Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kallar eftir fyrirbyggjandi aðgerðum: ,,Við erum komin inn í eldgosatímabil“

Land við Svartsengi er að rísa mun hrað­ar en það gerði vik­urn­ar fyr­ir jarð­skjálft­ana föstu­dag­inn 10. nóv­em­ber. Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir gætu orð­ið stærri at­burð­ir á svæð­inu en síð­ustu daga. Hann seg­ir rým­ingaráætlan­ir góð­ar en kall­ar eft­ir því að ráð­ist sé í fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir á Reykja­nesi og höf­uð­borg­ar­svæð­inu ,,því að við er­um kom­in inn í eld­gosa­tíma­bil.“

Kallar eftir fyrirbyggjandi aðgerðum:  ,,Við erum komin inn í eldgosatímabil“
„Allur skaginn tekur við sér í þessum gostímabilum“ Þorvaldur Þórðarson segir að mikil spennulosun sé á Reykjanesskaganum. Þó að allur skaginn gjósi ekki sé ekki hægt að útiloka að annar atburður verði á Reykjanesinu. Mynd: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

„Ef það gýs á ég ekki von á að það gerist í dag eða um helgina. Það gætu verið fimmtán til sextán dagar í það, héðan í frá, en í stysta lagi fimm til sex dagar,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, en hann eins og annað jarðvísindafólk beinir nú sjónum sínum að Svartsengi. ,,Land er þar að lyftast aftur. Landrisið þar gæti, ef það heldur áfram á þeim hraða sem það hefur verið á síðustu daga, náð sama stigi og það var fyrir föstudaginn 10. nóvember.“ Þá hafði land verið að rísa á þessu svæði í um þrjár vikur. 

„Það reis um sex til sjö millimetra á dag. Síðan kemur þessi stóri atburður á föstudeginum. Við hann datt allt niður og Svartsengi sökk um næstum 40 sentímetra. Ef þessi þróun heldur áfram munum við eftir fimm til fimmtán daga vera að horfa á svipað ástand og var föstudaginn 10. nóvember, sumsé …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er ekki einfaldlega þannig komið, að ekki verður búið í Grindavík um ófyrirsjáanlega framtíð? Stjórnvöld þurfa að finna aðferð, til að Grindvíkingar geti komið sér fyrir annars staðar. Húseigendum verði gert kleift að innleysa tryggingarfjárhæð húseigna sinna sem fyrst, og í framhaldi af því geri ríkið/sveitarfélagið þeim tilboð í kaup á þeim eignum, væntanlega á einhvers konar hrakvirði, til að losa eigendur undan frekari skuldbindingum varðandi eignirnar.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár