.

Spurður út í þessar spár Ármanns, tekur Þovaldur undir þær en segir þó að sú spá sé á talsvert lengri tímaskala. Svæðið sem er nú að ganga í gegnum tiltekið eldsumbrotatímabil, sem Þorvaldur kallar Fagradalsfjallselda, gæti verið virkt næstu fimm ár eða svo.

Þegar litið er á söguna, fyrri gos tímabila á Reykjanesskaganum, sem hafa varið í 300 til 400 ár, segir Þorvaldur eldgosin hafa breiðst yfir allar gosreinar á Reykjanesinu.

Gos nálægt austustu byggðum Stór- Reykjavíkursvæðisins

„Þá mun gjósa alveg örugglega á Eldvörpunum og þeirri línu. Það mun gjósa á Reykjaneslínunni, sem eru stamparnir, sem eru gýgarnir við Reykjanesvirkjunina. Það er næsta ljóst að það mun gjósa á Trölladyngjureininni, sem er reinin sem nær frá Ögmundarhraun og alveg norður undir Helgafellið, fyrir ofan Hafnafjörð. Svo er náttúrulega Brennisteinsreinin, hún á alveg örugglega eftir að taka við sér líka.“ 

Þorvaldur ÞórðarsonEldfjallafræðingurinn lítur á gosið sem hluta af stærri atburð sem gæti varað í fimm ár.

Það gos gæti til að mynda haft áhrif á þjóðveg númer eitt og austustu byggðir á stór Reykjavíkursvæðinu, segir Þorvaldur. Sömuleiðis segir Þorvaldur að búast megi við gosi í Bláfjöllum þar sem hraun myndi renna í átt að Kópavogi og Reykjavík. 

„Hraun myndi þá renna niður Rjúpnadyngjurnar í átt að Þjóðvegi númer eitt og í átt að austasta hluta Kópavogs og Reykjavíkur.“
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur
Um hugsanlegt eldgos í Bláfjöllum og áhrif þess

Þá tekur hann einnig fram að ekki sé aðeins um hraungos að ræða, heldur getur líka komið sprengigos og þá þarf líka að huga að gasmengun. Þá er heldur ekki hægt að segja með vissu hvenær Bláfjöllin gosið, „það gæti verið 100 til 200 ár þess vegna, við vitum ekkert um það“ segir Þorvaldur.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár