Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Alveg sannfærður um að það verður gos á þessu svæði aftur“

Þor­vald­ur Þórð­ar­son seg­ir að elds­um­brota tíma­bil­inu á Reykja­nesskag­an­um sé hvergi nær lok­ið og tel­ur lík­ur á að gosórói muni halda áfram næstu ár­in. Heim­ild­in hafði sam­band við eld­fjalla­fræð­ing­ana Þor­vald og Ár­mann Hösk­ulds­son og spurði þá hvaða þýð­ingu nýhaf­ið eld­gos norð­an við Grinda­vík hef­ur á fram­tíð­ar­horf­urn­ar Reykja­nessvæð­inu.

„Alveg sannfærður um að það verður gos á þessu svæði aftur“
Gos norðan við Grindavík Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir að gostímabilinu sé ekki lokið. Hann lítur á atburði síðustu daga sem hlut af lengri atburðarás. Mynd: VIKEN KANTARCIAFP

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir eldgosið, sem hófst í byrjun viku, vera atburð sem er hluti af stærri heild. Hugsanlega munu íbúar á Reykjanessvæðinu og víðar búa við endurtekin gos næstu árin.

„Og ég verð bara að segja því miður að þá held ég að þessar hrinur sem við erum búin að fá, þær eiga eftir að verða fleiri,“ segir Þorvaldur. Hann tekur þó fram að erfitt sé að segja til hversu margar hrinur verða í náinni framtíð eða hversu lengi þær munu vara. Hann segir nýjan veruleika blasa við, sem einkennist af óvissu sem sé óþægileg en staðreynd sem við þurfum að lifa með. 

Í samtali við Heimildina, þar sem Þorvaldur var spurður um framtíðarhorfur á Reykjanesskaganum og möguleika þess að gos gæti ógnað Grindavíkurbæ á nýjan leik, segir Þorvaldur að hann telji það ekki líklegt.

Hins vegar segist hann vera „alveg sannfærður um það að það verður gos á þessu svæði aftur. Þá gætu Sundhnúkar gosið aftur, það gæti náttúrulega líka fært sig vestur í Eldvörpin eða Illahraunið eða jafnvel aftur upp í Fagradalsfjall.

Við sjáum ekki neitt sem segir okkur að þetta sé búið og gengið yfir með þessum atburðum sem hafa verið í gangi núna. Það er kannski frekar að þetta sé fimmti atburðurinn í frekar löngu ferli.“

Langtímahorfur eldsumbrota

Ármann Höskuldsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, tekur undir þessar spár, en telur atburðarásina munu taka lengri tíma. „Svæðið verður með svona læti í einhver tíu til fimmtán ár og svo færir það sig,“ segir Ármann. Þá spáir Ármann því að goshrinurnar muni færast út í Eldvörp. „Svo þegar það er búið þar þá færir það sig yfir á Krísuvíkur eða Bláfjallakerfið,“ segir Ármann.

Spurður út í þessar spár Ármanns, tekur Þovaldur undir þær en segir þó að sú spá sé á talsvert lengri tímaskala. Svæðið sem er nú að ganga í gegnum tiltekið eldsumbrotatímabil, sem Þorvaldur kallar Fagradalsfjallselda, gæti verið virkt næstu fimm ár eða svo.

Þegar litið er á söguna, fyrri gos tímabila á Reykjanesskaganum, sem hafa varið í 300 til 400 ár, segir Þorvaldur eldgosin hafa breiðst yfir allar gosreinar á Reykjanesinu.

Gos nálægt austustu byggðum Stór- Reykjavíkursvæðisins

„Þá mun gjósa alveg örugglega á Eldvörpunum og þeirri línu. Það mun gjósa á Reykjaneslínunni, sem eru stamparnir, sem eru gýgarnir við Reykjanesvirkjunina. Það er næsta ljóst að það mun gjósa á Trölladyngjureininni, sem er reinin sem nær frá Ögmundarhraun og alveg norður undir Helgafellið, fyrir ofan Hafnafjörð. Svo er náttúrulega Brennisteinsreinin, hún á alveg örugglega eftir að taka við sér líka.“ 

Þorvaldur ÞórðarsonEldfjallafræðingurinn lítur á gosið sem hluta af stærri atburð sem gæti varað í fimm ár.

Það gos gæti til að mynda haft áhrif á þjóðveg númer eitt og austustu byggðir á stór Reykjavíkursvæðinu, segir Þorvaldur. Sömuleiðis segir Þorvaldur að búast megi við gosi í Bláfjöllum þar sem hraun myndi renna í átt að Kópavogi og Reykjavík. 

„Hraun myndi þá renna niður Rjúpnadyngjurnar í átt að Þjóðvegi númer eitt og í átt að austasta hluta Kópavogs og Reykjavíkur.“
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur
Um hugsanlegt eldgos í Bláfjöllum og áhrif þess

Þá tekur hann einnig fram að ekki sé aðeins um hraungos að ræða, heldur getur líka komið sprengigos og þá þarf líka að huga að gasmengun. Þá er heldur ekki hægt að segja með vissu hvenær Bláfjöllin gosið, „það gæti verið 100 til 200 ár þess vegna, við vitum ekkert um það“ segir Þorvaldur.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
7
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
8
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
7
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
10
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
8
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
9
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu